Bændablaðið - 02.11.2017, Side 18

Bændablaðið - 02.11.2017, Side 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Hestamannafélagið Léttir, Hestaleigan Kátur, Akureyrar- bær og Fjölmennt eru að hefja samstarf um hestamennsku fyrir fatlaða í í Léttishöllinni ofan Akureyrar í vetur. Kynning var í liðinni viku, öllum opin, á því sem upp á verður boðið og voru hestar til reiðu, m.a. með sérbúnaði svo þeir sem áhuga höfðu á að prófa að bregða sér á hestbak stóð það til boða. Þó nokkur fjöldi fólks mætti á kynninguna og þótti Léttismönnum ánægjulegt að sjá hversu margir óskuðu eftir að spreyta sig á hestbaki. „Gleðin var fölskvalaus og mikil ánægja er með þetta framtak okkar,“ segir á heimasíðu Léttis. Málið verður kynnt frekar á næstunni og sérstök námskeið þá jafnframt auglýst. /MÞÞ Viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á viðburði hérlendis: Marka þarf skýrari stefnu um þjónustu við erlenda gesti og sjálfboðaliða HROSS&HESTAMENNSKA Samstarf nyrðra um hesta- mennsku fyrir fatlaðra Frá kynningu Léttis á Akureyri. Háskólinn á Hólum og Landssamband hestamannafélaga kynntu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar fjölþjóðlegs rannsóknarhóps um Landsmót hestamanna 2016 sem viðburðar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla heildstæðrar þekkingar um Landsmót hestamanna sem viðburðar. Frumniðurstöður helstu rannsóknaþátta hafa verið birtar en frekari úrvinnsla gagna sem og kynning niðurstaðna er fyrirhuguð á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknahópurinn kom frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála. Meðal þess sem fengist var við í rannsókninni er efnahagslegt mikilvægi viðburðarins, upplifun og hagsmunir heimamanna, upplifun gesta, viðhorf ræktenda, sýnenda og sjálfboðaliða og áhrif viðburðarins á ímynd svæðisins og landsins sem áfangastaðar. Fjölþættum aðferðum er beitt við úrvinnslu og greiningu gagna. Mótið stóðst væntingar Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að Landsmót hestamanna á Hólum 2016 stóðst og fór að hluta til fram úr væntingum markhópsins. Væntingar til mótsstaðarins kunna að hafa verið minni sökum þess hve seint hann var ákveðinn, en upplifun gesta og heimamanna af staðsetningunni var jákvæð. Framkvæmd mótsins fékk jákvæða dóma meðal þátttakenda og sérstaklega fyrtir það að mótsstaðurinn bauð upp á aðstöðu sem þjónaði allt í senn áhorfendum, keppendum, sýnendum og hrossum. Marka þarf skýrari stefnu Önnur meginniðurstaða rann- sóknarinnar er að marka þarf skýrari stefnu um þjónustu við erlenda gesti og sjálfboðaliða. Ekki er gefið að ástæða sé til að markaðssetja mótið fyrir breiðari markhóp, fremur virðist þörf á að efla þjónustu við þann afmarkaða markhóp sem tilheyrir Íslandshestaheiminum í öðrum löndum. Fyrir erlenda gesti er mikilvægt að kynna dagskrá og skipulag mótsins með löngum fyrirvara. Þá er rétt að hafa í huga að þó það sé vissulega góður árangur hve stór hluti Landsmótsgesta er tryggur markhópur þá er 6% nýliðun meðal innlendra gesta hugsanlegt áhyggjuefni til lengri tíma litið. Veruleg efnahagsleg áhrif Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg áhrif Landsmóts hestamanna eru umtalsverð á því svæði sem mótið er haldið. Varlega áætlaðar niðurstöður gera ráð fyrir að efnahagsleg áhrif mótsins, meðan á því stóð, hafi verið um 160 milljónir íslenskra króna. Eru þá ótalin önnur efnahagsleg áhrif, svo sem velta viðburðarins sjálfs. Hægt er að nálgast rafbókina með niðurstöðum rannsóknanna á Landsmóti hestamanna 2016 á vef Háskólans á Hólum, www.holar.is. /VH Rannsóknahópurinn sem gerði úttekt á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 kom frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála. Hólar í Hjaltadal. Mynd / HKr. Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Fáðu heyrnartæki til prufu Akranes | Akureyri | Egilsstaðir| Húsavík| Reykjanesbær| Selfoss | Vestmannaeyjar Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Verður haldin að Hótel Smyrlabjörgum laugardaginn 11. nóvember. √ Veislustjóri er Stefán Bogi Sveinsson. √ Skemmtiatriði frá heimafólki. √ Lambakjöt og annar veislumatur á borðum að hætti Hótelsins. √ Hljómsveitin KUSK leikur fyrir dansi og spilar undir fjöldasöng. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Miðapantanir í síma 478 1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is Miðaverð er 6.000 kr. Allir velkomnir! UPPSKERUHÁTÍÐ BÆNDA Í AUSTUR-SKAFTFELLSSÝSLU 2017 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 • Næsta blað kemur út 16. nóvember

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.