Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 1
6. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 22. mars ▯ Blað nr. 511 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Framsóknarflokkurinn vill bann við innflutningi
á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum
– Sjálfstæðisflokkurinn segir að tryggja skuli að innflutningur hrárra landbúnaðarafurða feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir bústofna
„Í ljósi dóms EFTA-dómstólsins
um innflutning á hráu kjöti,
ógerilsneyddum mjólkurvörum
og eggjum er ljóst að vegið er
að íslenskum búfjárstofnum og
lýðheilsu Íslendinga,“ segir í
ályktun Framsóknarflokksins á
nýliðnu flokksþingi.
Flokkurinn vill að bann
við innflutningi á hráu kjöti,
ógerilsneyddri mjólk og eggjum
verði áfram tryggt í íslenskum
lögum.
Í ályktun Sjálfstæðisflokksins
á nýloknum landsfundi segir að
tryggja skuli að innflutningur
hrárra landbúnaðarafurða feli ekki
í sér sýkingarhættu fyrir innlenda
bústofna.
Samkvæmt ályktun Framsóknar-
flokksins telur flokkurinn að sjálfbær
þróun verði ætíð að vera leiðarstef í
allri atvinnustarfsemi sem byggir á
nýtingu náttúruauðlinda.
Innflutningur má ekki fela í sér
sýkingarhættu
Í ályktun Sjálfstæðisflokksins
um landbúnaðarmál kvað við
örlítið annan tón þar sem segir:
„Tryggja skal að innflutningur
hrárra landbúnaðarafurða feli ekki
í sér sýkingarhættu fyrir innlenda
bústofna“
Þá segir að gera verði sömu
kröfur til framleiðslu innfluttra
búvara og gerðar eru til innlendrar
framleiðslu.
Jafnframt kemur fram í ályktun
Sjálfstæðismanna að tryggja
þurfi heilbrigða samkeppni með
landbúnaðarvörur, þá sérstaklega
mjólkurvörur, með það að markmiði
að auka vöruúrval og bæta hag
neytenda. /VH
Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin 8. og 9. mars í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar mátu dómarar 125 mismunandi vörur frá kjötiðnaðar-
mönnum víða af landinu. Stigahæsti kjötiðnaðarmaðurinn reyndist vera Oddur Árnason frá Sláturfélagi Suðurlands og hlaut hann um leið sæmdarheitið
„Kjötmeistari Íslands“. Hann er hér með Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra. – Sjá nánar bls. 7, 28 og 29. Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Sjúkdómar og tollar:
Danskir bændur
áhyggjufullir
Fagþing nautgripa ræktarinnar
í Danmörku var haldið um
síðustu mánaðamót. Þar komu
fram miklar áhyggjur af þeirri
hættu sem greininni stafar af
innflutningi lífdýra sem og
fyrirhuguðum tollasamningum
ESB við Suður-Ameríkuríki.
Formaður samtakanna, Christian
Lund, og framkvæmdastjóri, Gitte
Grønbæk, sáu um framsöguna, en
margt afar áhugavert kom fram í
máli þeirra. Þó stóð upp úr ný stefna
varðandi flutninga á lífdýrum, sem
snýst um að reyna að stöðva alla
flutninga á lífdýrum til Danmerkur
til þess að vernda danska
nautgriparækt gegn mögulegum
sjúkdómum í búfé. Þetta er
tillaga sem gengur þvert á stefnu
Evrópusambandsins og gæti verið
erfitt að hrinda í framkvæmd en
nálgun dönsku bændasamtakanna
er þó afar áhugaverð og snýst um
að ná víðtækri sátt og samstöðu allra
fyrirtækja sem vinna úr afurðum
nautgripa, þ.e. bæði kjöti og mjólk.
Nýr fyrirhugaður samningur
um tollfrjáls viðskipti á milli ESB
og Mercosur-landanna Brasilíu,
Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ
veldur kúabændum í Danmörku
miklum áhyggjum. Ef þetta
verður niðurstaðan í viðræðunum
mun verð á nautakjöti lækka að
því að talið er um 5,5% og er
það mikið áhyggjuefni dönsku
bændanna. Vegna þessa vilja
dönsku bændasamtökin að sett verði
almennt þak á það hve miklu magni
nautakjöts megi hleypa inn í ESB
án tolla. /SS
– Sjá nánar á bls. 50 og 51
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
Framtíð
landbúnaðar
í Færeyjum
er björt
32
Poppað íslenskt byggkorn
til manneldis væntanlegt í
verslanir
4
Finnar geta
lært af
verklaginu við
Búnaðarþing
38-39