Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 45

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 það frævur, blómið lokar sér eftir tvo til þrjá tíma og helst lokað þar til daginn eftir en þá skartar það fræflum sem gefa af sér frjó. Eftir það lokar blómið sér endanlega og hafi frævurnar frjóvgast myndar tréð aldin. Undur og fegurð grasafræðinnar eru takmarkalaus. Aldinið kallast avókadó, eða lárpera. Húðin slétt eða hrjúfótt, græn og stundum með svörtum, gulum eða rauðleitum blæ, egg-, hnatt- eða kúlulaga og eru samkvæmt grasafræðinni stór ber með einu stóru fræi. Yfirleitt 7 til 20 sentímetra löng og 150 til 1000 grömm að þyngd eftir yrkjum. Kjöt aldinsins er gulgrænt og inniheldur meiri fitu en nokkur annar ávöxtur eða grænmeti. Megnið af fitunni er ómettuð og því ekki hörð fita. Þrátt fyrir að fræ villtra lárviðartrjáa hafi verið minni en ræktaðra trjáa voru þau talsvert stór. Vegna þess hefur vafist fyrir þeim sem láta sig slíkt varða hvernið plantan dreifist í náttúrunni. Sennilegasta skýr- ingin er að stórir grasbítar hafi gleypt fræin og seinna skilað þeim í lífrænum áburðarpúða langt frá móðurplöntunni. Það skýrir þó ekki hvernig fræið, sem er tiltölulega auðmelt, þoldi að fara í gegnum meltingarveg dýranna óskemmt. Lárperutrjám í ræktun er fjölgað með ágræðslu. Trén gefa af sér aldin á fjórða til sjötta ári og að jafnaði gefur hvert tré í ræktun af sér 120 aldin á ári og uppskera á hektara getur farið í 20 tonn við góðar aðstæður. Í trjánum eru ensím sem draga úr ofþroska aldinanna og geta ræktendur því „geymt“ aldinin á trjánum í allt að sjö mánuði. Strax eftir að aldinið er tekið af trénu byrjar það að þroskast. Þyngsta lárperualdin sem vitað er um vó 1,3 kíló og óx á tré í Suður-Afríku. Trén þrífast best í næringarríkum jarðvegi við 18 til 25° á Celsíus. Þau þola illa mikinn vind en til eru yrki af lárperutrjám sem þola allt að -6°á Celsíus í stuttan tíma. Helstu yrki í ræktun Rannsóknir benda til að lárperutré hafi verið tekin til ræktunar á þremur mismunandi stöðum í Mið-Ameríku á svipuðum tíma þar sem nú eru Mexíkó, Gvatemala og eyjar í Vestur-Indíum og að ólík ræktunaryrki hafi breiðst út þaðan með fólki. Til er fjöldi afbrigða, yrkja og staðbrigða af lárperutrjám sem hver um sig hefur sín sérkenni þegar kemur að stærð, lögun, lit, ilm, bragði og áferð. Algengasta yrkið í ræktun kallast 'Hass' og er aldin þess um 80% af lárperum á heimsmarkaði. Allir einstaklingar yrkisins eru komnir af sömu móðurplöntu sem avókadó-áhugamaðurinn Rudolph Hass í Kaliforníu ræktaði upp og fékk einkaleyfi á árið 1935. Ekki er vitað af hvaða undirtegund móðurtréð var en það drapst vegna rótarfúa árið 2002. Aldin yrkisins eru 150 til 250 grömm að þyngd og húðin hrjúfótt með svörtum blæ. Talið er að ríflega 80 milljón tré af yrkinu séu í ræktun víða um heim. Helsti gallinn við 'Hass' er að yrkið gefur ekki hámarksuppskeru nema annað hvert ár og á það til að taka sér eins árs hlé milli blómgana. Yrkið 'Choquette' sem ræktað var upp af fræi í Miami í Flórída ber mörg og stór aldin auk þess sem það er laust við margar óværur sem herja á lárviðartré. Vinsælt yrki í heimaræktun. 'Gwen' er blendingur milli 'Hass' og 'Thille' frá 1982 sem gefur af sér fleiri en minni aldin en 'Hass'. Aldinið er hnattlaga og 100 til 200 grömm að þyngd. Húðin er smáhrufótt og ljósgræn og kjötið með hnetukeim. 'Lula' er fræplanta sem talið er að sé afkomandi lárperutrjáa frá Mexíkó og Gvatemala. Aldinin eru feit og þykja bragðgóð. Algengt rótaryrki við ágræðslu. Yrkið 'Maluma' er fræplanta sem upprunnin er á Suður-Afríki kom á markað árið 1990. Plantan fannst fyrir tilviljun og tekið til ræktunar og ekkert er vitað um ætterni hennar. 'Pinkerton' er blendingur milli 'Hass' og 'Rincon' sem var ræktaður upp í Kaliforníu á sjöunda áratug síðustu aldar. Aldinið er stórt en fræðið minna en hjá móðurplöntunum. Húð aldinsins ljós í fyrstu en dökknar við aukin þroska. Aldinið bragðgott og feitt. Yrkið 'Reed' er komið af fræplöntu sem tekin var til ræktunnar af James Reed í Kaliforníu árið 1948. Fremur lágvaxið yrki sem verður fjórir til fimm metra að hæð. Aldinið er stórt og hnöttótt að lögun. Húðin gljádökkgræn og með slétta áferð og kjötið með hnetukeim. Af öðrum yrkjum má nefna 'Bacon', 'Brogden', 'Ettinger', 'Monroe', 'Zutano' og 'Sharwil' sem er upprunið á Nýja Sjálandi. Flest ofangreind yrki er fremur ný komin fram á sjónarsviðið en dæmi um eldri ræktunaryrki eru 'Challenge', 'Dickinson', 'Kist', 'Queen', 'Rey', 'Royal', 'Sharpless' og 'Taft'. Nafnaspeki Víða um Mið- og Suður-Ameríku kallast aldinið awa gualt en það heiti mun vera dregið af orðinu ahuacacuahalt sem þýðir tré sem ber eistu og vísar til lögunar aldinsins og hugmyndarinnar um kynörvandi áhrif þess. Réttnefni trésins er því eistnaaldinstré. Spánverjar breyttu nafninu á avocado og hefur það heiti fest við aldinið á mörgum tungumálum. Íslenska heitið lárpera er líklega hingað komið úr dönsku eins og svo margt annað gott. Saga og nytjar Lárviðartré er manngerð planta og finnst ekki lengur í náttúrunni. Elstu leifar um neyslu avókadós eru frá Perú og taldar vera allt að 15.000 ára gamlar. Við fornleifarannsóknir í Oaxaca í Mexíkó hafa fundist lítil og nánast hnöttótt fræ villtra lárviðartrjáa. Fræin eru talin vera frá því milli 6.000 og 5.000 árum fyrir Krist eða um svipað leyti og ræktun trjánna hófst í Mið- Ameríku. Aldinið var í miklum metum hjá Mæjum og Astekum. Lyktin af blöðum sumra yrkja minnir á anís og notuð sem krydd eða vafin utan um mat sem bakaður er í ofni. Elsta evrópska lýsingin á avókadó í riti er eftir Gonzalo Fernandez de Oviedo y Valdés í bók sem kallast Sumario de la natural historia de las Indias og er frá 1526. Spænskir sjófarendur fluttu með sér fyrstu lárperutrén eða fræ þeirra til Spánar 1601. Fyrstu lárperutrén bárust til Indónesíu 1750, eyjunnar Máritíus 1780, Brasilíu 1809, Suðurríkja Norður-Ameríku 1825 og til Suður-Afríku og Ástralíu á síðasta áratug nítjándu aldar. Ræktun á þeim hófst fyrir botni Miðjarðarhafs 1908. Mexíkó hóf fyrst útflutning á avókadó til Bandaríkjanna skömmu fyrir aldamótin 1900. Bandaríkjastjórn lokaði fljótlega á innflutning á þeim forsendum að með aldininu gæti borist ávaxtafluga sem væri skaðleg ávaxtarækt í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Í kjölfarið lokaði Mexíkó á innflutning á korni frá Bandaríkjunum. Samningar náðust síðar um gagnkvæm viðskipti með avókadó og korn milli ríkjanna og hafa vinsældir avókadós aukist jafnt og þétt síðan þá. Þrátt fyrir að fyrstu evrópsku landafundamennirnir hafi kynnst avókadó hjá frumbyggjum Mið- Ameríku var aldinið nánast óþekkt í Evrópu og annars staðar í heiminum þar til eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lárpera í munni og maga Yfirleitt er avókadó borið fram hrátt og flestir þekkja guacamole- ídýfu og að nota lárperu í salat. Í Brasilíu, Víetnam og Indlandi er avókadó vinsælt í mjólkurhristing og eftirrétti. Í Eþíópíu er aldinið maukað í djús með sykri, vatni og sítrónusafa. Ástralir og Nýsjálendingar smyrja avókadó á brauð og borða það með sushi eða kjúklingum. Í Mexíkó og Mið-Ameríku þykir gott að blanda hrísgrjónum og avókadó saman og borða með kjöti og í Perú er þess neytt með fiski. Einnig er gott að setja avókadó á hamborgara og hafa með pylsum ásamt hráum lauk. Ræktun í heimahúsum Auðvelt er að koma fræi, eða steinum eins og Íslendingar kalla fræ úr ávöxtum iðulega, til og rækta upp lárperutré í heimahúsum. Nóg er að taka fræið úr aldininu og stinga því að hálfu leyti niður í frjóa mold og halda moldinni rakri og geyma pottinn á björtum og hlýjum stað. Líka má stinga tveimur til þremur tannstönglum í fræið og láta það standa í staupi hálft á kafi í vatni. Breiðari endinn stal vísa niður. Sé gætt að vökvun klofnar fræið eftir nokkra daga og niður af því kemur rót og upp úr því blöð. Best er að rækta plöntuna í góðri og frjósamri mold á björtum stað en ekki beinni sól, og vökva reglulega. Plönturnar eru blaðfallegar en ólíklegt er að hún gefi af sér aldin þrátt fyrir að slíkt sé ekki ómögulegt. Lárpera á Íslandi Fljótt á litið virðist sem fyrst sé minnst á avókadó eða lárperu í dagblaði hér á landi árið 1970 og þá í auglýsingu. Á þeim tæpu fimmtíu árum sem liðin eru síðan þá hafa vinsældir aldinsins hér á landi aukist gríðarlega og þær þykja orðið eins sjálfsagðar og blóðmör og lifrarpylsa þóttu í eina tíð. Í aldininu er eitt stórt fræ og auðvelt er að rækta avókadó upp af slíku fræi. Algengasta yrkið í ræktun kallast 'Hass' og er aldin þess um 80% af lárperum á heimsmarkaði. Til er fjöldi afbrigða, yrkja og staðbrigða af lárperutrjám sem hver um sig hefur sín sérkenni þegar kemur að stærð, lögun, lit, ilm, bragði og áferð. Blóm lárperutrjáa eru eitt af undrum náttúrunnar. Lárperutré gefa af sér aldin á fjórða til sjötta ári og að jafnaði gefur hvert tré í ræktun af sér 120 aldin á ári og uppskera á hektara getur farið í 20 tonn við góðar aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.