Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 15 Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða grindurnar með steinullareiningum fást mjög hlýleg og falleg hús sem eru fljótuppsett, endingargóð og illtendranleg. Ekki skemmir fyrir að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri. Ráðgjöf til viðskiptavina Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og fram- leiðslu húsanna. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Við framleiðum landbúnaðarbyggingar Fjós Fjarhús Hesthús KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5280 / klettur.is Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Það er ljóst að mikill uppskeru- brestur verður í landbúnaði í Noregi og á hinum Norðurlöndunum vegna hinna miklu þurrka- og hitatíma sem hafa geisað í sumar þar sem menn liggja nú á bæn fyrir úrkomutíð. Ástandið hefur víða áhrif, eins og í Noregi, þar sem fleiri gripir eru sendir til slátrunar, stjórnvöld setja í gang neyðaraðgerðir, um 30 nýir aðilar hefja nú innflutning á heyi en forsvarsmenn samvinnufélagsins Felleskjøpet segja þó ekki algert vonleysi í stöðunni. „Þetta er ekki algjörlega vonlaus staða en við höfum reiknað út nokkrar sviðsmyndir af þróun á gróffóðri seinna á þessu tímabili. Okkar útreikningar sýna að við getum komist af með norskt gróffóður til að viðhalda framleiðslunni ef norskur landbúnaður tekur sig saman um ráðstafanir nú þegar. Við höfum öll sameiginlegt markmið, að viðhalda framleiðslu og efnahag bóndans. Við getum viðhaldið framleiðslustigi með hjálp af gróffóðri og kjarnfóðri með því að bjarga hálmi, aðlaga fóðurstefnuna snemma og að endurdreifa gróffóðri,“ segir Trond Fidje, framkvæmdastjóri yfir landbúnaðarhluta Felleskjøpet, í samtali við norska Bændablaðið. Ellefu leiðir fyrir bændur á þurrkatímum Norski landbúnaðar- og matvælaráðherrann, Jon Georg Dale, fundaði með norsku Bændasamtökunum og Félagi smáframleiðenda í Noregi á dögunum þar sem ákveðið var að komið yrði á leiðum til að koma til móts við bændur sem verst verða úti á þessum miklu þurrkatímum. Leiðirnar eru 11 talsins og taka gildi eins fljótt og auðið er en þær eru: 1. Útborgun vegna uppskerubrests getur aukist frá 50–70%. 2.Forgangsraða hraðri af - greiðslu á bótaumsóknum vegna uppskerubrests. Bændur verða hvattir til að senda inn umsókn eins fljótt og umfang skaðans og upplýsingar liggja fyrir. 3. Undanþága verður veitt frá kröfu um fóðurupptöku í haga. Þetta getur gefið tækifæri til aukafóðurs í haga um leið og bóndinn getur tekið við hagabeingreiðslum. 4. Settir verða upp tímabundnir eftirlitsstaðir (hafnir) við innflutning á heyi og hálmi. 5. Reglugerðir á landsvísu vegna innflutnings á fóðri. Matvælaeftirlitið mun setja eftirlit í forgang vegna innflutnings á fóðri og veltu því tengdu. Kröfur vegna innflutnings á fóðri og hálmi frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða skoðaðar enn frekar. 6. Auka notkun á hálmi til fóðurs. Landbúnaðar- og matvælaráðuneytið mun ásamt samtökum í landbúnaði hvetja til þess að bændur passi upp á allan hálm sem mögulegt er til að hjálpa til í núverandi fóðuraðstæðum. 7. Notkun á matarkorni sem sáðkorni. Matvælaeftirlitið mun fara yfir umsóknir þess efnis fyrir árið 2019. 8. Veitt verður undanþága til að halda beingreiðslum á lífrænum svæðum með grænan áburð þrátt fyrir að svæðið sé notað fyrir fóður eða haga. 9. Veitt verður undanþága fyrir upp - skeru á svæðum sem hafa fjölbreytta gras- og blómaflóru og beingreiðslum komið á fyrir þennan flokk. 10. Íhuga að byggja upp stærri lager fyrir sáðkorn sem samvinnufélagið Felleskjøpet hefði umsjón með sem eftirlitsaðili markaðarins. 11. Stjórnsýsluyfirlit verður unnið fyrir uppskerubrestskerfinu. Ráðuneytið mun ásamt samtökum í landbúnaði fara yfir hvernig uppskerubrestskerfið mun ná yfir þarfir í framtíðinni. /ehg-Bondebladet Neyðaraðgerðir fyrir bændur í Noregi UTAN ÚR HEIMI Alls staðar er jörð skrælnuð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.