Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. ágúst 201832 Kínverski mjólkurvörumarkaðurinn Undanfarin ár hefur efnahagur í Kína tekið miklum stakkaskiptum og með bættum hag hafa neysluvenjur Kínverja gjörbreyst. Áður fyrr voru mjólkurvörur, kjötmeti og fiskur ekki hátt hlutfall af því sem fólk lét ofan í sig en nú orðið eykst neyslan, mælt í kílóum á hvern íbúa landsins, ár frá ári. Þessi breyting hefur ekki einungis kallað á breytta landbúnaðarframleiðslu og landbúnaðarstefnu í Kína heldur hefur einnig haft mikil áhrif á heimsviðskipti með landbúnaðarvörur almennt. Verður hér farið yfir kínverska landbúnaðinn og áhrifin á heimsmarkaðinn, eins og þau blasa við greinarhöfundi sem starfar við landbúnaðarráðgjöf í Kína, á helstu framleiðslugreinarnar og í þessum fyrsta hluta umfjöllunarinnar verður mjólkurvörumarkaðurinn tekinn fyrir. Mikil framleiðsluaukning framundan Mjólkurframleiðsla heimsins er talin þurfa að aukast í kringum 60% á næstu 40 árum til þess að hafa í við neysluþróunina á heimsvísu og miklar breytingar á neysluvenjum í Kína standa undir miklum hluta af þessari reiknuðu framleiðsluþörf á komandi áratugum. Fyrir liggur að hin stóru útflutningssvæði mjólkurinnar, þ.e. Nýja-Sjáland, Evrópusambandið og Bandaríkin, munu ekki eiga auðvelt með að sinna þessari miklu framleiðsluþörf ein og sér og munu mörg önnur framleiðslusvæði þurfa að auka framleiðsluna verulega. Þessari miklu breytingu fylgir jafnframt aukið umhverfisálag framleiðslunnar sem vissulega er áhyggjuefni en það er þó ekki það sem fólk í Kína veltir mikið fyrir sér í dag, enda gleðst það yfir hverjum degi sem það getur fengið sér drykkjarjógúrt eða ís. Neyslan er nefninlega sáralítil í raun, ef hún er borin saman við neyslu t.d. okkar sem búum í norðanverðri Evrópu. 1 = 4285 Vandamálið, ef vandamál skyldi kalla, er hins vegar að Kínverjar eru svo ótrúlega margir að þegar markaðsfyrirtækjum tekst að hafa áhrif á neysluvenjur í Kína, þá eykst heimseftirspurnin gríðarlega mikið. T.d. vegur hver viðbótar íspinni afar þungt í Kína, enda íbúarnir taldir um 1,5 milljarðar talsins og til að setja það í samhengi við okkar stöðu þá svarar einn lítill íspinni á mann í Kína til þess að hver Íslendingur fengi sér rúmlega fjögur þúsund íspinna. Í hvert skipti sem neyslan eykst í Kína, þá er aukningin mæld í hundruðum eða þúsundum tonna á heimsvísu svo áhrif þeirra eru augljóslega mikil. Mikill skellur árið 2008 Neysluaukningin í Kína er ekki ný af nálinni og hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna áratugi og framleiðslan hefur þróast með á sama tíma. Árið 1961 nam landsframleiðslan um 2 kílóum mjólkur á hvern íbúa en neyslan hefur síðan margfaldast og heimaframleiðslan gat framan af náð að sinna hinni auknu eftirspurn. Neyslan á hvern íbúa var ekki mikil og verðið sem bændurnir fengu fyrir hvern lítra af mjólk líklega með því hæsta sem þekktist í heiminum. Árið 2008 gerðist það hins vegar að kínverski mjólkuriðnaðurinn varð fyrir miklu áfalli er í ljós kom að nokkrir söfnunaraðilar mjólkur höfðu blandað melamíni út í mjólkina til að hækka próteinmælingargildi hennar. Skömmu áður fengu allir bændur bara eitt verð fyrir mjólkina, þ.e. ef sýrustig hennar var í lagi þá fékk bóndinn fullt verð. Svo fóru auknar gæðakröfur að koma jafnt og þétt en búskapurinn í Kína var enn þannig að flestir bændur voru með örfáar kýr og seldu mjólk sína til söfnunarfyrirtækja sem svo seldu mjólkina áfram til vinnsluaðila. Þessir milliliðir sáu sér leik á borði þegar farið var að mæla prótein í mjólk. Fyrst keyptu þeir mjólkina af bændunum með því prótein innihaldi sem var í mjólkinni frá viðkomandi búi og eftir kaupin var melamininu bætt við og þá var mjólkin seld áfram til afurðastöðvarinnar. Á þeim tíma grunaði líklega engan að þetta myndi valda alvarlegum eitrunum hjá ungabörnum og að þetta myndi leiða til dauða nokkurra þeirra. Því miður var þó það sem gerðist og í kjölfarið snarféll álit neytenda á kínverskri mjólkurframleiðslu. Allir lágu undir grun um að vera að svindla og þó svo hið sanna kæmi í ljós síðar, var það of seint og bæði bændur og afurðastöðvar sátu eftir með skerta ímynd. Uppbyggingin Fram að tímamótaárinu 2008 hafði mjólkurverð í Kína verið svo hátt að kúabændur gátu lifað af því að vera með örfáar kýr og allt kerfið í kringum bændurna var bæði dýrt, óhagstætt að uppbyggingu og yfirfullt af milliliðum en allir lifðu góðu lífi vegna hins háa mjólkurverðs svo það var enginn sem svo mikið sem velti því fyrir sér að hagræða. Eftir áfallið varð hins vegar í raun gjörbreyting á bæði kúabúskapnum og framleiðslunni í Kína. Í fyrsta lagi hrundi afurðastöðvaverðið og minni kúabúin hættu hvert af öðru og í dag fer þeim snarfækkandi enn. Þá lögðu bæði stjórnvöld og afurðastöðvar áherslu á að fylgja mjólkurframleiðslunni miklu betur eftir en áður og töldu það best gert með því að koma á fót svokölluðum stórbúum. Stórbú eða „megafarms“ eru þau bú sem eru með 5 þúsund kýr eða fleiri. Uppbygging á svona búum er styrkhæf en litlu búin fá nánast enga slíka aðstoð. Ná ekki að anna eftirspurninni Í dag er umreiknuð mjólkurvöruneysla Kínverja, yfir í kíló mjólkur, um það bil 36 kg á hvern íbúa landsins eða um 50 milljarðar lítra alls. Þar af ná kúabúin í landinu að framleiða um 80% eða um 40 milljarða lítra á ári en restin er svo flutt inn til landsins víða að úr heiminum. Árið 2016 námu heildarverðmæti innfluttra mjólkurvara til Kína 6,7 milljörðum bandaríkjadala eða um 713 milljörðum íslenskra króna! Um 49% af þessari upphæð stafaði af innflutningi frá löndum Evrópusambandsins en Nýja- Sjáland eitt og sér ber þó höfuð og herðar yfir einstök lönd en þriðjungur verðmætanna var þaðan. Önnur lönd eru mun smærri en hlutdeild ástralskra afurðastöðva í innflutninginum var 6,9% og Bandaríkin voru svo með 6,2% af verðmætunum. Jógúrtin selst best Tvö kínversk afurðafyrirtæki berjast aðallega um hylli kínverskra neytenda en það eru Yili og Mengniu, bæði að stærstum hluta í eigu hins opinbera. Bæði fyrirtækin eru nokkuð ung að árum en hafa vaxið gríðarlega hratt eins og mörg önnur kínversk fyrirtæki og eru þau í dag meðal 10 stærstu afurðafyrirtækja í heimi! Sé litið til einstakra mjólkurvara þá er það hefðbundið jógúrt og drykkjarjógúrt sem gengur best í Kínverjana en aðrar mjólkurvörur eru einnig í miklum vexti eins og t.d. notkun á mjólkurdufti fyrir ungabörn. Sá markaður er afar eftirsóttur af erlendum fyrirtækjum enda mun auðveldara að flytja mjólkurduft til Kína en ferskar mjólkurvörur, enda geymsluþolið allt annað. Þá hafa Kínverjar áttað sig á kostum þess að nota ost við matargerð og hefur innflutningur á osti til matargerðar tekið stakkaskiptum á síðustu þremur árum og nú eru nokkrar afurðastöðvar í Kína einnig byrjaðar að framleiða osta. Allir vilja bita af kökunni Það er afar fróðlegt að fylgjast með störfum alþjóðlegra fyrirtækja í Kína en greinarhöfundur starfar einmitt hjá einu slíku. Það vilja eðlilega allir komast að neyslukökunni í Kína og fá sinn skerf en það er hægara sagt en gert og Kínverjar sjálfir vilja helst sinna sínum heimamarkaði. Meira að segja ríkisstjórnin hefur nú sett það markmið fram að innflutningur fari ekki yfir 25% af neyslunni, en það eru talin öryggismörkin með fæðuöryggi Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Trump vill refsitolla Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. /ehg - Bondebladet Neysla á mjólkurfitu mun aukast næstu áratugi Ný skýrsla frá Efnahags- og fram- farastofnuninni, OECD, sýnir að neysla á mjólkurfitu hefur aukist til muna undanfarin ár og sú þróun mun halda áfram næstu áratugi. Rannsóknir sem sýna fram á góð áhrif mjólkurfitu í hollu mataræði er talin vera stór áhrifavaldur aukinnar neyslu. Formaður sambands alþjóða mjólkuriðnaðarins, IDF, Caroline Emond, segir skýrsluna innihalda mikilvæg gögn og greiningar og sé góð viðbót við skýrslu sem samtök hennar gefa út árlega. „Eftirspurn eftir mjólkurvörum í þróunarlöndunum hefur breyst undanfarin ár í átt að smjöri og mjólkurfitu í staðinn fyrir vörur sem byggjast á jurtaolíum. Þessa þróun er hægt að rekja til jákvæðara umtals á hollustu mjólkurfitu og breytingu á smekk,“ segir Caroline Emond. Skýrslan gefur einnig til kynna að verð á smjöri muni áfram haldast hátt en árleg eftirspurn á smjöri er áætlað að hækki um 2,2% á ári næstu árin. Eftirspurnin eykst mest í Asíu Spáin í skýrslunni bendir einnig til þess að neytendur í þróunarlöndunum muni neyta töluvert meira af smjöri árlega vegna breyttrar neysluhegðunar í stað annarrar olíu og fitu. Því virðist sem nýlegar rannsóknir sem varpa jákvæðara ljósi á hollustu mjólkurfitu ásamt breytingum á smekk og óskum um minna unnin matvæli hafi aukið notkun á smjöri í uppskriftum og í vörum frá bakaríum. „Þessi þróun er mjög jákvæð og sýnir að jákvæð vísindi hafa áhrif eins og þegar því er haldið fram að neysla á mjólkurvörum eins og mjólk, jógúrti og ostum sem hluti af hollu mataræði geti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Á meðan áætlað er að neysla á mörgum vörum muni halda áfram að fara niður á við á alþjóðavísu heldur OECD því fram að neysla á mjólkurvörum verði undantekning og muni aukast hraðar en fólksfjölgun á næstu áratugum,“ segir Caroline Emond. Samband alþjóða mjólkur iðnað arins hvetur OECD og Matvæla- og land- búnað arstofnunina (FAO), að fylgjast með áhrifum á lækkun verðs til bænda í ljósi mikils kostnaðar við að reka kúabú. Stærstur vaxtamarkaður fyrir mjólkurvörur og eftirspurn er áætlað að muni koma frá Asíu á næstu árum þar sem mesta aukning verður á Indlandi og í Pakistan. /ehg – OECD/FAO Bresk lög um góða viðskiptahætti virka Fimm árum eftir stofnun umboð s- manns breskra verslunarhátta getur forsvarsmaður þess, Christine Tacon, fullyrt að heildsalar kvarta minna og verslunarkeðjurnar upplifa að sambandið við heildsalana sé orðið betra en áður. Árið 2013 var Christine Tacon tilnefnd sem umboðsmaður til að vaka yfir því að verslunarkeðjurnar komi fram við heildsala á löglegan og réttlátan hátt eins og segir til í breskum lögum um góða viðskiptahætti. Lögin eiga við um 10 stærstu verslunarkeðjurnar í Bretlandi en hjá Christine starfa 5–10 starfsmenn til að fylgjast með en starfsmenn skrifstofunnar eru sjálfstæðir. Nauðsynlegir samningar við bændur Á hverju vori heldur Christine ráðstefnu þar sem hún leggur fram skýrslu um þróunina og kynnir spurningakönnun sem fer fram árlega. Könnunin á þessu ári sýnir að lögin og starf sjálfstæða umboðsmannsins bera árangur. Fjöldi mála þar sem heildsölum finnst verslunin hafa brotið lög hefur lækkað úr um 80% frá 2014 í kringum 40% árið 2017. Langflestar verslunarkeðjurnar hafa bætt hegðun sína. Umboðsmaðurinn Christine er einnig upptekin af því að það sé ekki eingöngu fjöldi mála sem telji heldur séu það viðræður, kennsla og góð dæmi sem hægt er að vitna í sem skipti sköpum. Einnig virki það að hóta því að gripið verði inn í sé ekki rétt að öllu staðið, í sumum tilfellum þurfi að breyta menningu fyrirtækja. Mál sem koma inn á borð umboðsmannsins eru til dæmis um of seinar greiðslur, greiðslur fyrir hillupláss, vörur sem fjarlægðar eru úr hillum án ástæðu, söluherferðir og fleira. Lögin hafa einnig leitt til breytinga á fleiri sviðum eins og nú eru komnir á nauðsynlegir samningar milli bænda og iðnaðarins um mjólkurverð og kjötflokka sem dæmi. /ehg-BL UTAN ÚR HEIMI Donald Trump. Mynd / Sunday Express Mikill vöxtur er í notkun á mjólkurdufti fyrir ungbörn. Sá markaður er afar eftirsóttur af erlendum fyrirtækjum enda mann á ári.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.