Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 2018 21 ARCTIC TRUCKS AT35 Arctic Trucks býður AT35 lausnir fyrir margar tegundir bíla. Lausnin er frábær kostur fyrir þá sem vilja öflugan bíl til fjallaferða að sumri en auk þess aukna drifgetu í snjó. Verð frá kr. 1.850.000,- AT35 LAUSNIR EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com TOYOTA HILUX AT35 NISSAN NAVARA AT35 TOYOTA LC150 AT35 MB X-CLASS AT35 Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði: Smíðaði fjárvagn fyrir tengda- dóttur af miklum hagleik Jón Gíslason, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum í Skagafirði, vill tengdadóttur sinni, Kristínu Lofts- dóttur á Melstað, ekkert nema gott. Hann gerði sér lítið fyrir og smíðaði sérlega glæsilegan fjárvagn og færði henni. Enda þykir honum mikils um vert að hafa hana góða. Fjárvagninn er smíðaður af miklum hagleik, þannig er til að mynda sliskjan í þrennu lagi, hverjum hluta er ætlaður sinn staður á vagninum, þannig að hann sé ávallt tiltækur, enda veit Jón að það þarf ekki mikið til að auka ergju fólks þegar smalamennska og fjárstúss ná hámarki. Vanir menn segja vagninn ekkert skorta nema snaga fyrir úlpuna þegar fjármönnum fer að hitna í hamsi, sem og stand undir svaladrykk á meðan nota þarf báðar hendur á lausaféð. Enn finnst bjartsýnisfólk í sveitum landsins „Það er mikið talað um það um þessar mundir að sauðfjárbúskapur sé á fallanda fæti og víst er að fjárlaust er orðið hjá okkur í Miðhúsum,“ segir Sigríður Garðarsdóttir, eiginkona Jóns. „En það má enn finna bjartsýnisfólk í sveitum landsins sem vilja veg og vanda sauðfjárbúskapar sem mestan og bestan.“ Jón og Sigríður byggðu íbúðarhús í Miðhúsum og fluttu í það árið 1977 og hófu ári síðar búskap á móti foreldrum Jóns, þeim Gísla Jónssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur, sem áfram bjuggu í sínu húsi. Fyrstu búskaparárin voru Jón og Sigríður með sauðfjárbúskap ásamt vinnu utan heimilis en tóku við mjólkurframleiðslunni árið 1991. Kynslóðaskipti urðu á ný í Miðhúsum árið 2014 þegar Guðrún dóttir þeirra og hennar maður, Brynjar Sigurðsson, tóku við kúnum og hófu búskap. Ungu hjónin eru að byggja stærra fjós sem vonandi verður tekið í notkun á þessu ári, það verður lágtæknifjós á skagfirskan mælikvarða. Miðhús hafa verið í eigu sömu ættarinnar í 167 ár. Glatt á hjalla í athvarfinu Þegar Jón hætti búskap við kynslóðaskiptin á jörðinni datt honum ekki í hug að sitja með hendur í skauti. Hann tók til við að gera upp gamlar vélar og bíla ásamt því að vera nágrönnum sínum innan handar þyrftu þeir á aðstoð að halda. Útbjó hann sér „athvarf“ í gamalli fjóshlöðu, fjarri konu sinni, og getur dundað þar að vild við áhugamál sitt. Oft er gestkvæmt í athvarfi Jóns og glatt á hjalla, en margir eru forvitnir að sjá og skoða hvað hann er að fást við hverju sinni. /MÞÞ við morgunverð hótelsins í Súlnasal en hann mun áfram gegna hlutverki glæsilegs veislusalar á kvöldin,“ segir Sigurður. Eldhúsið opið augum gesta Framkvæmdirnar á jarðhæðinni voru orðnar tímabærar og endurnýjunarþörf mikil. Veitingastaðurinn Skrúður heyrir nú sögunni til en glervirkið sem hann var í var rifið. Þar kemur nýr skáli sem verður hluti af veitingarými jarðhæðarinnar. „Það verður nýtt form á veitingastaðnum á 1. hæð. Þar munum við opna „casual, fun dining“ veitingastað þar sem allir eiga eftir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sérréttamatseðli. Eldhúsið þar er opið fyrir augum gesta þannig að það verður mikil nálægð milli gesta og matreiðslumanna. Þeir sem kjósa geta setið við eldhúsið til þess að fylgjast með. Veitingastaðurinn mun taka á bilinu 80–90 gesti í sæti og nálægt honum mun koma nýr Mímisbar og aðstaða þar sem fólk getur tyllt sér í þægileg sæti. Einnig verður prívatherbergi á hæðinni þar sem 10–12 manna hópar geta verið út af fyrir sig. Nýi veitingastaðurinn mun að sjálfsögðu fylgja matarstefnu Hótel Sögu eins og önnur veitingastarfsemi í húsinu,“ segir Sigurður. Kaffihús og bakarí á Hótel Sögu Gestamóttakan gengur í endurnýjun lífdaga samhliða nýjum veitingastað. „Við hlið gestamóttökunnar verður lítið og nett kaffihús sem selur vörur úr bakaríinu okkar hér í húsinu. Það mun í raun þjóna hótelgestum allan sólarhringinn en þar verður hægt að kaupa kaffi og fá ýmislegt smurt brauð úr bakaríinu. Við munum líka selja brauð í heilum hleifum sem gerir íbúum hverfisins kleift að nálgast nýbakað brauð á Hótel Sögu.“ Grillið einblínir á einstaka matarupplifun Þegar ákveðið var að endurnýja veitingastaðinn á jarðhæðinni blasti við að starfsemi Grillsins yrði endurskoðuð. Margir hafa velt fyrir sér hvort það standi til að loka Grillinu en Sigurður slær á allt slíkt tal. „Það gaf augaleið að það þyrfti að breyta rekstrarformi Grillsins vegna þess að við erum að opna nýjan veitingastað sem veitir Grillinu í raun meiri samkeppni en Skrúður gerði nokkurn tímann. Þess vegna var ákveðið að fara þá leið að færa „konseptin“ fjær hvort öðru. Það þýddi það að við vildum gera Grillið ennþá glæsilegra og einblína á einstaka matarupplifun. Í Grillinu verður stefnan sú að bjóða aðeins það besta sem Ísland hefur fram að færa í mat og matargerð. Breytingarnar í Grillinu felast í því að við höfum fækkað sætum þannig að gestir hafa í raun meira pláss. Þá er búið að taka út sérréttaseðilinn og eingöngu samsettir matseðlar eru í boði. Gestir geta valið hversu marga rétti þeir taka og þannig ákvarðað þann tíma sem þeir vilja dvelja á staðnum við að njóta fyrsta flokks veitinga. Eftir að nýi veitingastaðurinn verður opnaður verðum við með, fyrir þá sem vilja, léttari veitingar, meiri hraða og hressilegra umhverfi en líka Grillið fyrir þá sem vilja einstaka matarupplifun í „fine dining“ stíl,“ segir Sigurður Helgason, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. /TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.