Bændablaðið - 30.11.2017, Side 21

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 þá er endanlega ákvörðun um slíkt greinilega ekki í hendi. Því gæti mögulega farið svo að formlegt bráðabirgðaleyfi til notkunar renni út nú í desember. Glyfosat er virka efnið í góðureyðingarefnum Glyfosat er virka eiturefnið í því sem gjarnan eru kölluð „gróður- verndarefni“ af framleiðendum og sumum vísindamönnum, en eru ekkert annað en gróðureyðingarefni. Enda stendur gjarnan á umbúðum slíkra efan orðin „Weed Killer“, skýrara getur það varla verið. Þau eru hönnuð til að drepa svokallað illgresi eða óæskilegan gróður til að ná fram hámarksuppskeru á nytjajurtum. Þetta er gert með því að glyfosat lokar fyrir streymi nauðsynlegra ensíma um plöntuna sem því er úðað á. Plantan getur þá ekki lengur framleitt prótein sem nauðsynleg eru til vaxtar. Efnafyrirtækið Monsanto þróaði hugmyndina um notkun gróðureyðingarefna í landbúnaði upp úr „góðum“ árangri af notkun „Agent Orange“ í stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam á sjöunda áratug síðustu aldar. Efnafræðingurinn John E. Franz vann að málinu og varð til um 1970 vel þekkt gróðureyðingarefni sem inniheldur glyfosat. Var það síðan markaðssett undir nafninu Roundup. Það hefur stundum einnig verið kallað „Hið nýja Agent Orange“. Monsanto hélt einkaleyfi á þessari glyfosat-formúlu Roundup til ársins 2000, en þá fóru fleiri efnafyrirtæki að framleiða slík gróðureyðingarefni eins og Bayer CropScience, BASF, Dow AgroSciences, DuPont, Syngenta ásamt kínverskum framleiðendum. Í dag eru til yfir 400 afbrigði af Roundup undir ýmsum nöfnum sem öll innihalda glyfosat frá yfir 30 fyrirtækjum. Til að gera notkun Roundup enn skilvirkari fóru sérfræðingar Monsanto að beita erfðatækninni og hafa þróað fjölmargar nytjajurtir sem drepast ekki þó mikið sé notað af eitrinu til að drepa illgresi á sama akri. Á þessu hefur Monsanto hagnast gríðarlega, bæði af enn meiri sölu á gróðureyðingarefnum samhliða sölu á einkaleyfisvörðu og erfðabreyttu sáðkorni. Gróði annarra efnafyrirtækja sem hafa róið á sömu mið hefur einnig verið ævintýralegur. Endurbætt Agent Orange Efnafyrirtækin sjá svo fyrir sér enn meiri gróða af enn sterkara efnasambandi sem kallað er Enlist Duo og inniheldur glyfosat og 2,4-D efnasambandið (2,4-dichlorophenoxy acetic acid) sem var m.a. notað í Agent Orange eitrinu sem úðað var yfir skóga í Víetnam í gríðarlegu magni. Þá er einnig annað efnasamband komið til sögunnar frá Monsanto sem nefnist Dicamba. Í Agent Orange var líka ýmsu öðru bætt í til að gera blönduna enn skilvirkari og eitraðri, eins og 2,4,5- T sem innihélt díoxín. Frá 1961 til 1971 er talið að Bandaríkjaher hafi úðað yfir skóga og akra í Víetnam, Kambódíu og Laos um 20 milljónum gallona, eða 91 milljón lítra (91 þúsund tonnum) af Agent Orange. Þar af var um 13 milljónum gallona (um 59 þúsund tonnum) úðað yfir Víetnam einu og sér. Uppskeru á um 2 milljónum hektara í Víetnam var eytt með eitrinu. Þetta skaðaði ekki bara akra og skóga, heldur olli líka miklum skaða á fólki. Talað er um að um 2 milljónir manna í Víetnam hafi fengið krabbamein af völdum efnisins og um hálf milljón barna hafi skaddast í móðurkviði og fæðst andvana eða hræðilega vansköpuð. Bandarískir hermenn urðu líka fyrir barðinu á þessu á sama hátt. Það sem verra er er að efnið er sagt þrávirkt og hefur haldið áfram að vera virkt í jarðvegi fram á þennan dag. Árið 1991 viðurkenndu bandarísk yfirvöld sem fóru með málefni hermanna sem börðust í Víetnam-stríðinu, að bein tenging væri á milli margháttaðra sjúkdóma í þeirra röðum og úðunar á Agent Orange. Þar voru viðurkennd nokkur sjúkdómaafbrigði: • Sykursýki II • Hodgkin´s sjúkdómurinn • Húðsjúkdómur (Soft-tissiue sarcoma) • Úlimataugakvilli (peripheral neuropathy) • Hrygg og mænuskaði í börnum hermanna • Margháttað krabbamein • Hvítblæði (B-Cell Laukemias) • Parkinsons-sjúkdómur • Hjartasjúkdómur (Ischemic) Auk þessa var viðurkennt að eftirtaldir sjúkdómar gætu orsakast af notkun á Agent Orange: • Fjölþætt mergæxli • Tæring á húð (Chloracne) • Krabbamein í öndunarfærum • Beina- og liðakvilli (AL Amyloidosis) • Blöðruhálskrabbamein Svo reyna menn að halda því fram að virku efnin í gróður eyðingar- efnunum séu ekki skaðleg og halda áfram notkun þeirra í meira magni en nokkru sinni. Fjölmörg afbrigði af Agent Orange Auk Agent Orange, sem dró nafn sitt af lit blöndunnar, notaði bandaríski herinn líka efnablöndur sem kallaðar voru Agent Pink, Agent Green, Agent Purple, Agent White og Agent Blue. Þessi efni voru framleidd í mismunandi styrkleikum af Monsanto, Dow Chemical og fleiri fyrirtækjum. Einnig voru mismunandi sterkar blöndur af Agent Orange, þ.e. Agent Orange I, Agent Orange II, Agent Orange III og svokallað „Super Orange“. Roundup ekki lengur talið vera nógu sterkt Monsanto hefur um margra ára skeið undirbúið sig undir notkun sterkari gróðureyðingarefna en Roundup. Hefur það fyrir löngu hannað erfðabreytt afbrigði nytjajurta eins og sojabauna sem þola Agent Orange. Ástæðan er að illgresið sem reynt hefur verið að drepa á ökrum bænda um árabil hefur nefnilega tekið upp á þeim fjanda að mynda þol gegn eitrinu. Til hefur orðið svokallað ofurillgresi, eða „Superweeds“. Þá dugir auðvitað ekkert annað en að mæta slíku með ofureitri. Segir ekki líka einhvers staðar í góðri bók að með illu skuli illt út reka? Verði glyfosat bannað í Evrópusambandinu eftir 2022 yrði það gríðarlegt áfall fyrir framleiðendur gróðureyðingarefna. Þar eru stjarnfræðilegar fjárhæðir í húfi. Fyrir tveim árum var á vefsíðu Agri Business talað um að Monsanto væri að hala inn 6 milljörðum dollara (um 624 milljörðum króna) á sölu á Roundup. Bannið myndi líka hafa mikil áhrif á framleiðslu í landbúnaði, en yrði náttúrunni örugglega til góða. Bændasamtök í Kaliforníu til liðs við Monsanto Frá Bandaríkjunum berast nú þær fréttir að Monsanto og félög korn-, maís- og sojabænda á vesturströnd Bandaríkjanna hafa nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki fyrir að krefjast þess að vörur sem innihalda glyfosat séu merktar með varúðarmerkingum um að þau geti verið krabbameinsvaldandi. Bændasamtök á svæðinu, sem eru fulltrúar fyrir maís-, soja- og kornbændur og Monsanto vísa því á bug að efnið sé hættulegt og segja að það sé ekki glyfosat sem orsaki krabbamein. Þess vegna hafa þau ákveðið að fara í mál við yfirvöld því þau halda því fram að varúðarmerkingarnar muni verða til þess að fölskum upplýsingum sé haldið að fólki. Athyglisvert er að bandarísk bændasamtök skuli vera í liði með Monsanto um að fá að halda áfram að nota eiturefnin óáreitt. Er þetta þvert á baráttu þeirra sem vilja auka framleiðslu á heilnæmum matvælum sem séu laus við öll eiturefni. Í Evrópu hafa sumir bændur farið sömu leið og berjast þar fyrir áframhaldandi heimild til notkunar á glyfosati, m.a. í Bretlandi og Þýskalandi. Bændur í Evrópu eru þó langt í frá sammála um þetta og lífrænir bændur hafa farið fremstir í flokki andstöðu við notkun slíkra efna. Á Íslandi hefur ekki reynt sérstaklega á þetta enda hefur Roundup sáralítið verið notað hér í landbúnaði og erfðabreytt korn er m.a. bannað í sauðfjárrækt. Mest af því sem flutt hefur verið inn af Roundup og skyldum efnum hefur verið notað í görðum í þéttbýli. Decamba eyðileggur uppskeru í Bandaríkjunum Umhverfisverndarstofnun Banda- ríkjanna hóf í haust auknar kröfur varðandi notkun á ofureiturefninu Dicamba frá Monsanto. Var það gert eftir úðun þess yfir akra með dicambaþolnum sojabaunum (dicamba-resistant soyabeans) þar sem uppskeran á 1,2 milljónum hektara eyðilagðist. Efnið reyndist sem sagt það eitrað að það drap allt líf á akrinum, bæði illgresið og nytjajurtirnar. Í Kanada skemmdist líka uppskera vegna notkunar á Dicamba, en þó ekki í eins miklum mæli og í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa samt ekki séð ástæðu til að herða reglurnar og segjast þegar hafa sett reglur sem eigi að hindra að úðun berist yfir nálæg svæði. Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.