Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 7 LÍF&STARF Bændamarkaður á Hofsósi Bændamarkaður á Hofsósi er samfélags- og tilraunaverkefni á vegum Matís í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði. Markaðurinn er haldinn í hinu sögulega Pakkhúsi, í gamla þorpskjarnanum Hofsósi, en það er talið vera frá árinu 1777 og er hluti af Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Gerður var samningur við safnið um nýtingu Pakkhússins til verkefnisins. Markmið markaðarins er að skapa vettvang fyrir aukið aðgengi nærsamfélagsins og gesta að afurðum skagfirskra auðlinda, matarmenningu staðarins og menningarsögu. Um leið skapar markaðurinn bændum og framleiðendum leið til kynningar og aukinnar sölu afurða sinna í takt við væntingar neytenda, sem kjósa í auknum mæli afurðir úr nærumhverfi með þekktan uppruna. Stefnt er að því að afurðir bænda og framleiðenda markaðarins verði jafnframt aðgengilegar í vefverslun á milli þess sem markaðurinn er opinn. Þátttaka að kostnaðarlausu Bændur og framleiðendur alls staðar að úr Skagafirði bjóða afurðir sínar beint frá býli á markaðnum og er þátttaka þeim að kostnaðarlausu. Bændurnir og framleiðendurnir sjálfir sjá um sölu og kynningu afurða sinna, og miðla þannig um leið matarmenningarhefðum og sögu staðarins. Meðal þess sem hefur verið í boði er lambakjöt, nautakjöt, geitakjöt, grafið og reykt kjöt, ferskur fiskur, siginn fiskur, kæstur hákarl, harðfiskur, hænuegg, andaregg, kornhænuegg, skagfirskt hunang, grænmeti, kryddjurtir, sumarblóm, afskornar rósir, snyrtivörur úr skagfirskum afurðum og jurtum, bætiefni úr lambalifur, innmat og jurtum, handverk og fleira. Á Bændamarkaðnum á Hofsósi má upplifa sanna skagfirska stemningu, þar sem matur og matarhefðir, handverk og menningarsaga staðarins fer saman í hinu menningarsögulega Pakkhúsi. Opið á laugardögum milli kl. 13 og 16 Bændamarkaðurinn Hofsósi opnaði fyrst laugardaginn 30. júní sl. og er opinn á auglýstum laugardögum kl. 13–16. Nánari upplýsingar um markaðinn og opnun má sjá á Facebook-síðu markaðarins: Bændamarkaður Hofsósi. Forsvarsmaður og verkefnisstjóri markaðarins er Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, sem staðsett hefur verið í Skagafirði á vegum Matís undanfarið ár. Nýtt fjós á Syðri-Bægisá reist á rúmu ári – Gamla fjósið var orðið úrelt og of kostnaðarsamt að breyta því „Það hefur örugglega hvatt hann pabba frekar en hitt að ráðast í þessar fram- kvæmdir af því við Gunnella systir mín erum mjög áhugasamar um búskapinn,“ segir Jónína Þórdís Helgadóttir á Syðri- Bægisá í Hörgársveit. Þar á bæ var nýtt fjós tekið í notkun nýverið, sveitungum var boðið að skoða og var margt um manninn. Ábúendur á Syðri-Bægisá eru hjónin Helgi Bjarni Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, dætur þeirra, Gunnella, Jónína Þórdís og Hulda Kristín Helgadætur, amma þeirra systra, Hulda Aðalsteinsdóttir og tengdasynirnir Arnar Rafn Gíslason og Arnþór Gylfi Finnsson. 100 ára saga Helgi og Ragnheiður tók við búskapnum af foreldrum hans árið 1981 og hafa staðið fyrir búskap á jörðinni síðan. Steinn, faðir Helga, og Hulda, móðir hans, höfðu tekið við af foreldrum Steins árið 1951 og þótti búskapur þeirri vera til mikillar fyrirmyndar. Það var faðir Steins, Snorri, sem keypti jörðina á því herrans ári 1918, þannig að samfelld búskaparsaga hennar á Syðri-Bægisá nær yfir eina öld. Snorri var að leita sér að jörð til að búa á og fór m.a. í Skagafjörð í því skyni, en jörðin sem hann hafði augastað á þar var seld. Svo vel vildi til að á sama tíma var Syðri- Bægisá til sölu og Snorri keypti. Áhugi systranna hvatti pabbann Það tók nákvæmlega 13 mánuði að reisa nýju fjósbygginguna sem er 970 fermetrar að stærð, hafist var handa 13. júní í fyrra og verkinu lokið 13. júlí í sumar. Á Syðri-Bægisá eru nú 46 kýr í fjósi, en 70 básar eru í fjósinu og pláss fyrir 60 kálfa. Allur búnaður er frá Delaval; Mjaltaþjónn, mjólkurtankur, kjarnfóðurbásar, flórsköfuþjarkur, kálfafóstra, ljósabúnaður, innréttingar og básadýnur. Nýja fjósið leysir gamalt básafjós af hólmi, en það uppfyllti ekki lengur reglugerð um aðbúnað og velferð dýra. Líkt og gengur og gerist með bændur í þeirri stöðu var annaðhvort að hrökkva eða stökkva eins og þar stendur. Jónína Þórdís segir að gamla fjósið hafi verið úrelt og of kostnaðarsamt að breyta því. „Við systurnar, ég og Gunnella, erum afskaplega áhugasamar um búskapinn og eflaust hefur það gert útslagið þegar ákveðið var að byggja nýtt og stórt fjós hér frá grunni. Það hefur hvatt foreldra okkar í að ráðast í þessar framkvæmdir að sjá að yngri kynslóðin er tilbúin á hliðarlínunni,“ segir Jónína Þórdís. Kýrnar fljótar að aðlagast Hún segir að kýrnar, sem vanar séu básafjósi upp á gamla mátann, hafi verið fljótar að aðlagast við komuna í nýja fjósið. Einkum hafi hún tekið eftir því með yngri kýrnar, þær hafi verið snöggar til, „ætli það sé ekki eins með þær og mannfólkið, eru fljótari til að tileinka sér nýja tækni,“ segir hún. „Þetta var ógnarstórt stökk fyrir þær, gjörbreyting á öllu sem þær áður þekktu og voru vanar, en við tökum eftir að þær eru býsna snöggar að ná áttum. Flestar mættu sjálfar í mjaltir eftir svona viku.“ Hugurinn stefnir í að stækka búið Hugur er í ábúendum á Syðri-Bægisá að auka við búskapinn í kjölfar þess að nýtt fjós er tekið í gagnið. Undanfarin misseri hafa þau verið að kaupa kálfa og búa í haginn til framtíðar. „Við höfum verið að kaupa kvígur og kálfa, en höfðum ekkert pláss fyrir þá hér heima þannig að þeir voru geymdir hjá nágrönnum á einum fjórum bæjum síðastliðinn vetur því við höfðum ekki pláss í gamla fjósinu. Við höfum verið að sækja þá síðustu daga og þeir eru nú allir komnir heim. Að auki er gert ráð fyrir að um 11 kvígur beri á árinu og því fjölgar í bústofni sem þeirri tölu nemur þegar líður á árið. Enn fleiri munu bera á næsta ári, „þannig að við náum að vinna fjöldann upp nokkuð hratt og örugglega,“ segir Jónína Þórdís. /MÞÞ Nokkuð er um liðið síðan Davíð Hjálmar Haraldsson sendi mér efni til birtingar. Mér varð á að senda honum póst og spyrja hverju sætti. Viðbrögð hans urðu ágæt. Davíð var þá nýkominn heim eftir vikuferð í volki og vætu um Suðvesturland. Hér birtist ferðasaga hans býsna ítarleg og áhugaverð: Hvalfjörður bauð okkur raka og rok og regnvatnsár flæddu á brautum. Á hólum óx þari og hálfdrukknað brok en hrognkelsi þrifust í lautum. Marbendlar voru að sýsla með salt og söfnuðu þangi á blettum en stöðuvötn mynduðust úti um allt þar utan í lóðréttum klettum. Rúllubaggar reyndust liggja á túnum -þeir rollum eru gefnir eða kúnum- í fjölbreyttu og fögru vali lita og fjórir gulir eins og lambaskita. „Fjöllin á þessum slóðum eru mörg athyglisverð:“ Fjöllin eru þarfaþing, af þeim er hægt að skima. Á Grábrók efst ég gekk í hring. Geitur fá þar svima. Kætir mig að klífa fjöll; klettar hugann eggja. Man ég þau og mæri öll: Mjálma, Gelta, Hneggja. „Við Norðurá skoðuðum við m.a. Glanna og Paradís. Gaman var að bera saman í huganum hinn forna Eden og Paradís nútímans.“ Í Eden var hind og gylltur gnýr, af gekkóum meir en tugur, páfuglar, ljón og pokadýr. Í Paradís eru flugur. „Alrangt er að halda því fram að látlaust rigni syðra.“ Er til sólar sást um stund sumir virtust óðir uns boðað var á fræðslufund fólkið hér um slóðir. „Í sumarhúsi í Svignaskarði voru ýmsar komast milli herbergja.“ Lamir heima og lása maður smyr, leti kallast ef við þessu sleppum, en hérna þegar einhver opnar dyr, allir vita það í níu hreppum. „Fjörugt dýralíf var í Svignaskarði.“ Við Svignaskarð ég svaf við opinn glugga, á sældarlíf þar varpar nokkrum skugga að þótt ég hefði á flestu góða gát gump af mér og síðu lúsmý át. „Heimsókn í geitasetrið á Háafelli er stórfróðleg.“ Úr geitarhári gott er að gera band og prjóna. Úr kiðlingunum kemur tað. Klínist það í skóna. „Líklega er heppilegast að ganga heim eftir þessa ágætu dvöl hér.“ Þótt ég hlaupi heim um Kjalveg héðan beint úr sveitunum, horfið getur aldrei alveg af mér lykt af geitunum. fyrir í fjórum línum, þó má reyna.“ Það er um Suðvestrið sagt að sé þar og rakt. Þar sveimar mannætumý og mikið af því. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Ábúendur á Syðri-Bægisá í Hörgársveit buðu sveitungum að líta við og skoða nýja fjósið nú Mynd / Ágúst Óli Ólafsson Mynd / Jónína Þórdís Helgadóttir Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir á Syðri- Mynd / Áslaug Ólöf Stefánsdóttir Myndir / Rakel Halldórsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.