Bændablaðið - 24.05.2017, Side 25

Bændablaðið - 24.05.2017, Side 25
25Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 AMAZONE ZA-X 1402 Perfect Ekki kasta áburðinum út í bláinn 1400 lítra (2ja sekkja) Kögglasigti Ryðfríar skífur Vinnslubreidd: 10 - 18 m Mekanísk stilling Jaðarbúnaður Yfirbreiðsla. Tvær dreifiskífur - meiri nákvæmni 1400 lítra - hægt að stækka í 1700 lítra AMAZONE ZA-M 1001 Special 1200 lítra (2 sekkja) Kögglasigti Ryðfríar skífur Vinnslubreidd: 18 - 24 m Tölvustýrður. Jaðarbúnaður Yfirbreiðsla Tvær dreifiskífur - meiri nákvæmni 1200 lítra - hægt að stækka í 1700 lítra kr. 649.000,- Sérstakt vorverð: Jaðarbúnaður og yfirbreiðsla fylgir án vsk. kr. 940.000,- Sérstakt vorverð: Jaðarbúnaður og yfirbreiðsla fylgir án vsk. AMAZONE áburðardreifararnir eru þekktir fyrir nákvæmni í dreifingu. Við bjóðum nú AMAZONE ZA-X 1402 Perfect og ZA-M 1001 Special með jaðarbúnaði og yfirbreiðslu á sérstöku vorverði: VISSIR ÞÚ að AMAZONE hefur prófað megnið af þeim áburði sem seldur er á Íslandi og birtir sérstakar stillingar fyrir þann áburð á heimasíðu sinni, www.amazone.de - Einnig er hægt að nálgast app fyrir áburðarstillingarnar í i-Phone og Android síma. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is MENNING&LISTIR Dr. Ólafur R. Dýrmundsson með nýju bókina, Sauðfjárbúskapur í Kópavogi. Mynd / HKr. Ólafur R. Dýrmundsson: Sauðfjár- búskapur í Kópavogi Föstudaginn 19. maí var haldið útgáfuhóf í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Tilefnið var útgáfa bókarinnar Sauðfjárbúskapur í Kópavogi. Höfundur bókarinnar er dr. Ólafur R. Dýrmundsson, en bókin er gefin út í flokki smárita sem Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur staðið fyrir útgáfu á. Bókin lætur ekki mikið yfir sér með sínar 78 blaðsíður, en er þeim mun innihaldsríkari af samanþjöppuðum upplýsingum og fróðleik. Um leið er bókin saga Sauðfjáreigendafélags Kópavogs. Bókin er ótrúlega yfirgripsmikil, en þar er fjallað um fjallskil í nánd þéttbýlis, lögskilaréttir, fjárskipti, sauðfjárstríð í Reykjavík, hrúta- sýningar, sauðfjárböð, uppgræðslu, öflun heyja og fjármörk, um sauð- fjárbúskap sem stundaður hefur verið í Kópavogi. Höfundurinn, Ólafur R. Dýrmundsson, skýrir frá þróun sauðfjárræktar í Kópavogi frá því um miðja 20. öld þegar þéttbýli tók að myndast þar. Sauðfjáreigendafélag Kópavogs hefur gegnt lykilhlutverki í þessari atburðarás í 60 ár, ritið er jafnframt saga þess. Bókin geymir ómetanlegar heimildir um sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi og í raun um staðhætti og sögu upphafs byggðar og skipulags í Kópavogi. Þá fléttar Ólafur inn í textann fróðlegar og skemmtilegar sögur um einstaklinga sem settu svip á samfélagi, eins og Jón í Digranesi þegar hann bjargaðist af flæðiskeri. Eins hefur Ólafur látið gera kort af örnefnum sem fram koma í bókinni og fáir þekkja í dag. Fyrir sögu Sauðfjáreigendafélags Kópavogs er bókin ómetanleg. Þar er að finna félagaskrá frá 1957 til 2017 og hvar menn bjuggu og hvaða ár meðlimir gengu í félagið. Þá upplýsir Ólafur einnig um alla þá fjáreigendur í Kópavogi sem ekki voru í félaginu. Margar fleiri upplýsingar er að finna í bókinni úr smiðju Ólafs og án vitneskju annarra sem eru einnig ómetanlegar sem heimildir. Líklegt má telja að án tilkomu þessa rits hefðu margar dýrmætar heimildir glatast. Fullyrða má að Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs hafi unnið stórmerkilegt starf með útgáfu Smáritanna, en bókin Sauðfjárbúskapur í Kópavogi er sú fjórða í röðinni. Hin ritin, sem einnig geyma merkar heimildir úr sögu Kópavogs, eru: 1. Minningar af Kársnesi eftir Eyþór Sigmundsson og Helgu Sigurjónsdóttur, sem kom út 2012. 2. Kampar í Kópavogi. Herbúðir bandamanna í landi Kópavogs og næsta nágrenni í síðari heims- styrjöld eftir Friðþór Eydal, sem kom út 2013. 3. Vatnsendi. Úr heiðarbýli í þétta byggð eftir Þorkel Jóhannesson, sem kom út 2013 4. Landnemar í Kópavogi eftir Leif Reynisson, sem kom út 2016. Umsjón með útgáfu nýju bókarinn- ar, Sauðfjárbúskapur í Kópavogi, og umbrot, annaðist Símon Hjalti Sverrisson. Bókin var prentuð hjá prentsmiðjunni Svansprenti. Þeim sem áhuga hafa á að nálgast þessi rit er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem staðsett er í gamla pósthúsinu við Fannborg í Kópavogi. Þá er hægt að skrá sig í Sögufélag Kópavogs á heima- síðu félagsins, www.vogur.is, og í Héraðsskjalasafninu. /HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.