Bændablaðið - 30.11.2017, Síða 2

Bændablaðið - 30.11.2017, Síða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Brúsastaðir í Vatnsdal: Afurðahæsta kúabú landsins 2016 stefnir hraðbyri á toppinn 2017 – Meðalnyt á árskú á Brúsastöðum er 8.952 kg sem ólíklegt er að verði skákað það sem eftir lifir árs Matvælastofnun vekur athygli á að skila skal haustbók í Fjárvís eigi síðar en 12. desember næstkomandi. Í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, nr. 1151/2016, ber framleiðandi ábyrgð á að fullnægjandi afurðarskýrsluhaldi sé skilað á réttum tíma. Uppgjör vegna ársáætlunar frestast ef haustbók hefur ekki verið skilað í Fjárvís fyrir 12. desember. Þá er einnig vakin athygli á að Matvælastofnun skal endurkrefja framleiðanda um stuðningsgreiðslur fyrir það tímabil sem hann þáði greiðslur fyrir, ef hann stendur ekki skil á afurðaskýrsluhaldi. Þegar skammt er til ársloka virðist orðið nokkuð ljóst að Brúsastaðir í Vatnsdal verði með hæsta meðaltal afurða eftir hverja kú eins og stundum áður. Þar á eftir kemur Hóll í Svarfaðardal og Gautsstaðir á Svalbarðströnd. Samkvæmt tölum Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins (RML) sem Sigurður Kristjánsson heldur utan um, þá liggja nú fyrir tölur um afurðir allra kúabúa frá ársbyrjun til loka októbermánaðar 2017. Samkvæmt þeim þá hafa Brúsastaðir í Vatnsdal verið í forystu hvað nyt og mjólkurafurðir eftir hverja kú varðar, alla tíu mánuðina. Búið er rekið af Sigurði Ólafssyni og Gróu Margréti Lárusdóttur undir nafninu Brúsi ehf. Þau keyptu búið af foreldrum Gróu árið 1994 og stækkuðu það síðan árið 2000. Á Brúsastöðum eru árskýr 49,2 og mjólkurafurðir eftir hverja kú er að meðaltali 8.952 kg. Mjög ólíklegt verður að teljast að nokkurt annað bú á landinu skáki þessum árangri á þeim tíma sem eftir lifir árs. Ótrúlegur árangur hjónanna á Brúsastöðum Brúastaðir hafa margoft verið með afurðahæstu kýrnar að meðaltali. Hefur greinilega vel tekist til við ræktun og umhirðu því þróunin varðandi nyt kúnna hefur verið ótrúleg. Sem dæmi, þá voru Brúsastaðir afurðahæsta bú landsins árið 2006. Þá voru meðalafurðir eftir hverja kú 6.613 kg, svo aukningin er hreint með ólíkindum. Brúsastaðir voru einnig afurðahæsta búið 2013 og 2014. Á árinu 2016 slógu Brúsastaðir svo öll met sem afurðahæsta bú landsins með 8.990 kg á árskú. Þar með var slegið Íslandsmet sem staðið hafði í fimm ár, en gamla metið áttu Ólafur og Sigurlaug í Hraunkoti í Landbroti sem voru þá með 8.34 kg eftir hverja árskú. Nythæsta kýrin 2016 var svo Nína 676 frá Brúsastöðum sem setti líka nýtt Íslandsmet og mjólkaði 13.833 kg. Sló Nína þar með tíu ára gamalt met Blúndu 468 frá Helluvaði á Rangárvöllum sem náði 13.327 kg. Munaði þar rúmlega hálfu tonni. Hóll í Svarfaðardal var í öðru sæti í lok október Karl Ingi Atlason og Erla Hrönn Sigurðardóttir reka búið á Hóli í Svarfaðardal. Er búið nú í öðru sæti yfir tíu afurðahæstu bú landsins. Á Hóli eru 49,4 árskýr og afurðirnar eru að meðaltali 8.397 kg eftir hverja kú. Hóll þykir til fyrirmyndar hvað snyrtimennsku áhrærir. Undanfarin ár hefur búið verið meðal afurðahæstu búa landsins. Gautsstaðir á Svalbarðströnd í þriðja sæti sem stendur Á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd er bú Péturs Friðrikssonar. Þar hefur búskapur einnig gengið mjög vel miðað við skýrslur RML. Á Gautsstöðum eru 103,2 árskýr og meðalafurðir eftir hverja kú fyrstu tíu mánuði ársins er 8.222 kg. Gautsstaðir voru afurðahæsta bú landsins árið 2015 með 8.304 kg á árskú. Fjöldi annarra búa er einnig að gera það gott og afurðir hreint með ólíkindum. Tölurnar fyrir nóvember eru að tínast inn þessa dagana og tölurnar fyrir desembermánuð ættu að liggja fyrir í byrjun janúar. Þótt ólíklegt sé að nokkurt bú geti skákað Brúsastöðum á þessu ári, þá er ekki alveg útilokað að einhverjar breytingar geti orðið á röð þeirra búa sem þar fylgja á eftir. /HKr. Matvælastofnun: Haustbók Fyrirtækið Ljótu kartöflurnar hlutu Matarsprotann 2017 en verðlaunin, sem frumkvöðlar í matvælaframleiðslu hljóta ár hvert, veita Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn. Kartöfluflögur Ljótu kartaflanna eru framleiddar úr kartöflum sem eru stórar eða öðruvísi í laginu og ekki hentugar til sölu vegna útlits. Ljótu kartöflurnar sporna þannig við matarsóun en framleiðandinn leitar leiða við að nýta innlend aðföng í sinni framleiðslu sem stuðlar að sjálfbærni. Hingað til hafa kartöfluflögur, og annað kartöflusnakk, ekki verið framleiddar úr innlendu hráefni í stórum stíl segir á vef Ljótu kartaflanna. „Við leitumst alltaf við að nota innlent hráefni sé það mögulegt. Kartöflurnar okkar koma frá Seljavöllum í Hornafirði sem hafa áratuga reynslu af kartöflurækt og við notum íslenskt sjávarsalt með öllum bragðtegundunum okkar.“ Ljótu kartöflurnar innihalda 3-12% minni fitu en sambærilegar innfluttar kartöfluflögur að sögn framleiðandans. Þær fást í litlum 35 gramma pokum sem eru mátulegur skammtur fyrir einn. Einnig eru í boði 250 gramma pokar sem henta betur fyrir þá sem vilja bera flögurnar fram sem meðlæti, barsnakk eða fyrir veislur. Þrjár bragðtegundir fást af Ljótu kartöflunum, með íslensku sjávarsalti, lava-salti og pipar og edik og blóðbergi. FRÉTTIR Brúsastaðir í Vatnsdal. Myndir / HKr. Sigurður Ólafsson bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal gantast við eina kúna í fjósinu. Hann hefur rekið búið ásamt eiginkonunni Gróu Margréti Lárusdóttur frá árinu 1994 og margoft með afburða árangri. Staða afurðahæstu kúabúa landsins í lok október 2017 Bú - október 2017 Skýrsluhaldarar Árskýr Afurðir Fjöldi kg 8.952 8.397 8.222 8.142 8.114 8.101 8.084 8.071 8.061 8.045 8.042 8.039 8.035 Landgræðsluverðlaunin 2017 voru afhent á opnum fundi um landgræðslumál í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrr í vikunni. Verðlaunin voru veitt ábúendum á Snartarstöðum í Núpasveit og Laxárdal í Þistilfirði. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Land- græðslunnar, eru unnir af Eik listiðju. Björn H. Barkarson afhenti verðlaunin fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir hófu búskap á Snartarstaðajörðinni árið 1978 og búa þar í dag með um 500 fjár og 30–40 hross. Þau eru mikið áhugafólk um landgræðslu og hafa verið þátttakendur í Bændur græða landið (BGL) síðan 1995. Árið 2004 gerðu Helgi og Sigurlína samning við Landgræðsluna um friðun og uppgræðslu Leirhafnarfjallgarðs og nærliggjandi lands í landi Snartarstaða. Á jörðinni Laxárdal búa Eggert Stefánsson og Hjördís Matthilde Henriksen með 640 fjár, 18 hross og 9 nautgripi, en þau tóku við búskap af foreldrum Eggerts, Stefáni Eggertssyni og Hólmfríði Jóhannesdóttur, árið 2008. Þau Stefán og Hólmfríður Jóhannesdóttir, þáverandi bændur í Laxárdal, gerðust þátttakendur í verkefninu BGL strax upp úr 1990 og þau Eggert og Hjördís heldu áfram störfum innan verkefnisins eftir að þau tóku við búi. Bændur í Núpasveit og Þistilfirði fá Landgræðsluverðlaunin Verðlaunahafar ásamt starfsmönnum Landgræðslunnar. F.v. Árni Bragason landgræðslustjóri, Þór Kárason Núpasveit, Daði Lange Friðriksson héraðsfulltrúi, Sigurlína J. Jóhannesdóttir, Snartarstöðum, Björn H. Barkarson, Mynd / Áskell Þórisson Ljótu kartöflurnar verðlaunaðar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.