Bændablaðið - 30.11.2017, Side 42

Bændablaðið - 30.11.2017, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Nýlega var hafinn innflutningur á Hattat dráttarvélum frá Tyrklandi. Fyrirtækið framleiðir meðal annars dráttarvélar fyrir Valtra sem seldar eru á alþjóðamarkaði og Massey Ferguson fyrir Tyrklandsmarkað. Fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1971 var sett á stofn fyrirtæki í Istanbul í Tyrklandi sem ætlaði að framleiða landbúnaðartæki. Fyrirtækið fékk heitið Hema Endustry A.S. og framleiddi í fyrstu, auk landbúnaðartækja, herflutningabíla. Sama ár var stofnað annað fyrirtæki í Tyrklandi sem fékk nafnið Ve Ticaret og framleiddi dráttarvélar með sérleyfi frá Ford. Árið 1990 rann leyfið út og hóf fyrirtækið þá framleiðslu á dráttarvélum fyrir Hema. Árið 2001 hóf Hema eigin framleiðslu á dráttarvélum með leyfi frá Universal (UTH) í Rúmeníu. Skömmu síðar breytti Hema nafninu í Hattat Traktör, en Hattart mun vera tyrkneskt ættarnafn fjölskyldunnar sem á fyrirtækið. Dráttarvélarnar sem fyrirtækið framleiddi voru annaðhvort kallaðar Hattat Universal eða Universal með Hattat nafninu undir, allt eftir því á hvaða markaði traktorarnir áttu að seljast. Framleiða með leyfi frá MF og Valtra Hattat framleiðir dráttarvélar með leyfi frá og fyrir Valtra og Massey Feguson en bæði fyrirtækin eru hluti af AGCO. Hattat er einnig umboðsaðili Ferarri í Tyrklandi. Árið 2003 tryggði Hattat sér samning við AGCO um framleiðslu á Valtra A-týpunum og í dag eru Valtra dráttarvélar framleiddar af Hattat í Tyrklandi seldir út um allan heim. Auk þess sem frá 2008 hafa dráttarvélar í Valtra A seríunni, 50 til 100 hestöfl, líka verið framleiddar og markaðssettar undir heiti Hattat. Árið 2009 veitti AGCO Hattat leyfi til að framleiða Massey Ferguson í Tyrklandi. Hattat framleiðir einnig dráttarvélar sem byggðir eru á hönnun Ford sem kallast Euro-F, eða Chaman Ford og eru seldir á markaði í Mið-Austurlöndum. Auk þess sem fyrirtækið selur dráttarvélar undir heitinu Tractores BM eða BM til Úrúgvæ í Suður-Ameríku. Perkins mótor Hattat framleiðir mótor fyrir Perkins og í sumum tilfellum bera þeir Hattat nafnið og það eru Perkins mótorar í dráttarvélunum frá Hattat. Fyrirtækið framleiðir einnig íhluti fyrir bíla og flugvélar um allan heim Hattat á Íslandi Vallarbraut í Reykjavík, sem flytur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hóf nýlega innflutning á Hattat traktorum frá Tyrklandi sem eru 50 til 102 hestöfl. Hattat traktorarnir sem fluttir eru inn til Íslands eru ekki með Commonrail olíukerfi og því engar tölvustýringar sem geta truflað það. Fyrir vikið eru vélarnar ekki eins sparneytnar og margar aðrar dráttarvélar en þeim mun auðveldara er að gera við þær. /VH Hattat – tyrkneskir traktorar FPT Industrial kynnti nú í nóvember í fyrsta sinn í Evrópu NEF 6 cylinders metangasvél (Natural Gas – NG) á landbúnaðar- sýningunni Agri technica í Hannover í Þýskalandi. Þessi frumgerð vélarinnar er það sem FPT Industrial kallar „Naturally powerful“ og stendur fyrir hámarks hreinleika á orkulausnum sem eru sérhannaðar fyrir sjálfbæran landbúnað. Fyrir bændur sem eiga möguleika á að framleiða sitt eigið eldsneyti. Gasknúna vélin sem kynnt var á Agritechnica-sýningunni í Hannover er sögð skila sama afli og togkrafti og sambærileg dísilvél. Einnig á endingin að vera sambærileg sem og viðhald. Í útblæstri skilar vélin að lágmarki 10% minni CO2 í samanburði við dísilvélar og er útlásturinn sagður nálægt núlli þegar notað er lífgas. Þá er mengunin frá vélinni sögð í heild vera 80% minni en í sambærilegri dísilvél. Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði metangasknúinna véla og hefur selt yfir 30 þúsund NG vélar um allan heim. Þá er FPT Industrial einnig frumkvöðull í að kynna notkun á sérhæfðum metangasvélum til notkunar í dráttarvélar fyrir torfærur. FPT Industrial er fyrirtækjamerki undir hatti CNH International sem varð til úr samruna International Harvester, Case og New Holland. Yfir 8.000 manns starfa hjá FPT Industrial í tíu verksmiðjum og sjö rannsóknar- og þróunarmiðstöðvum. Sölukerfi fyrirtækisins nær til nær 100 landa. Í boði er lína 6 ólíkra aflvéla frá 42 – 1.0086 hestöfl. Einnig skiptingar með hámarkstog upp frá 200 upp í 500 Newtonmetra. Þá býður fyrirtækið framöxla frá 2-32 tonna brúttóþyngd. /HKr. FPT Industrial á Agritechnica í Hannover: Minna mengandi metangasvél fyrir sjálfbæran landbúnað NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover. TÆKNI&VÍSINDI Breska fyrirtækið The Drone Aerial Operators Group hefur sérhæft sig í að þróa dróna sem nýtast til landbúnaðar og bjóða bændum upp á þjónustu með tækjunum. Flygildi eru framtíðarverkfæri í landbúnaðinum Miklar tækniþróanir og nýjungar eiga sér stað í landbúnaði á ári hverju og verður þess ekki lengi að bíða að vélmenni taki yfir mörg af þeim störfum sem hann skapar og jafnvel sjálfstýrandi farartæki, hver veit? Ein af þeim tækninýjungum sem ryðja sér til rúms úti í hinum stóra heimi við landbúnaðarstörfin eru drónar, eða flygildi, sem hægt er að nota til ýmissa mælinga á landbúnaðarsvæðum. Breska fyrirtækið The Drone Aerial Operators Group hefur sérhæft sig í að þróa dróna sem nýtast til landbúnaðar og bjóða bændum upp á þjónustu með tækjunum. „Við erum búnir að vera í þessum bransa, það er að segja, að þróa dróna og vinna með þá í um 10 ár en síðastliðin tvö ár höfum við einblínt á landbúnað og sjáum mikla möguleika þar. Sjálfir eigum við sveitabæ og fjölskyldan er með bú þar sem við getum gert tilraunir á okkar hugmyndum með drónana og notkun þeirra í landbúnaði er ört vaxandi iðnaður með mikil tækifæri,“ segir Jack Wrangham, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Drónar og vélmenni framtíðin Fyrirtækið þjónustar bændur sem óska eftir aðstoð dróna við framleiðslu sína en einnig selja þeir hátæknilega dróna til viðskiptavina sinna með þjálfun og stuðningi svo bóndinn fær góða leiðsögn frá byrjun. „Það er hægt að nota dróna til að fylgjast með uppskerunni, til dæmis með því að finna út svæði sem virðast vera veikleikar eða sýkingar á og bregðast við því. Einnig er hægt að nota þá til að mæla næringarefni og til að búa til kort yfir hlutfall þeirra á hverju svæði. Drónarnir geta einnig fundið illgresi og sjúkdóma sem getur verið mjög hjálplegt og þeir geta sprautað varnarefnum. Einnig höfum við notað þá til að skoða eða fara yfir landbúnaðarbyggingar og til að mæla ákveðin svæði og svo framvegis,“ útskýrir Jack og segir jafnframt: „Það sem er þó mikilvægt í meðhöndlun á drónum er að það er nauðsynlegt að fá þjálfun við notkun þeirra til að fá sem mest út úr þeim. Það er tiltölulega auðvelt að nota þá en það er ekki eingöngu hægt að taka einn upp úr jörðinni og leggja af stað í verkefni. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að drónar verði í notkun á sveitabæjum alla daga þar sem gögnum verður komið í gegnum þá yfir til vélmenna á jörðu niðri sem munu úða eingöngu á þau svæði sem þarf á að halda. Þetta sé ég fyrir mér í nánustu framtíð og ég hef trú á að þegar þróunin fer fyrir alvöru af stað þá gerist þetta nokkuð hratt.“ /ehg „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að drónar verði í notkun á sveitabæjum alla niðri sem munu úða eingöngu á þau svæði sem þarf á að halda,“ segir Jack Wrangham, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.