Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 54

Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana. Gott dæmi um þetta er öflugt starf Þorvaldar Jónssonar, bónda í Brekkukoti í Reykholtsdal, Borgarfirði. Þorvaldur fór fljótlega eftir að hann tók við búi í Brekkukoti 1990 að fikta við að bera moð undan súgþurrkunargrindum í hlöðunni á svæði þar sem hafði verið malarnám. Smám saman vatt landbótastarfið upp á sig og Þorvaldur hefur náð góðum tökum á nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur á búinu til landgræðslustarfa og skógræktar. Fiktið varð að fíkn Þegar Þorvaldur fór að sjá árangur segir hann að fiktið hafi orðið að fíkn og nú hefur hann grætt upp um 80–90 hektara sem áður voru bara berir melar og eru nú orðnir grasi grónir. Rétt fyrir aldamótin var líka farið að rækta skóg á svæðinu, m.a. á svæði þar sem Þorvaldur hefur notast við seyru sem áburð. Settar hafa verið niður um 34.000 trjáplöntur. Þorvaldur segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Frá þessu er greint á vef Skógræktarinnar. /MÞÞ TIL SÖLU Hilltip Spraystriker Pækildreifarar frá Hilltip 500– 2000 lítrar, hámarks dreifibreidd 5 metrar. Fyrir pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Hilltip Snowstriker SP Snjótennur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegar í 165 cm–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa . Fáanlegir í 185 cm–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SML Snjótennur fyrir minni vörubíla ca. 7,5 tonn. Fáanlegar í 260 cm–300 cm breidd. Hilltip Sweepaway Sópur fyrir gröfur, lyftara og dráttavélar. Fáanlegir í breidd- um 1,5 m–4,0 m. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S: 551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker Salt og sanddreifarari í þremur stærðum, fyrir pallbíla sem og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Vöxtur í fjölda ferðamanna síðustu ár í Austur-Skaftafellssýslu er ævintýralegur en á síðasta ári komu um 700 þúsund ferðamenn á svæðið. Um helmingur kemur yfir sumartímann en vetrarferðamennska hefur styrkt sig mikið í sessi í Austur- Skaftafellssýslu undanfarin ár. Á Hornafjarðarsvæðinu eru um 40 fjölskyldur sem hafa lifibrauð sitt af afþreyingariðnaði í ferðaþjónustu og enn fleiri sem bjóða gistingu og aðra þjónustu. Gríðarleg breyting hefur orðið á samfélaginu á síðustu 10 árum þar sem ferðaþjónusta er hinn nýi burðarás. Þetta kom fram í erindi Hjalta Þórs Vignissonar, framkvæmdastjóra sölu og þróunar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Skinney Þinganesi, á uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustubænda sem haldin var á Smyrlabjörgum í vikunni. Hjalti Þór, sem áður var bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, sagði frá atvinnuþróun og ferðamennsku í héraðinu sem er afar blómleg. Hann fjallaði meðal annars um samspil fyrirtækja á svæðinu sem sæju hag í því að vinna saman að uppbyggingu atvinnulífsins. Samfélagið á Höfn nýtur góðs af sterkum fyrirtækjum en nú er svo komið að afar erfitt er að fá húsnæði á svæðinu vegna mikillar eftirspurnar. Sjávarútvegsfyrirtæki í landbúnaði og ferðaþjónustu Hjalti Þór fór yfir starfsemi Skinneyjar Þinganess sem vinnur á nokkrum sviðum. Auk þess að stunda sjósókn og úrvinnslu hefur Skinney Þinganes haslað sér völl í landbúnaði og ferðaþjónustu. Fyrirtækið á og rekur kúabúið Flatey á Mýrum þar sem eru um 240 mjólkandi kýr. Mikill áhugi er á meðal ferðamanna að skoða fjósið og hefur fyrirtækið svarað þeirri eftirspurn með því að byggja upp gestastofu þar sem hægt er að horfa yfir fjósið og fræðast um starfsemina. Þá hefur Skinney Þinganes tekið þátt í uppbyggingu í veitingaþjónustu á Höfn með góðum árangri. Fiskur fyrir ferðamenn Í máli Hjalta Þórs kom fram að Skinney Þinganes hyggst bæta þjónustu við veitingastaði og bjóða þeim upp á aukið úrval af fiski. Hingað til hefur það verið vandkvæðum bundið að afgreiða litlar sendingar til veitingahúsa þar sem tækjabúnaður hefur ekki boðið upp á slíka vinnslu. Hjalti Þór sagði að ný tækni í fiskvinnslu gerði það að verkum að auðveldara væri að sérsníða vörur fyrir veitingahús. Eftirspurn væri greinilega fyrir hendi en hingað til hefðu stór sjávarútvegsfyrirtæki átt erfitt með að sinna markaðnum sem er lítill og sérhæfður. Viðskipti með humar til veitingahúsa byggja á gömlum grunni en ríflega helmingur af humri frá Skinney er seldur innanlands. Hinn helmingurinn fer til háklassa veitingahúsa á meginlandinu. Á uppskeruhátíðinni var greinilegt að ferðaþjónustubændur tóku vel í áætlanir Skinneyjar um aukin viðskipti með fisk við ferðaþjónustuaðila. Svo undarlegt sem það má virðast þá hefur framboð á ferskum fiski ekki verið nægilega gott víða á landsbyggðinni en það stendur nú til bóta. Aðspurður sagði Hjalti Þór að fyrirtækið myndi byrja á heimaslóðum og sjá svo til hvernig gengi, þá væri vonandi hægt að auka þjónustuna og breiða hana út víðar um landið. /TB Ferðaþjónustan er orðin burðarás í atvinnulífi Austur-Skaftafellssýslu: 700 þúsund ferðamenn lögðu leið sína á Hornafjarðarsvæðið Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá sjávarútvegs- fyrirtækinu Skinney Þinganesi, hélt erindi á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda þar sem hann sagði m.a. frá því að fyrirtækið ætlaði að auka sölu á Mynd / TB Moð úr fjárhúsum upplagt til skóggræðslu á melum: Bóndi í Reykholtsdal hefur grætt upp 80–90 hektara og sett niður 34.000 tré Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti, segir mjög sniðugt að nota sauðatað, dreifa því með keðjudreifara og gróðursetja trén beint í landið á eftir. Engar almenningssamgöngur á svæðinu austan Húsavíkur: Stórlega vegið að þjónustu við íbúana Engar almenningssamgöngur eru á svæðinu austan Húsavíkur, en í lok ágúst samþykkti stjórn Eyþings að hætta að þjónusta svæðið með Strætóferðum. Verkefnastjórn Brothættra byggða á norðausturhorninu, Raufarhafnar og framtíðar og Öxarfjarðar í sókn, hefur samþykkt ályktun þar sem þessu er mótmælt. Strætóþjónusta hefur þegar verið felld niður og engar áætlunarferðir eru á svæðinu austan Húsavíkur. Verkefnastjórn segir að með þessari ákvörðun sé stórlega vegið að þjónustu við íbúa á þessu svæði og þeirri uppbyggingu sem þar á sér stað. „Með þessu er verið að dæma svæðið óaðgengilegt fyrir aðra en einkabílaeigendur. Það skerðir möguleika fólks sem vill eiga búsetu á svæðinu að sækja nám og störf út fyrir svæðið, til dæmis ungmenni í námi á Húsavík, Laugum eða Akureyri. Einnig er þetta skellur fyrir ferðaþjónustuna,“ segir í ályktun verkefnastjórnar sem bætir við að ferðaþjónusta sé mest vaxandi atvinnuvegurinn á svæðinu um þessar mundir og skerðing á þjónustu dragi úr slíkri starfsemi. Lagðir séu starfskraftar og fjárhæðir í að styrkja svæðið og ávinningur hafi orðið í öðrum verkefnum, en ákvarðanir af þessu tagi setji mikið strik í reikninginn og komi að auki í veg fyrir framþróun nokkurra markmiða. „Það er hastarlegt að á sama tíma og íbúar, stoðkerfi, sveitarfélög, landshlutasamtök og ríki taka höndum saman í byggðarþróunarverkefnum skuli þjónusta hins opinbera vera felld niður með þessum hætti,“ segir í ályktun verkefnastjórnar. Póstbílar og aðrir flutningabílar mega ekki taka farþega. Verkefnastjórn bendir á að í dreifðari byggðum þar sem markaðsbrestur sé á þjónustu varðandi farþegaflutninga sé óhjákvæmilegt að endurskoða slíkar reglur án tafar með það að augnamiði að nýta ferðir sem eru til staðar og koma þannig á móts við íbúa. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.