Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201826
Centaur gangsettur
á Íslandi eftir 50 ár
Upplýsingar um upphaf
Centaur dráttarvéla eru
strjálar enda Central
Tractor Company og LeRoi
Corporation sem fram-
leiddi vélarnar löngu horfið
af sjónarsviðinu og lítið til
um starfsemi fyrir tækisins.
Centaur 2-C var gangsettur
á Hvanneyri nú í sumar.
Upphaf Centaur dráttarvéla er
rakin til fyrri hluta annars áratugs
síðustu aldar og fyrirtækis sem
kallaðist Central Tractor Company
og var til húsa í Greenwich í Ohio-
ríki í Bandaríkjunum.
Litlar og liprar dráttarvélar
Fyrstu Centaur dráttarvélarnar
voru hannaðar og settar á markað
1920 og kölluðust Model A. Sala
þeirra gekk ágætlega, einkum
til minni býla enda um lítinn
og lipran sex hestafla traktor
á stálhjólum að ræða. Einn gír
áfram og einn aftur á bak.
Framleiðsla óx hratt og
traktorinn uppfærður í Model,
í stafrófsröf upp í, F til ársins
1926. Það ár setti fyrirtækið
Model G á markað. Sú týpa
var að mörgu leyti öðruvísi en
þær fyrri. Model G var tveggja
strokka og tíu hestöfl og
fékkst með fleiri fylgihlutum,
meðal annars plóg, diskaherfi,
sáningarvél, arfasköfu og
kartöfluniðursetningarvél
Týpan þótti auðveld í notkun
og hægt að fá hana með margs
kyns fylgihlutum. Talsvert var
flutt út af Centaur dráttarvélum á
árunum milli 1920 og 1930. Þar
á meðal til Íslands.
Árið 1929 var boðið upp á
styrkta útgáfu af Model G með
stærri vél og tveimur hestöflum
til viðbótar og kallaðist Model T
eða Model 6-12.
Staðgengill dráttarklársins
Auglýsingar fyrir Centaur
dráttarvélunum voru áhugaverðar
að því leyti að ólíkt öðrum
dráttarvélaframleiðendum á
þeim tíma var ekki haldið fram
að Centaurinn stæði öðrum
dráttarvélum framar. Styrkur
Centaur fólst í því að koma í
staðinn fyrir dráttarklárinn og átti
því að höfða til bænda á smærri
býlum.
Centaur traktorarnir nutu
talsverðrar hylli hjá frönskum
vínbændum vegna þess hversu
breiddin á milli hjólanna var lítil.
Kreppan kreppir að
Kreppan í Bandaríkjunum
á þriðja áratug síðustu aldar
var mikil blóðtaka fyrir
framleiðanda Centaur eins og aðra
framleiðendur landbúnaðartækja.
Fyrirtækið hélt þó að mestu vatni
og árið 1936 setti það á markað
fyrsta traktorinn í KV seríunni
sem var fjögurra strokka og 22
hestöfl.
Eigendaskipti urðu á
fyrirtækinu 1940 en þrátt fyrir
það hélt nýi eigandinn, LeRoi
Corporation, nafninu Central
Tractor Company. Framleiðsla
Centaur dráttarvéla hélt áfram á
fimmta áratug síðustu aldar eða
þar til LeRoi Corporation fór á
hliðina.
Centaur á Íslandi
Á Búvélasafninu á Hvanneyri
er að finna Centaur 2-G sem
var framleiddur árið 1934,
keðjudrifinn, einn gír áfram og
einn aftur á bak og ökuhraði 4 til
8 kílómetrar á klukkustund.
Sex Centaur dráttarvélar voru
fluttar inn til landsins og annaðist
Finnur Ólafsson, heildsali frá
Fellsenda í Dölum, innflutning
þeirra. Fyrstu vélina keypti
Jóhannesi Reykdal, bóndi og
verksmiðjueigandi á Setbergi við
Hafnarfjörð árið 1927. Búið að
Korpúlfstöðum keypti fjórar 1929
og Ingólfur Kristjánsson, bóndi á
Jódísarstöðum við Eyjafjörð, eina
árið 1934.
Árið 1948 eignaðist séra
Bjartmar Kristjánsson vél Ingólfs
og var hún notuð til slátta að
Mælifelli í Skagafirði. Bjartmar
gaf Þjóðminjasafninu vélina 1990.
Haustið 2014 tók Kristján
Bjartmarsson að gera vélina
gangfæra og var hún gangsett og
ekið á Hvanneyrarhátíðinni 6. júlí
síðastliðinn eftir 50 ára kyrrstöðu.
/VH
Konur í landbúnaði
Staða kvenna innan landbúnaðar
hefur lengi verið til umræðu og
ekki að ástæðulausu. Sýnileiki
kvenna innan greinarinnar er ekki
til jafns við karla.
Sú birtingarmynd sem konur hafa
er oftar en ekki hulin og ósýnileg
hvort sem það er á bæjunum eða
innan félagskerfis bænda. Þannig eru
konur síður skráðar fyrir rekstri búa
eða því sem við kemur rekstrinum.
Á mörgum búum, sér í lagi á
sauðfjárbúum, starfar annar aðilinn
utan búsins og þá er yfirleitt um
konuna að ræða. Undanfarin ár hefur
náðst árangur í því að jafna laun
karla og kvenna en það segir ekki
alla söguna. Birtingarmynd kvenna
er ekki sú sama og birtingarmynd
karla, m.a. í því að aðeins annar
aðili í hjónabandi sé skráður fyrir
búrekstri. Víða flytjast konur á
sveitabæi þar sem karlinn á rætur
og hefur sögu. Þannig er yfirleitt
leitað til karlsins um upplýsingar
um jörðina og þegar fjallað er um
málefni bújarðarinnar. Uppruni og
aðkoma konunnar að búrekstrinum
lætur þar oft í minni pokann.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
hefur þeim sem starfa við landbúnað
fækkað gríðarlega frá árinu 1991.
Þá voru starfandi um 7.500 manns
við landbúnað í aðal- og aukastarfi,
þar af 4.800 karlar og 2.600 konur,
en árið 2017 störfuðu 3.700 manns
við greinina, 2.200 karlar en 1.400
konur. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun
er hlutfall karla og kvenna nokkuð
svipað, þó hefur hlutfall kvenna
heldur hækkað.
Launajafnrétti
segir ekki alla söguna
Í helstu stjórnum félagskerfisins
hallar gríðarlega á hlutfall kvenna.
Þannig eru í stjórn Bændasamtaka
Íslands fjórir karlar og ein kona.
Í varastjórn eru konur hins vegar
í meirihluta. Í stjórn LK sitja
sömuleiðis fjórir karlar og ein kona.
Framkvæmdastjóri samtakanna er
kona og annar varamanna í stjórn
er kona. Í fagráði í nautgriparækt
situr ein kona og fjórir karlar. Í
stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda
sitja tvær konur og þrír karlar, en
formaður samtakanna er kona. Í
varastjórn er engin kona og í fagráði
sitja fjórir karlar og ein kona. Í stjórn
Landssambands hestamannafélaga
eiga sæti fjórir karlar og þrjár konur.
Í varastjórn situr ein kona og fjórir
karlar. Hægt væri að halda áfram
með þessa upptalningu, víðast
hvar er staðan sú sama, konur eru
í minnihluta.
Í skýrslu Byggðastofnunar
frá árinu 2015 um eignarhald
kvenna í landbúnaði segir að í
sveitarstjórnarkosningum árið 2014
hafi kjörnir fulltrúar verið 504. Þar
af hafi verið 222 konur og 282 karlar.
Af þeim fulltrúum báru 23 konur og
61 karl starfsheitið bóndi og/ eða
starfsheiti sem tengjast landbúnaði
svo sem ráðunautur, skógfræðingur,
dýralæknir o.s.frv. Ekki liggja fyrir
tölur í kjölfar kosninganna nú í vor,
en niðurstöður þessarar skýrslu gefa
samt sem áður góða mynd af stöðu
kvenna innan stéttarinnar.
Tvöfalt fleiri konur en karlar
Konur sækja í mun ríkari mæli í
nám tengt landbúnaði en karlar.
Skv. tölum frá LbhÍ eru skráðir
nemendur við skólann 390 talsins.
Af þeim eru 129 karlar (þar af 40
í BS/MS/PhD námi) og konurnar
eru 261 (þar af 113 í BS/MS eða
PhD námi). Konurnar eru tvöfalt
fleiri en karlarnir. Hins vegar
skila hlutfallslega færri konur sér
til starfa innan landbúnaðarins
en karlar. Þannig er meðalaldur
kvenna innan landbúnaðar að
hækka talsvert á milli ára en aldur
karla heldur að lækka. Þannig má
leiða líkur að því að ungir karlar séu
frekar að taka við búskap, ýmist frá
foreldrum eða sem nýliðar.
Ýmsum verkefnum
verið ýtt úr hlaði
Í tímans rás hefur ýmsum
verkefnum verið ýtt úr vör til að
efla hlut kvenna innan landbúnaðar,
s.s. Fósturlandsins freyjur,
Lifandi landbúnaður og Byggjum
brýr. Í úttekt sem Landssamtök
sauðfjárbænda létu vinna árið
2016 um stöðu kvenna innan
sauðfjárræktarinnar kemur fram
að verkaskipting innan búsins sé
mjög ójöfn, þ.e.a.s. vinnuframlag
inni á heimili fellur yfirleitt í skaut
konunnar meðan að karlinn vinnur
bústörf utan heimilis. Konur finna
lítið svigrúm til að vinna utan
veggja heimilisins, því þær finni
til ábyrgðar að sjá um matar- og
kaffitíma. Sömu sögu er að segja
í grein Hjördísar Sigursteinsdóttur
og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur
frá árinu 2009.
Hvenær ætlarðu
svo að ná þér í bónda?
Konur sem starfa í landbúnaði án
þess að vera giftar eru oft spurðar
að því hvenær þær ætli nú að ná sér
í bónda, en sú spurning er mun síður
borin upp við einstæða karla sem
stunda búskap. Starfsheitið bóndi
þykir yfirleitt benda til karlmanns og
konur eru oft nefndar bóndakonur,
þeim til mikillar gremju oft og
tíðum. Sennilega er skýringin fólgin
í því að t.d. er talað um bóndadag,
sem á sér hliðstæðu í konudegi, þar
sem gera á vel við maka sinn með
ýmsum hætti. Bóndadagurinn hefur
mjög litla vísun í starfandi bændur
nú til dags, heldur aðeins til karla.
Starfstitillinn ætti því að vísa jafnt
til kvenna og karla.
/BR
Þessi mynd sýnir verkaskiptingu milli kynja innan búa.
Mynd / Hjördís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.
Konur hafa í gegnum tíðina gjarnan haft það hlutverk að sinna mjöltum og
vélastörf. Mynd / Sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár
Lambadómar – opnað fyrir pantanir
Móttaka á pöntunum á lamba-
dómum er nú hafin. Best er að
bændur panti sjálfir í gegnum
heimasíðu RML en einnig er hægt
að hringja í 516-5000 og láta taka
pöntunina niður. Eindregið er
óskað eftir því að bændur panti
fyrir 10. ágúst svo skipuleggja
megi þessa vinnu með sem
hagkvæmustum hætti.
Pantanir sem berast fyrir
10. ágúst njóta forgangs við
niðurröðun og þeir sem panta síðar
geta lent í verri stöðu með að fá
lambaskoðun á þeim tíma sem þeir
óska eftir.
Tímagjald í lambaskoðun fylgir
gjaldskrá RML sem hljóðar upp á
7.500 kr. + vsk á útseldan tíma í
dagvinnu fyrir hvern starfsmann.
Komugjald er 6500 kr. Aðstoð frá t.d.
forsvarsmönnum fjárræktarfélaga
við að ná sem bestri nýtingu á
vinnudag dómara á hverju svæði
er mjög vel þegin og kemur öllum
sem að þessu koma til góða. Þar sem
leyfilegt er, getur verið hagræði af
því að bændur komi saman með
minni lambahópa. Þá geta þeir deilt
með sér komugjaldinu og ná jafnvel
að minnka ögn þann tíma sem unnið
er fyrir hvern og einn.
/RML/ább/okg
Pantanir sem berast fyrir 10. ágúst njóta forgangs við niðurröðun. Mynd / TB