Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
Þrjár tegundir eiturefna sem
notaðar eru í landbúnaði í
ríkjum Evrópusambandsins
ógna nú verulega bæði villta
býflugnastofninum sem
og ræktuðum býflugum.
Það eru niðurstöður mat-
vælaöryggiseftirlits Evrópu
(Europe’s food safety watchdog)
að því er fram kom í frétt Reuters
á síðasta degi febrúar 2018.
Samkvæmt frétt Reuters er
einkum um að ræða þrjár tegundir
skordýra- og plöntueiturs sem
valda því að
býflugnastofninn
eru í þeirri hættu
að deyja hreinlega
út. Að baki þessarar
niðurstöðu liggja
yfir 700 rannsóknir
sem gerðar hafa
verið á áhrifum
efnanna klóþíanídín,
imídaklópríð og
þíametoxam sem
eru í einu lagi nefnd
neóníkótínóíðar. Á
fínna máli er yfirleitt
talað um „varnarefni“ í
þessu sambandi. Eitrið
veldur m.a. taugalömun
og gerir flugurnar ófrjóar.
Efni af þessum toga
eru lítt eða ekki notuð í
íslenskum landbúnaði. Í íslenskum
gróðurhúsum hafa menn fremur
farið þá leið að beita náttúrulegum
vörnum. Þær felast í því að nota
skordýr til að vinna á öðrum
skaðlegum skordýrum sem herja
á plöturnar. Þá veldur hitastigið
á Íslandi því að mun minna er
um skaðleg skordýr í jarðvegi en
þekkist þar sem hitastigið er hærra.
„Ef býflugurnar hverfa eigum
við aðeins fjögur ár eftir ólifuð”
Býflugur gegna lykilhlutverki við
frjóvgun og viðhaldi nytjajurta sem
og annarra jurtastofna. Án þeirra
myndi ræktun og landbúnaður
hrynja og þar með afkoma
manna. Ekki ómerkari maður en
eðlisfræðingurinn Albert Einstein
gerði sér grein fyrir þessu og er
sagður hafa sagt í byrjun fimmta
áratugar síðustu aldar:
„Ef býflugurnar hverfa af
yfirborði jarðar mun mannkynið
einungis eiga fjögur ár ólifuð. Ef
það eru engar býflugur, þá mun
engin frjóvgun eiga sér stað, engar
plöntur vaxa, engin dýr lifa og
heldur engir menn.“
[If the bee disappeared off the
surface of the globe then man
would only have four years of
life left. No more bees, no more
pollination, no more plants, no
more animals, no more man.]
Einstein var þó trúlega ekki
fyrstur til að fjalla opinberlega um
mikilvægi býflugna á þennan hátt.
Er þar m.a. nefndur til sögunnar
Maurice Maeterlinck, sem gaf út
sambærilega yfirlýsingu í bókinni
„The Life of the Bee“ sem kom
út 1901.
Það kom hins vegar fram í
franskri náttúrufræðigreiningu
„La Vie des Bêtes et l’Ami des
Bêtes“ í maí 1965 að Einstein
hefði hreinlega reiknað það út að
mannkynið ætti einungis fjögur
ár ólifuð ef býflugurnar hyrfu af
yfirborði jarðar. Þar með var tilkall
hans til þessara orða staðfest.
Náttúrufræðingurinn Charles
Darwin mun einnig hafa komið
inn á þetta í hinni byltingarkenndu
bók sinni um uppruna tegundanna,
„The Origin of Species“, sem
kom út árið 1859. Þar benti hann
á mikilvægi einstakra tegunda
fyrir lífið á jörðinni. Taldi hann
að mikilvægar plöntutegundir gætu
dáið út ef býflugurnar hyrfu.
Um orð þessara snillinga efast nú
fáir en samt fá fjársterk risafyrirtæki
enn að stýra mannkyninu í átt til
þeirrar útrýmingar sem þessir sömu
snillingar lýsa.
Hættan viðurkennd en samt
er haldið áfram að eitra fyrir
flugunum
Frá árinu 2013 hefur ítrekað verið
staðfest með rannsóknum að
notkun eiturefna (e. pesticides)
veldur dauða býflugnastofna.
Staðfestir Jose Tarzona, yfirmaður
matvælaöryggisyfirvalda Evrópu
(The European Food Safety
sýni að efnin hafi einkum mikil
áhrif á þrjár tegundir býflugna.
Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir
og ályktanir ESB og alþjóðlegra
stofnana um málið hefur EFSA í
raun staðið gegn banni á eiturefni
eins og glýfósat í landbúnaði
og látið þar undan kröfum
stórfyrirtækja sem framleiða slík
efni eins og Monsanto og Syngenta.
Reglugerð sem ESB setti 2013 til
að taka á þessum vanda hefur reynst
nær haldlaus.
Franziska Achterberg,
talsamaður Greenpeace í ESB
ríkjunum, segir ríkin verði að leggja
til fyrrnefnd eiturefni verði bönnuð
til að koma í veg fyrir skelfilegt
hrun í býflugnastofnunum.
Stjórnleysi ríkir í notkun
eitraðra varnarefna
Eiturefnanotkun í landbúnaði meðal
aðildarríkja Evrópusambandsins
virðist vera meira og minna
stjórnlaus ef marka má skýrslur
ESB. Þar hafa verið gerðar úttektir
á árangri af fjölda reglugerða og
tilskipanna sem ætlað var að
draga úr eiturefnanotkuninni, en
árangurinn er lítill sem enginn.
Matvælaeftirlitskerfi ESB virðist
heldur ekki hafa auðnast að knýja
menn til að fara eftir reglugerðunum
sem er þó bakgrunnur þeirra
heilbrigðisvottorða sem gefin eru
út, m.a. vegna matvæla sem flutt
eru til Íslands.
Aukin viðkvæmni jurta er
fylgifiskur einhæfrar ræktunar
Áætlað hefur verið að 67 þúsund
afbrigði sjúkdóma herji á uppskeru
bænda um allan heim. Nytjaplöntur
virðast sífellt verða viðkvæmari
fyrir þessum sjúkdómum í takt við
einhæfari ræktunar og að mennirnir
reyna að ná sem mestri uppskeru út
úr hverri tegund.
Til að koma í veg fyrir skaða af
völdum sveppagróðurs, skordýra
og plöntusjúkdóma hafa menn
farið þá leið að nota stöðugt meira
af eiturefnum og beita erfðatækninni
í æ ríkara mæli. Gallinn er bara sá
að þessar varnarráðstafanir hafa líka
afar neikvæð áhrif á náttúruna. Þær
valda líka vaxandi hættu fyrir heilsu
fólks sem neytir matvæla sem unnar
eru úr þessum jurtum og við neyslu
kjötmetis af dýrum sem fóðraðar eru
á slíkri uppskeru.
Skrifræði ESB dugar skammt
Skriffinnar í Evrópusambandinu
hafa greinilega haft nóg að gera
við að útbúa alls konar reglugerðir
og tilskipanir til að hafa hemil á
beitingu eiturefna af ýmsum tog sem
ætlað er að kveða niður óværuna
sem herjar á nytjajurtirnar. Gallinn
er bara sá að ansi fáir virðast lesa allt
það sem skriffinnarnir senda frá sér
og þar af leiðandi er lítið farið eftir
því. Niðurstaðan er því hömlulaus
notkun eitur- og varnarefna sem eru
valda náttúru, mannfólki og dýrum
miklum skaða.
Stjórnendur Evrópusambandsins
eru greinilega farnir að hafa miklar
áhyggjur af þessum málum ef marka
má málþing sem búið er að blása til
í Brussel þann 26. júní í sumar. Er
þetta í annað sinn sem slíkt er gert
og er titill málþingsins ansi veglegur
eða:
„2nd Symposium on the Future of
Sustainable Agriculture in the EU:
Assessing the Role of Pesticides
and Biocides“
Í löndum Evrópusambandsins
hefur verið reynt að hafa hemil
á eiturefnanotkuninni í gegnum
reglugerð um plöntuvarnarefni eða
„Regulation on Plant Protection
Products,“ sem innleitt var 2009
og reglugerð um lífrænar afurðir
„Regulation on Biocidal Products,“
sem innleiddar voru 2012. Var
þessum reglugerðum ætlað að vera
til verndar heilsu manna, dýra og
umhverfis. Einnig var ætlunin
að draga smám saman úr notkun
Miklar áhyggjur eru af notkun eitraðra varnarefna í landbúnaði úti í hinum stóra heimi en minna um aðgerðir:
„Ef býflugurnar hverfa þá deyr mannkynið“
– Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum sýnir fram á skaðsemi eiturefnamengaðra ávaxta og grænmetis fyrir ófrískar konur
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Býflugur gegna lykilhlutverki við frjóvgun og viðhaldi nytjajurta sem og annarra jurtastofna. Án þeirra myndi ræktun og landbúnaður hrynja og þar með
afkoma manna. Mynd/Anthidium
Eðlisfræðingurinn Albert Einstein er sagður hafa reiknað það út að þegar
býflugurnar væru horfnar af yfirborði jarðar ætti mannkynið einungis eftir
fjögur ár eftir ólifuð.