Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201816
FAGUR FISKUR ÚR SJÓ
Óræktin er falleg
Smekkur fólks fyrir gróðri,
órækt og garðyrkju er misjafn.
Sumir vilja allt skipulagt,
klippt og skorið en aðrir eru
minna fyrir beinar línur og vel
skipulögð beð.
Villtir garðar með innlendum
plöntum sem hafa skotið rótum
af sjálfsdáðum eru ekki síður
fallegir en vel skipulögð rósabeð,
og það sem meira er, þeir þurfa
minna viðhald.
Foldar skart
Íslenskur villigróður er glæsilegur
á að horfa, ekki síður en
erlendar skrautjurtir. Skærgular
sóleyjarbreiður sem loga í sólinni
og fífillinn þar sem hann stingur
upp kollinum í grasflötinni eða
upp á milli gangstéttarhellnanna
minnir á sumarið og gróandann.
Smárinn angar eins og baldurs-
bráin sem kinkar kolli til allra sem
eiga leið hjá.
Margar plöntur sem við í
daglegu tali köllum illgresi eru
mjög fallegar þegar betur er að
gáð og eiga sér skemmtilega og
áhugaverða sögu.
Hóffífill er slæðingur sem hefur
breiðst út á höfuðborgarsvæðinu
síðustu áratugina. Blöðin á stilk og
áberandi stór, blómstrar snemma
á vorin en blómin standa stutt.
Smyrsl sem unnið er úr blöðunum
þykja græðandi.
Krossfífill er nýbúi sem
slæðst hefur til landsins með
manninum. Einær og algengur
á höfuðborgarsvæðinu og víðar
þar sem hann vex í görðum og
á gangstígum. Seyði af jurtinni
þykir gott við hitasótt og
höfuðverk.
Túnsúra er algeng planta
sem ber rauð blóm. Áður fyrr
var algengt að nota túnsúru til
að bragðbæta grauta eða blöðin
borðuð með sykri, olíu eða ediki
og þóttu hressandi. Túnsúra þykir
góð við harðlífi, ólyst og skyrbjúg.
Túnfífill er algengur um allt
land og oft fyrsta og jafnvel eina
plantan sem margir þekkja. Á
vorin þykja blöðin af fíflinum
góð í salat og súpu og einnig eru
ræturnar ætar séu þær soðnar í
vatni og síðan í mjólk. Fíflablöð
eða ætifífill, eins og blöðin eru
stundum kölluð, má nota í salat.
Á Englandi þótti sjálfsagt að
safna fíflablómum skömmu eftir
blómgun og brugga úr þeim
léttvín eða steikja þau upp úr
smjöri og bera fram sem eftirrétt.
Eftir blómgun nefnast blómin
biðukolla.
Brennisóley er algeng um
allt land og vex í margs konar
jarðvegi. Hún er stundum notuð í
te og haugarfi þykir ágætur í súpur
og salat.
Hlaðkolla vex aðallega í
hlaðvörpum og við athafnasvæði.
Talið er að plantan hafi borist til
landsins fyrir röskum hundrað
árum og að hún hafi upphaflega
fjölgað sér með því að fræið
loddi við dekk vöruflutningabíla
og skotið rótum þar sem þeir
affermdu.
List og fræði
Garðyrkja á að vera til gamans
en ekki nauð sem fólk liggur
yfir meira af skyldu en ánægju.
Vel hirtir garðar eru vissulega
augnayndi og áhugasamir
garðeigendur hvort tveggja í senn,
lista- og fræðimenn þegar þeir
raða saman mismunandi litum og
vita upp á hár við hvaða aðstæður
skal rækta hverja tegund fyrir sig.
Hæfilega hirtir og óhirtir
garðar hafa allir sinn sjarma þar
sem hinar mismunandi tegundir
villtra og ræktaðra plantna
blómstra á mismunandi tímum
og sumar þeirra standa jafnvel í
blóma allt sumarið. /VH
STEKKUR
Fyrir nokkrum áratugum var litið
á seli sem plágu á Íslandsmiðum.
Lagt var fé til höfuðs þessarar
skepnu svo sporna mætti við
fjölgun hennar og draga úr þeim
mikla kostnaði sem skapaðist við
að hreinsa hringorm (selorm) úr
fiskholdi í fiskvinnslu. Nú er öldin
önnur því Hafrannsóknastofnun
hefur lagt til að veiðar á landsel
verði bannaðar.
Segja má að selavandinn sem
menn höfðu svo miklar áhyggjur af
á seinni hluta liðinnar aldar hafi á
einhvern undraverðan hátt leyst af
sjálfu sér. Þrátt fyrir að veiðar hafi
stórlega dregist saman á síðustu
árum, alla vega á pappírunum, hafa
stofnar landsels og útsels við Ísland
farið hratt minnkandi, reyndar svo
mjög að nú er farið að hafa áhyggjur
af ástandi þeirra.
Í ný jus tu skýrs lu
Hafrannsóknastofnunar er farið
fram á að stjórnvöld leiti leiða
til að koma í veg fyrir beinar
veiðar á landsel og lágmarka
meðafla landsela við fiskveiðar.
Hafrannsóknastofnun leggur einnig
til að veiðistjórnunarkerfi verði
innleitt fyrir selveiðar við Ísland og
að skráningar á öllum selveiðum
verði lögbundin.
Landsel fækkar hratt
Landselsstofninn var metinn um 33
þúsund dýr árið 1980 en minnkaði
hratt fram til 1989 og var þá kominn
niður í 15 þúsund dýr. Síðasta
talning landsels fór fram 2016
og var stofninn metinn um 7.700
dýr. Samkvæmt matinu er stofninn
nú 77% minni en árið 1980 og
36% undir þeim markmiðum sem
stjórnvöld setja um lágmarksfjölda
sem eru 12 þúsund dýr.
Hafrannsóknastofnun segir að
verulega hafi dregið úr hefðbundinni
nýtingu selabænda á stofninum sem
falist hafi í vorkópaveiðum í net. En
hver er þá skýringin á þessari miklu
minnkun stofnsins? Hafró svarar
því til að stærsti hluti selveiða sé á
ósasvæðum laxveiðiáa til að draga
úr meintum áhrifum sela á stofna
laxfiska. Þar við bætist óbeinar
veiðar, þ.e. meðafli við fiskveiðar,
óskráðar veiðar og óhagstæðar
umhverfisbreytingar.
Að sögn Hafró eru takmörkuð
gögn til um óbeinar veiðar (þ.e.
meðafla á öðrum veiðum), en
mat sem unnið hafi verið úr
gögnum sem safnað hafi verið
af veiðieftirlitsmönnum og úr
stofnmælingu með þorskanetum
bendi til að 1.066 landselir hafi
veiðst í grásleppunet árið 2015 og
160 árið 2014. Einnig að 46 landselir
hafi veiðst í þorskanet á árið 2015 en
engir árið 2014. Samkvæmt matinu
veiddust 86 landselir í botnvörpu
árið 2015.
Útselsstofninn í betra ástandi
Landselurinn er algengasta
selategund við Ísland og er gjarnan
að finna nálægt landi eins og
nafnið bendir til. Hin selategundin
sem kæpir hér við land er útselur
sem er stærri og heldur sig jafnan
fjær landi. Vísindamenn segja
útselsstofninn í betra ástandi en
landselsstofninn og meta hann rétt
yfir stjórnunarmarkmiðum sem eru
4.100 dýr. Útsel hefur samt sem
áður fækkað mikið á undanförnum
áratugum eða úr 9-12 þúsund dýrum
á árabilinu 1982-1992 í nálægt 6.000
dýr á árunum 1995-2008 og niður í
4.200 dýr árið 2012. Þar sem afföll
vegna óbeinna veiða eru talin hafa
minnkað undanfarin ár og dregið
hafi úr skráðri veiði, er nærtækustu
skýringuna á fækkun útsels að finna
í óskráðum veiðum eða óhagstæðum
breytingum á umhverfisþáttum.
Aðeins voru skráðir 260 veiddir
útselir að meðaltali á ári á tímabilinu
2013-2015, segir í skýrslu Hafró.
Miklar sveiflur í veiðum
Í ritinu Nytjastofnar á Íslandsmiðum
eftir Hreiðar Þór Valtýsson (2017) er
rifjað upp að í byrjun 20. aldarinnar
hafi heildarselveiði Íslendinga verið
um 6.500 dýr. Þá var veiðin drifin
áfram af útflutningi á verðmætum
kópaskinnum. Þegar markaðsverð
skinnanna lækkaði dró úr veiðinni
fram á miðja tuttugustu öldina.
Skinnaverð hækkaði aftur eftir 1960
og selveiði jókst á ný og ársveiðin
fór aftur yfir 6.000 dýr. Gekk svo
þar til um 1980 þegar mikill áróður
umhverfisverndarsamtaka gegn
kópaveiðum fór að bera árangur,
skinnaverð féll þá aftur og veiðar
hrundu.
Þegar hér var komið sögu fóru
menn hins vegar að hafa áhyggjur
af því að sel mundi fjölga fram
úr hófi þar sem veiðar voru svo
litlar. Talið var að þetta myndi
hafa í för með sér aukið afrán
sela á fiskistofnum og því hafa
neikvæð áhrif á ýmsa nytjastofna.
Þar sem selir eru millihýslar fyrir
hringorma sem líka sýkja fiska var
talið að hringormasýking í þorski
mundi aukast með fjölgun sela
með tilheyrandi kostnaðarauka
við fiskvinnslu.
Fiskát sela og tjón af hringormi
En hvert var umfang þess skaða
sem selir voru taldir valda? Í
grein sem Erlingur Hauksson, þá
líffræðingur á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, ritaði í sjómanna-
blaðið Ægi á þessum tíma áætlaði
hann að landselur æti rúmlega
20 þúsund tonn af nytjafiskum á
ári og útselurinn um 16 þúsund
tonn. Miðað við heildaraflatölur
ársins 1987 hefðu selir étið
samtals um 16% af ufsaaflanum,
3% af þorskaflanum, 30% af
steinbítsaflanum og meira af
hrognkelsum og lúðu en veidd
voru það ár. Erlingur benti á að
þetta væri allt smáfiskur og því
reiknaðist honum svo til að auka
mætti ufsaaflann um 130 þúsund
tonn og þorskaflann um 127
þúsund tonn ef fiskáti sela væri
kippt út úr kerfinu. Ef sel myndi
fækka um helming mætti helminga
þessar tölur. Auðvitað var enginn
að krefast þess að selunum yrði
útrýmt með öllu en þetta gefur
hugmynd um fæðunám selsins á
þessum tíma.
Einnig var gerð tilraun til
þess að meta kostnaðinn af hring-
ormavandanum. Í fyrir spurnartíma
á Alþingi árið 1984 sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
að beinn vinnulaunakostnaður sem
hlytist af því að tína hringorm úr
fiski í fiskvinnsluhúsum á ári hverju
mætti áætla allt að 200 milljónir
króna. Það jafngildir 2,2 milljörðum
króna á núverandi verðlagi.
Verðlaun fyrir hvern veiddan sel
Stjórnvöld töldu að eitthvað
þyrfti til bragðs að taka og varð
niðurstaðan sú að sett var á laggirnar
svonefnd hringormanefnd að beiðni
sölusamtaka fiskiðnaðarins, sem
greiddu allan kostnað af störfum
hennar. Nefndin hóf greiðslu
veiðiverðlauna fyrir veidda seli
vorið 1982 og við það stórjukust
veiðar á ný og fóru upp í fyrra
hámark eða á milli 6 og 7 þúsund
veidd dýr um tíma.
Hreiðar Þór Valtýsson bendir
á í áðurnefndu riti sínu að
þessar veiðar hafi þó í eðli sínu
verið öðruvísi en fyrri veiðar
því veiðiálaginu var nú beint að
fullorðnum sel, einkum útsel í
stað landselselkópa áður. Kjötið
fór í loðdýrafóður framan af
en þegar loðdýraræktin skrapp
saman fjaraði undan veiðunum.
Veiðar þessar fóru fyrir brjóstið á
mörgum, ekki síst í þeim tilvikum
þegar skrokkarnir voru ekki nýttir
og lágu rotnandi á víðavangi. Því
var hætt að greiða fyrir veidda seli
og við það dró mjög úr selveiðum.
Aldrei hefur verið veitt jafn lítið af
selum og nú samkvæmt opinberum
veiðitölum sem þó verða að teljast
mjög óáreiðanlegar. Síðustu árin
hefur skráður afli verið aðeins
nokkur hundruð dýr.
Enginn talar lengur um selaplágu
og þótt hringormur sé ennþá
vandamál í fiskvinnslu er reynt
að lágmarka skaðann með því að
forðast þau fiskimið nálægt landi
þar sem meiri ormur er í fiski en á
dýpri slóð.
heildarselveiði Íslendinga verið um 6.500 dýr. Mynd / BBL
Guðjón Einarsson
gudjone3@gmail.com
Sérkennilegur skíðishvalur:
Blendingur lang- og steypireyðar
Snemma í júlí veiddist hvalur sem
bar einkenni bæði langreyðar og
steypireyðar. Samkvæmt lögum
er leyfilegt að veiða langreyður
en steypireyður er friðuð tegund.
Blendingur af þessu tagi telst
ekki sem sjálfstæð tegund og ekki
friðuð samkvæmt lögum.
Bráðabirgðaniðurstaða Haf-
rannsóknastofnunar var að um væri
að ræða blending en að staðfestingu
yrði leitað með erfðafræðilegum
aðferðum í vertíðarlok líkt og gert
hefur verið í fyrri tilfellum þegar
meintir blendingar hafa veiðst.
Í kjölfar mikillar umræðu um að
umræddur hvalur væri hugsanlega
steypireyður var ákveðið að flýta
eins og kostur væri greiningu
erfðasýna til að fá niðurstöðu eins
fljótt og mögulegt væri. Þeirri vinnu
er nú lokið.
Á Heimasíðu Hafrannsókna-
stofnunar segir að niðurstöður
erfðafræðirannsóknanna staðfesti
að umræddur hvalur var blendingur
langreyðar og steypireyðar og að
móðirin var steypireyður en faðirinn
langreyður.
Matís sá um erfðagreininguna
Erfðagreining fór fram á rann-
sóknastofu MATÍS en úr-
vinnsla gagnanna var unnin af
erfðasérfræðingi Hafrann sókna-
stofnunar í samvinnu við sérfræðing
MATÍS. Umrætt sýni var greint
ásamt öðrum sýnum úr blend-
ingum sem safnað hefur verið úr
atvinnuveiðum frá árinu 1983,
alls fimm einstaklingum. Þá voru
greind erfðasýni úr 24 langreyðum
sem safnað var í ár auk þeirra 154
sem veiddust árið 2015. Jafnframt
voru greind eldri sýni úr steypireyði,
23 einstaklingar, sem til eru í
lífsýnasafni Hafrannsóknastofnunar.
Niðurstöður erfðafræði-
rannsóknanna staðfesta sem fyrr
segir að umræddur hvalur sem
veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn
var blendingur langreyðar og
steypireyðar. /VH
Langreyður.
Fyrst fordæmdir – svo friðaðir