Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 52

Bændablaðið - 30.11.2017, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 30. nóvember 2017 Dr. Carol Christiansen, einn af skipuleggjendum Shetland Wool Week, bauð Þingborgarkonum að koma á Ullarvikuna og halda námskeið, þá helst tengt lopa og íslensku lopapeysunni. Sömuleiðis vorum við beðnar um að halda fyrirlestur um tilurð Þingborgar og starfið í dag. Tólf Þingborgarkonur lögðu því af stað frá Keflavík þann 22. september sl. og lentu í Aberdeen. Þar gistum við í eina nótt og sigldum svo daginn eftir með ferjunni „Hjaltland“ til Leirvíkur á Hjaltlandi, með viðkomu í Kirkwall á Orkneyjum og lagt að bryggju í Leirvík kl. 7 um morguninn. Dagurinn fór svo í að kanna bæinn og hitta forsvarsmenn Ullarvikunnar, en fyrsta námskeiðið af þrem var strax morguninn eftir. Þrjú námskeið Við héldum þrjú námskeið, þau seldust upp um leið og þau voru auglýst í vor. Þátttakendur á þeim voru flestir frá Bretlandseyjum en einnig frá t.d. Noregi, Sviss, Ástralíu, Kanada, Portúgal og Þýskalandi. Tvö fyrri námskeiðin voru um lopaprjón og uppbyggingu íslensku lopapeysunnar, þátttakendur fengu lopa og gögn með uppskrift að peysu og þar var einnig hægt að teikna eigið mynstur. Margrét Jónsdóttir og Katrín Andrésdóttir önnuðust undirbúning þessa námskeiðs, mikil ánægja var með það og nægur tími gafst til kennslunnar. Einnig buðum við upp á pakkningu með kraga í lopapeysustíl, ágætt verkefni til að æfa sig í lopaprjóni. Lopaprjón er svolítið séríslenskt og það er öðruvísi að prjóna úr lopa en spunnu bandi. Okkur kom á óvart hve margar reyndar prjónakonur höfðu veigrað sér við að prjóna úr plötulopa, þarna getum við gert betur með kynningu og kennslu. Þriðja námskeiðið var um Hafsjalið sem Katrín hannaði. Á því námskeiði gafst fólki kostur á að kaupa tilbúna pakkningu, uppskrift og Þingborgarband (Dóruband) sem Halldóra Óskarsdóttir litar. Allir keyptu sér pakka og sumir fleiri en einn. Þessar pakkningar fást núna í Þingborg, einnig er auðvitað hægt að kaupa uppskriftina og liti að eigin vali. Fyrirlesturinn Fyrst sagði Hildur Hákonardóttir frá tilurð og hugmyndafræði Þingborgar. Það kemur enginn að tómum kofunum þar sem Hildur er annars vegar og var erindi hennar mjög fróðlegt og skemmtilegt. Katrín talaði svo um sameiginlegan arf okkar Hjaltlendinga, norræna stuttrófuféð, íslenska fjárstofninn og litaflóru fjárins, um íslensku ullina, vinnslu hennar og sérstaklega þá hvernig hún er nýtt í Þingborg. Margrét greindi síðan frá starfinu í Þingborg og hvernig starfsemin hefði þróast. Verslunin í Þingborg gengur mjög vel og viðskiptavinirnir kunna vel að meta þá gæðavöru sem þar er á boðstólum. Húsfyllir var á fyrirlestrinum og komust færri að en vildu, okkur var sagt að þetta væri stærsti viðburður á Shetland Wool Week frá upphafi! Á öðrum kvöldfyrirlestri kynnti Hildur Hákonardóttir bók sína um kljásteinavefstaðinn. Meðhöfundar Hildar og með henni á myndinni eru þær Elizabeth Johnston og Marta Kløve Juuhl. Í víking til Hjaltlandseyja – Sunnlenskar ullarkonur kynntu sér Breska ullarátakið – Campaign for Wool • Ull er náttúrulegt efni, er liður í kolefnishringrásinni og bindur þannig CO2. Lífræn kolefnissambönd eru u.þ.b. 50% af þyngdinni. • Ullarföt eru bestu náttúrulegu skjólklæðin í öllum veðrum. • Á hverju ári vex sauðkindinni nýtt reyfi, ullin er því endurnýjanleg auðlind. • Auðvelt er að eyða ull þar sem hún er fullkomlega lífbrjótanleg. Ullarframleiðendur leitast stöðugt við að bæta meðferð og nýtingu ullarinnar, markmiðið er að gera ullariðnaðinn sjálfbæran til framtíðar. Hvers vegna er ullin einstök? Sauðfjárbóndi á Hjaltlandseyjum að gefa kindunum sínum eitthvert góðgæti. Myndir / Páll Imsland. Nöfn þátttakenda á Ullarvikunni hengdar á prjóna sem sýna hvaðan þeir komu. Hér vantar þó Ástralíu. Námskeiðin fóru fram í Islesburgh Community Center sem er myndarlegt félagsheimili í Leirvík. Hafsjal. Mesta athygli okkar vakti hins vegar Uradalebandið. Ullin er frá þrem lífrænt vottuðum sauðfjárbýlum sem búa með hjaltneskt sauðfé, margir tónar af sauðalitum og sömuleiðis band litað með lífrænt vottuðum aðferðum. Þetta Húsfyllir var á fyrirlestrinum og komust færri að en vildu, okkur var sagt að þetta væri stærsti viðburður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.