Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 33

Bændablaðið - 24.05.2017, Síða 33
33Bændablaðið | Miðvikudagur 24. maí 2017 Hann nefnir í því tilliti þær tegundir sem hann rannsakaði; blóðberg (Thymus praecox), fjalldalafífil (Geum rivale), engjarós (Comarum palustre), umfeðming (Vicia cracca), beitilyng (Calluna vulgaris), blágresi (Geranium sylvaticum), skarifífil (Scorzoneroides autumnalis) og gullkoll (Anthyllis vulneraria). Þar að auki hafa aðrar rannsóknir á íslensku móhumlunni á Íslandi litið til mikilvægis bláberjalyngs (Vaccinium uliginosum) , sortulyngs (Arctostaphylos uva- ursi) og ýmissa tegunda af víði (Salix spp.). „Í nýjustu rannsókninni bendi ég ekki aðeins á mikilvægi tiltekinna tegunda heldur einnig að val á plöntum er einstaklingsbundið. Þannig virðast einstaklingar sérhæfa sig í einni tegund plantna. Þetta kann að vera til að koma í veg fyrir samkeppni. En einnig gæti það bent til ákveðinnar kænsku meðal býflugnanna til þess að fylgjast með framboði næringar í mismunandi plöntutegundum,“ segir Jonathan. Uppræting lúpínu möguleg Umræður um aðgerðir til að hamla útbreiðslu alaskalúpínunnar eru æði misjafnar en Jonathan segir beinlínis rangt að ekki sé hægt að útrýma henni algerlega hér á landi. „Ísland er eyja, sem er sú tegund landmassa þar sem uppræting tegunda eru líklegastar til að ná árangri. Frá efnahagslegu sjónarhóli er fýsilegra að leggja í mikla vinnu núna og útrýma lúpínunni úr eyjunni í stað þess að standa í stríði við að hamla henni út í hið óendanlega. Því miður hefur plantan byggt upp óhemju stóran fræbanka undir jarðvegsyfirborðinu, en með fullnægjandi störfum og reglulegu eftirliti á útbreiðslusvæðum væri hægt að uppræta lúpínuna og endurreisa innfædd plöntusamfélög,“ segir Jonathan og bendir á að það sama gildi reyndar um upprætingu skógarkerfils (Anthriscus sylvestris). Landsátak til varnar móhumlunni Jonathan vonast til þess að frekari rannsóknir á móhumlunni séu fyrirhugaðar og stuðlað verði að vernd hennar. Það sé um auðugan garð að gresja þegar kemur að rannsóknarefni og hann nefnir t.d. áhrif gróðursamfélaga á lífsferil móhumlunnar, hugsanleg eituráhrif frá frjókornum alaskalúpínunnar og áhrif endurheimtar vistkerfis á stofnstærð flugunnar. Þá leggur hann til að landsátaki verði hleypt af stokkunum til varnar móhumlunni. „Þjóðarátak í söfnun staðbundinna upplýsinga gætu veitt vísindamönnum afar mikilvægar upplýsingar fyrir áframhaldandi rannsóknir. Það myndi enn fremur stuðla að meiri þekkingu almennings á þessu margslungna viðfangsefni. Móhumlan, ásamt öðrum mikilvægum frjóberum, myndu njóta góðs af framlagi almennings til vísinda og verndunar.“ Jonathan nefnir vel heppnaðar landshluta- áætlanir í heimalandinu til fyrirmyndar, Bumble Bee Watch og Great Sunflower Project. /ghp HROSSABÆNDUR OG AÐRIR STÓÐEIGENDUR ATHUGIÐ Getum tekið inn nýliða fyrir söfnunarárið 2017 með framtíðarviðskipti í huga. Blóðtaka úr fylfullum hryssum hentar flestum stóðeigendum vel sem aukabúgrein. Búast má við 10–11 vinnudögum, einum vikulega frá lokum júlí til loka september. Meðalútkoma bæja 2016 uppreiknað m.v. verðskrá ársins 2017 var um kr. 37.000,-/hryssu án vsk. Senn líður að því að stóðhestar fari í stóð. Suðurland og Vesturland: 23.–26. maí. Norðurland: 23. maí–9. júní. Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Ísteka s. 581 4138 / hryssa@isteka.com Jonathan segir mögulegt að útrýma lúpínunni af Íslandi með samhentu átaki og reglubundnu eftirliti. Mynd/úr safni BBL UXI GÆÐASTÍGVÉL Þrautreynd við íslenskar aðstæður og hafa reynst afar vel. 10.800 Vinnustígvél 9.800 „Ég hef notað UXA stígvélin nær daglega í allan vetur og þau eru ennþá eins og ný! Þau eru létt og þægileg og ég get hiklaust mælt með þeim“ Kristinn Guðnason Fjallkóngur á Landmannaafrétti og bóndi í Árbæjarhjáleigu. „UXA stígvélin eru mjúk, þægileg og slitsterk, Kúa og fjárbóndi í Raftholti, Holtum Einangrun gegn kulda (-20) farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU FARVEL. ÆVINTÝRAFERÐ – TVÆR VIKUR Í PARADÍS 15.–30. SEPTEMBER VERÐ FRÁ 369.000 KR. FARARSTJÓRN: VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR BaLí, GiLíEyJa oG BaNgKoK

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.