Bændablaðið - 30.11.2017, Side 1

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 1
23. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 30. nóvember ▯ Blað nr. 504 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Alifuglakjötið er vinsælast með nær 34% markaðshlutdeild – Salan eykst á lambakjöti sem er nú næstvinsælast með 25% markaðshlutdeild íslenskra afurða og svínakjötið er í þriðja sæti Samkvæmt samantekt Búnaðar- stofu MAST er íslenskt alifuglakjöt langvinsælast á markaðnum. Er það með 33,8% hlutdeild, ef litið er á sölu á kjöti frá afurðastöðvum til kjötvinnsla, og verslana. Kindakjötið kemur þar næst á eftir með 25,1% hlutdeild. Hefur sala íslensks alifuglakjöts aukist um 7,1% milli ára og framleiðsla hefur aukist um 10,6% miðað við tölur sláturleyfishafa í lok október. Á þessu tímabili voru seld 9.440 tonn af íslensku alifuglakjöti. Frá október 2016 til októberloka 2017 voru framleidd tæplega 9.703 tonn af alifuglakjöti á Íslandi. Er það 30% hlutdeild í íslenska kjötframleiðslugeiranum. Þar að auki var búið að flytja inn yfir 1.369 tonn af alifuglaafurðum í lok september samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Niðurstaða EFTA-dómstóls gæti sett strik í reikninginn Verulegur ótti er nú við að niðurstöður EFTA-dómstólsins fyrir skömmu, um að heimila beri innflutning á hráu kjöti, geti gjörbreytt þessari stöðu og að það muni koma illa við ýmsar greinar íslenskrar kjötframleiðslu. Eins og fram hefur komið óttast menn þar ekki síst neikvæð áhrif á byggðir landsins, smithættu fyrir viðkvæma búfjárstofna og versnandi stöðu lýðheilbrigðis, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið. Kindakjötið næstvinsælast Kindakjöt, eða sauðfjárafurðir, eru næstvinsælastar á Íslandi með 25,1% markaðshlutdeild. Var salan tæp 7.018 tonn frá októberlokum 2016 til sama tíma 2017. Framleiðslan á kindakjöti var samt meiri en á alifuglakjöti, eða tæp 10.748 tonn þegar sláturtíð var nær lokið um síðustu mánaðamót. Það er 33,2% af heildar kjötframleiðslu landsmanna. Framleiðsla sauðfjár afurða jókst um 4,3% á milli ára, en salan um 4,1%. Virðist sauðfjárslátrun í haust ekki benda til að bændur hafi skorið eins mikið niður og fráfarandi ráðherra hafði hvatt til. Væntanlega spilar þar inn í lágt afurðaverð til bænda og mikil óvissa vegna stjórnarslita og kosninga. Birgðir kindakjöts minnka Miðað við fréttir í haust mætti ætla að birgðasöfnun á kindakjöti sé mikil. Það er þó ekki raunin samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST. Við lok sláturtíðar voru tæplega 7.862 tonn af kindakjöti í geymslum afurðastöðva. Í byrjun október voru birgðirnar 8,5% meiri en á sama tíma í fyrra, en í lok mánaðarins voru þær 4,6% minni en árið áður. Stóraukinn útflutningur sauðfjárafurða Skýringin á minnkandi birgðum kindakjöts er tvíþætt. Það er vaxandi sala á kindakjöti á innanlandsmarkaði og síðan skiptir þarna verulegu máli að útflutningur á sauðfjárafurðum jókst á milli ára um 41,3% og nam 3.766 tonnum. Þar af jókst útflutningurinn á síðasta ársfjórðungi um 125,5% og um 148,8% í október síðastliðnum. Svínakjötið í þriðja sæti en berst við sívaxandi innflutning Íslenska svínakjötið fylgir fast á eftir kindakjötinu, var með 22,4% markaðshlutdeild og sölu frá afurðastöðvum upp á 6.261 tonn miðað við lok október. Það er heldur meira en framleiðslan sem var 6.243 tonn og jókst um 1,5% á milli ára. Er svínakjötið 19,3% af heildar kjötframleiðslunni á Íslandi. Í lok september var búið að flytja inn rúmlega 1.540 tonn af svínakjöti, þar af 325 tonn af reyktu, söltuðu og þurrkuðu svínakjöti og rúmlega 65 tonn af öðrum unnum vörum úr svínakjöti. Aukist innflutningur mikið kann það að hafa alvarleg áhrif á íslenska svínakjötsframleiðslu. Nautgripakjötið í fjórða sæti Íslenska nautgripakjötið er í fjórða sæti hvað framleiðslu og sölu varðar. Þannig voru framleidd rúm 4.620 tonn frá októberlokum 2016 til októberloka 2017. Er hlutdeildin í kjötframleiðslunni 14,3%. Aftur á móti voru seld rúmlega 4.630 tonn, sem er 5,5% aukning frá árinu áður og er markaðshlutdeildin 16,6%. Umtalsvert hefur einnig verið flutt inn af nautgripakjöti. Þannig var búið að flytja inn rúmlega 743 tonn í lok september. Sala á hrossakjöti eykst um nær 21% milli ára Tæplega 1.011 tonn voru framleidd af hrossakjöti frá októberlokum í fyrra til októberloka 2017. Það er 3,1% aukning á milli ára og er hlutdeildin í íslensku kjötframleiðslunni einnig 3,1%. Sala hér innanlands hefur aftur á móti stóraukist, eða um 20,8% á sama tíma. Eigi að síður er salan ekki nema rúm 573 tonn og er 2,1% hlutdeild af íslenska kjötmarkaðnum. Útflutningur á hrossakjöti nam rúmlega 450 tonnum og er það aukning upp á 2,6%. Birgðir höfðu meira en tvöfaldast á milli ára en voru samt ekki nema rúm 28 tonn í lok október. /HKr. Margt smátt gerir eitt stórt 22 Matsveina- og matartækninemendur í Menntaskólanum í Kópavogi sýndu gestum sínum hvað þeir hafa verið að læra í vetur með dýrindis hlaðborði. Þótt íslenskir stjórnmálamenn virðist seint ætla að átta sig á því, þá er ekki hægt að reka leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, háskóla, sjúkrahús, öldrunarstofnanir eða Alþingi án iðnmenntaðs fagfólks til að sjá um mötuneytin. Hvað þá hótel og veitingastaði. Það er ekki heldur hægt að byggja háskóla, sjúkrahús né önnur mannvirki án iðnaðarmanna. Enginn háskóli væri heldur starfandi ef iðnaðarmenn væru ekki til að halda tölvum, ljósum, pípulögnum og öllum innviðum í lagi. Ekki gætu þingmennirnir heldur sinnt vinnu sinni ef engir væru bílvirkjarnir. Þó að þetta sé fólkið sem nauðsynlegt er íslensku þjóðfélagi fyrir fjórðu iðnbyltinguna, þá hafa ráðamenn þjóðarinnar leyft sér með framkvæmd á ríkjandi menntastefnu að sniðganga þessar greinar illilega áratugum saman. Mynd / HKr. Hamingjusamir alifuglar á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal. Mynd / HKr. Súrkál er bráðhollt sælkerafæði 26 Leiðir til að auka kolefnisbindingu á Íslandi 31-34

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.