Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017
Bill Gates kaupir land undir snjallborg í Arizona:
Þar verður allt byggt á ýtrustu samskipta-
og flutningatækni framtíðarinnar
Bill Gates, stofnandi Microsoft og
um árabil ríkasti maður heims,
hefur í gegnum fjárfestingarfélag
sem hann stýrir keypt 10.000
hektara land (25.000 ekrur) nærri
Phonix í Arizona. Þar hyggst hann
reisa eins konar tilraunasamfélag,
eða snjallborg.
Hann hefur þegar tekið til
hliðar 80 milljónir dollara (um 8,3
milljarða króna) til að hanna nýju
snjallborgina, „smart city“, að því er
fram kom á vefsíðu blaðsins Popular
Mecanics 12. nóvember síðastliðinn.
Landið sem hann hefur tryggt sér
er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
vestan við borgina Phonix. Hann
hefur þegar valið nafn á bæinn og á
hann að heita Belmont.
Öll nýjasta tækni
„Belmont mun framkalla framsýnt
hugsandi þjóðfélag þar sem
hryggjarstykkið verður allra nýjasta
tækni í samskiptum og innviðum
sem hannað verður í kringum
háhraða netkerfi, gagnaver, nýja
framleiðslutækni, dreifitækni,
sjálfakandi bíla og sjálfvirkar
flutningamiðstöðvar.“ Kom þetta
fram í tilkynningu frá Belmont
Partners sem er fjárfestinga- og
fasteignafélagið sem stendur á bak
við verkefnið.
Þjóðvegur I-11 tengir Belmont-
svæðið við Las Vegas og þykir
staðsetningin því kjörin fyrir þetta
nýja tæknivædda samfélag, að mati
Ronald Schott, yfirprófessor hjá
tækniráði Arizona.
Af 10.000 hektara svæði verða
1.520 hektarar (3.800 ekrur) notaðar
undir verslanir, skrifstofur og
atvinnustarfsemi. Aðrir 180 hektarar
verða nýttir undir skóla og þá á að
vera eftir nægt pláss fyrir 80.000
íbúðir.
Ekki fyrsta tilraunasamfélagið
Hugmynd um tilraunasamfélag
í ætt við Belmont er ekki ný af
nálinni. Á áttunda áratug síðustu
aldar var reist tilraunasamfélag í
um klukkustundar akstursfjarlægð
norður af Phonix, sem byggt var
af arkitektinum Paoli Soleri.
Hugmyndafræði Soleri byggðist
á samspili arkitektúrs og vistfræði
sem kallað er „arcology“.
Er sagt að þessi bær hafi verið
hvatinn að hugmyndinni um
plánetuna Tatooine sem birtist í
fyrstu Star Wars-kvikmyndinni
1977. Ólíklegt er þó talið að Belmont,
snjallborg Bill Gates, muni byggja
á svipuðum fagurfræðihugmyndum
og útlitsmetnaði og bær Soleri.
Hugmyndalega verður þó örugglega
enginn skortur á framúrstefnulegum
tæknilausnum í nýju borg
snillingsins Gates.
Trúlega hefði ekki verið ónýtt
fyrir hann að hafa við hlið sér í þessu
verkefni sinn fyrrum samstarfsfélaga
og síðar aðalkeppinaut, Steve heitinn
Jobs. Margir telja að ef þeir hefðu
aldrei kynnst og unnið saman þá
hefðu fyrirtækin Apple og Microsoft
aldrei orðið að þeim risaveldum sem
þau svo urðu. /HKr.
TÆKNI&VÍSINDI
Þarna mun snjallborg Bill Gates væntanlega rísa í Arizona.
Hugsuðirnir og framkvæmdamennirnir Steve Jobs og Bill Gates meðan allt
lék í lyndi á milli þeirra. Mynd / 60 Minutes
Bill Gates að kynna framtíðarsýn sína fyrir nokkrum árum á ráðstefnu í Þýskalandi. Mynd / HKr.
Kínverjar breyta eyðimörk í ræktarland
Kínverjar gera nú tilraunir með
að breyta eyðimerkursandi í
ræktarland fyrir nytjaplöntur,
eins og sólblóm, korn, tómata
og sorghum korn. Planið var að
breyta 200 hekturum af sandi í
ræktarland á 6 mánuðum.
Vísindamenn hafa valið
sandeyðimörk í Innri-Mongólu
í norðanverðu Kína fyrir þessa
tilraun. Komust þeir að því að þrátt
fyrir auðnina uxu í sandinum yfir 70
tegundir af ýmiss konar jurtum án
nokkurra afskipta mannsins.
Lykillinn að því að þetta heppnist
er tækni sem þróuð hefur verið hjá
Shanxi Datong-háskólanum (SDU).
Þar bjuggu vísindamenn til kvoðu
sem myndast annars á náttúrulegan
hátt innan í stilkum jurta. Með því
að blanda kvoðunni við sand getur
blandan dregið til sín og haldið
vatni, næringarefni og súrefni.
Kostnaðurinn við að framleiða
efnið og vélar sem til þarf svo
hefja megi ræktun í sandi er að
mati vísindamannanna minni
en kostnaður við að stunda
umhverfisvæna akuryrkju við
eðlilegar aðstæður.
Samkvæmt frétt CCTN um
málið í september hugðust
Kínverjar nú í haust rækta upp
200 hektara sandauðn. Vonast er
til að hægt verði að rækta upp 13
þúsund hektara til viðbótar innan
örfárra ára. Þá reikna menn með að
einnig sé hægt með þessari tækni
að endurlífga um 50% af hnignandi
skógum í Kína.
Ekki kemur þó fram í fréttinni
hvernig menn hyggjast fæða
safnholurnar með vatni, sem bora
þarf í sandinn og fá þannig vatn
fyrir fyrrnefnda kvoðu og jurtirnar
sem rækta á.
Í fréttinni sést m.a. hvernig
menn bora holur í sandinn með
dráttarvélarbor. Niður í holurnar
fara svo sérstakir hólkar sem virðast
vera í líkingu við sjálfvökvandi
blómsturpotta og vörn til að vatnið
gufi ekki upp. Þar sést maður láta
renna úr vatnsslöngu í slíkan hólk
á tilraunasvæði. Hvaðan vatnið á
svo að koma inni í miðri eyðimörk
er ekki skýrt frekar í frétt CCTN.
Aðferðin þykir samt lofa góðu. –
Vissulega stórmerk tíðindi ef hægt er
að breyta eyðimörkum í ræktarland
með sjálfbærum hætti og án þess að
ganga á grunnvatn svæðisins.
/HKr.
Borað í sandinn. Skjáskot úr frétt CCTN. Búið að planta í skipulegan gróðurreit í sandinum.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar
vökvunarhólk.
Kínverjar áætla að hægt sé að endurheimta um 50% af hnignandi skóglendi
í landinu með sömu aðferðum.