Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201840
Á Eyjardalsá í Bárðardal er bland-
að bú með mikið landrými.
Býli:
Eyjardalsá.
Staðsett í sveit:
Bárðardal.
Ábúendur:
Anna Guðný Baldursdóttir, Árni
F. Sigurðsson, Laufey Elísabet
Árnadóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
3–5 í heimili, foreldrar Önnu eru
mikið á bænum.
Stærð jarðar?
2.400 ha.
Gerð bús?
Sauðfjárbú með hestahaldi.
Fjöldi búfjár og tegundir?
170 vetrarfóðraðar kindur, 15 hestar,
8 hænsn, 2 hundar og köttur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
gefa kindunum, svo hverfum
við til annarra starfa, eftir vinnu
sumarið er engin regla á hlut-
unum, hey er hirt þegar hægt er
og viðhaldi og öðru sinnt með-
fram því.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Skemmtilegast er sauðburður og
réttir, leiðinlegast er að handmoka
taði úr gömlum fjárhúsum.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Á svipuðu róli, hófum í ár rekstur
á hestaleigu sem við vonumst til
að geti orðið fullt sumarstarf fyrir
allavega einn.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda?
Að þau séu mikilvæg og að til að
ná fram einhverjum málefnum
verði bændur að geta unnið saman
að sínum markmiðum, lítið gerist
sínu horni.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Það fer eftir hvort stjórnvöld muni
ná að mynda heildræna stefnu
er varðar byggð, landbúnað og
matvælaöryggi.
Hvar teljið þið að helstu tæki færin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Við verðum seint samkeppnishæf
í verði vegna veðurfars en eigum
möguleika á að koma á framfæri
gæðavöru.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu?
Uppáhald er góð folaldasteik
en mest eldað eru ýmsir réttir úr
ærhakki.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin?
Þegar tveir fullorðnir hrútar krækt-
ust saman á hornunum beint fyrir
framan okkur í hrútaspilinu, var
þónokkuð maus að ná þeim í
sundur.
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Hong Kong-kjúklingur og ljúffeng grillspjót
Við ferðumst til Singapúr í þessum
pistli en endum í grænmetisgrilli
á íslenskri útihátíð.
51 árs kokkur á matarbás í
Singapúr hefur notið heims-
athygli fyrir Hong Kong-stíl af
sojasósukjúkling með núðlum eða
hrísgrjónum. Þetta er ómetanleg
uppskrift sem hann lærði í Hong
Kong fyrir 35 árum og hefur skilað
honum Michelin-stjörnu! Rétturinn
samanstendur af hægsoðnu og
mjúku kjúklingakjöti í laug af dökkri
sojasósu, sem venjulega fylgir
núðlum eða hrísgrjónum og chili
sósu. Ég var í Singapúr á dögunum
og fékk að smakka réttinn á ódýrasta
Michelin- veitingastað í heimi. Hér
er eftirlíking af Michelin sojasósu-
kjúklingaréttinum frá Singapúr.
Hong Kong-kjúklingur fyrir 5–6
manns
Hráefni:
› 10 kjúklingabitar, skolaðir og
þurrkaðir með klút
› 1 msk. salt
› 4 rif hvítlaukur, marinn
› 8 sneiðar af ferskum engifer
› 6 vorlaukar
Fyrir soðvökva:
› 3/4 bolli ljós sojasósa
› 1/4 bolli dökk sojasósa
› 3 bollar vatn
› 3 msk. hrísgrjónavín eða edik
› 2 msk. sykur
› Ögn af hvítum pipar
Aðferð
Fyrst skal bæta við matarolíu í heitan
pott og hræra engifer, hvítlauk og
vorlauk út í og elda á lágum hita þar
til þetta er aðeins mjúkt. Nú getur
þú bætt við sojasósu ásamt vatni.
Leyfðu því að sjóða áður en þú setur
sykur og hrísgrjónavín eða edik.
Lækkið hitann og látið malla. Bætið
kjúklingnum í og eldið í aðra 15–20
mínútur þar til að kjúklingurinn er
fullsoðinn. Takið síðan kjúklinginn
úr soðvökvanum.
Og þarna hefur þú það – ljúffengur
einfaldur Michelin-réttur í Hong
Kong-stíl! Berið fram með hvítum
hrísgrjónum eða núðlum og bætið
í chiliolíu til að krydda upp réttinn.
Grænmetis grillspjót
› 1 stk. rauð paprika
› 1 stk. gul paprika
› 1 súkkíni
› 180 g sveppir
› 2 rauðlaukur
› 1 ferskur rauður chili
› 1 sítróna
› ólífuolía
› 2 greinar af fersku rósmarín
› 200 g kirsuberjatómatar
Aðferð:
Setjið 12 tréspjót í bakka af köldu
vatni til að bleyta upp viðinn – þetta
mun seinka því að þau brenni.
Skerið grænmetið til í 2 cm bita og
setjið í stóra skál.
Skerið sveppina í helminga eða
fjórð unga, allt eftir stærðinni, bætið
í skálina.
Skrælið laukinn og bætið í skálina.
Skerið chili og kryddjurtir. Fínt saxað
og bætið í skálina. Notið fínt rifjárn
og rífið af sítrónuberkinum til þess
að krydda. Bætið kirsuberjatómötum
við. Dreifið yfir 2 matskeiðum af
ólífuolíu.
Blandið saman með hreinum höndum.
Þræðið svo grænmetið upp á spjót.
Setjið á grillið á miklum hita og
eldið í um það bil 8 mínútur, eða
þar til eldað er í gegnum.
Snúið á 2 mínútna fresti til að brúna
á öllum hliðum – það gæti þurft að
gera þetta í skömmtum.
Berið fram með salati og hrísgrjónum
eða brauði.
Bjarni Gunnar Kristinsson
matreiðslumeistari
Eyjardalsá
Árni F. Sigurðsson og Anna Guðný
Baldursdóttir.