Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
Landbótasjóður Landgræðsl-
unnar úthlutar árlega
styrkjum til bænda og annarra
umráðahafa lands til verkefna
er snúa að stöðvun jarðvegsrofs,
endurheimt gróðurs og jarðvegs.
Unnið var á tæpum sjö þúsund
hekturum á síðasta ári sem er
það mesta frá því að sjóðurinn
tók til starfa.
Árið 2017 bárust 90 umsóknir í
sjóðinn en styrkur var veittur til 87
verkefna. Landbótasjóður var settur
á fót árið 2003.
Á heimasíðu Landgræðslunnar
segir að á vegum sjóðsins hafi á
síðasta ári verið úthlutað 64,4
milljónum króna í formi beinna
styrkja auk 9,3 milljóna króna í formi
fræs sem var afhent styrkþegum.
Heildarstyrkur reyndist því vera
74,8 milljónir króna. Landgræðslan,
umhverfisráðuneytið og
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
lögðu sjóðnum til fjármagn.
Ef verkefni eru umreiknuð í
flatamál kemur í ljós að þau jukust
verulega á árunum 2016 og 2017
samanborið við árin á undan, en
framlög í sjóðinn hækkuðu á liðnu
ári. Á árinu 2017 var unnið á 6.998
hekturum, sem er það mesta frá því
að sjóðurinn tók til starfa. Á síðasta
ári dreifðu styrkþegar tæplega 1.000
heyrúllum á land sitt og gróðursettu
um 32.000 trjáplöntur. /VH
Landbótasjóður:
Unnið á tæplega sjö
þúsund hekturum
FRÉTTIR
Vilja stofna umhverfisbanka:
Stutt myndbönd studd ítarefni
munu einkenna Umhverfisbankann
Umhverfisráðuneytið:
Reglugerð um vegi
í náttúru Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur undirritað nýja reglugerð um
vegi í náttúru Íslands samkvæmt
lögum um náttúruvernd.
Með innleiðingu og framkvæmd
reglugerðarinnar verður til skrá
um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru
Íslands þar sem umferð vélknúinna
ökutækja er heimil.
Reglugerðin kveður á um
að við gerð aðalskipulags eða
svæðisskipulags geri sveitarfélög
tillögu að slíkri skrá í víðtæku
samráði við meðal annars félaga-
og hagsmunasamtök og stofnanir.
Við mat á því hvort vegir eigi
heima á skránni skal sérstaklega
líta til þess hvort akstur á þeim sé
líklegur til að valda neikvæðum
áhrifum á náttúru, s.s. raska gróðri,
valda jarðvegsrofi eða hafa neikvæð
áhrif á ásýnd og landslag. Vegirnir
verða flokkaðir í fjóra flokka, meðal
annars eftir greiðfærni.
Einnig þarf að tiltaka hvort um
opna vegi eða vegi með takmarkaða
notkun er að ræða. Þó svo að akstur
sé heimilaður á vegum samkvæmt
skránni felur það ekki í sér að
þeir séu færir öllum vélknúnum
ökutækjum og leiða ekki til
ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á
viðhaldi þeirra.
Vegagerðin heldur skrá yfir þessa
vegi í stafrænum kortagrunni og
veitir almenningi aðgang að skránni
í gegnum vefþjónustu bæði til
skoðunar og niðurhals. /VH
Með innleiðingu og framkvæmd reglugerðarinnar verður til skrá um vegi
aðra en þjóðvegi þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Mynd / HKr.
Styrkir úr Landbótasjóði runnu til vinnu á rétt tæpum sjö þúsund hekturum
lands, sem er það mesta síðan sjóðurinn tók til starfa.
Framtíð lands og þjóðar – og
heimsins alls – veltur á aukinni
þekkingu fólks á umhverfismálum
og raunhæfum aðgerðum
á sviði umhverfismála. Það
þarf að stórauka fræðslu í
umhverfismálum og þá ekki síst
í framhalds skólum og byggja á
myndrænni fræðslu.
Undanfarnar vikur hefur Land-
græðslan haft forgöngu um að
leita eftir samstarfi ýmissa aðila
í því skyni að stofna nýstárlegan
gagnabanka sem nefndur hefur verið
Umhverfisbankinn.
Hugmyndin að gagnabankanum
kviknaði á Umhverfisþingi í
Hörpunni. Í hópi frummælenda voru
tvær stúlkur úr Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Þær sögðu
einfaldlega að of lítið væri til af
kennsluefni í umhverfisfræðum
í framhaldsskólum. Stúlkurnar
báðu um að ungt fólk væri frætt
um umhverfismál en dregið úr
hræðsluáróðri.
Góðar undirtektir en fjármagn
skortir
„Við höfum hitt ótal aðila og kynnt
þeim hugmyndafræðina að baki
Umhverfisbankanum. Við viljum
fá sem flesta að borðinu og að
stjórn bankans verði í höndum
þeirra sem leggja til efni,“ sagði
Áskell Þórisson, sem starfar á
sviði kynninga og fræðslu hjá
Landgræðslunni.
„Sem dæmi má nefna að við
höfum rætt við Veðurstofuna,
Hafrannsóknastofnun, Náttúru-
fræðistofnun, Menntamála-
stofnun, Landbúnaðarháskólann,
Umhverfisstofnun, Landvernd,
Skógræktina, Félag ungra
umhverfissinna, Samlíf, Félag
kennara í raungreinum og Matís.
Undirtektir hafa verið ágætar en
það skortir fjármuni svo hægt
sé að ýta verkefninu úr vör. Hjá
þessum aðilum starfa margir af
okkar bestu vísindamönum á
sviði umhverfisfræða og við erum
þess fullviss að með þeirra aðstoð
er hægt að útvega skólakerfinu
gríðarlegt magn lifandi fróðleiks
sem nemendur kunna að meta
og tileinka sér. Í huga okkar
Landgræðslumanna skiptir litlu
hvar gagnabankinn verður vistaður.
Aðalatriðið er samvinna og
markmiðið er betur upplýstir
nemendur. Þekking, byggð á
vísindalegum staðreyndum, er eitt
af því fáa sem getur komið okkur til
bjargar í þeim vanda sem við blasir.“
Sami vísindamaður í mörgum
skólum á sama andartaki
Áskell sagði að hlutverk bankans
væri að draga saman þekkingu á
umhverfismálum á einn stað og beita
m.a. myndbandstækninni til að ná til
yngri kynslóða.
„Hugmyndafræðin gengur m.a.
út á það að fá vísindamenn landsins
til að fjalla í örstuttu máli um einstök
mál sem tengjast þeirra sérsviði – og
tengja svo ítarefni við allt saman.
Sami loftslagsfræðingurinn gæti
þannig verið að ávarpa nemendur í
nokkrum skólum samtímis einn og
sama morguninn. Þetta efni gætu
kennarar líka nýtt í hópaverkefni.
Við höfum rætt um að fá stuttar
myndir frá stofnunum á borð
við FAO og þýða yfir á íslensku.
Markhópurinn er ekki einungis
kennarar og nemendur. Allir
landsmenn geta nýtt sér bankann.“
Viðskiptavinirnir verða að geta
treyst bankanum
En banki er ekki banki nema
viðskiptavinir hans geti lagt inn
efni. Áskell sagði að ætlunin væri að
hafa starfandi ritnefnd sem tryggði
að fólk gæti treyst því efni sem er í
Umhverfisbankanum. Farið yrði yfir
allt efni, hvaðan sem það kæmi, og
kannað hvort það styddist við bestu
fáanlega þekkingu.
„Þegar svona gagnabankar eiga í
hlut skiptir öllu að viðskiptavinirnir
geti treyst þeim. Við viljum ekkert
bankahrun í þessum geira.“
Þegar gagnabankinn verður að
veruleika mun einnig verða boðið
upp á ljósmyndasafn sem fólk má
nota að vild.
Litlir fróðleikslækir verða að
straumhörðu fljóti
Það er alveg ljóst að stofn- og síðar
rekstarkostnaður Umhverfisbankans
mun kosta umtalsvert fé.
„Við verðum að vinna saman
í þessu máli. Við verðum að
veita saman lækjum fróðleiks og
þekkingar og búa til straumhart
fljót þekkingar. Við verðum að
nota þá tækni sem yngri kynslóðir
þekkja; tala á því máli sem unga
fólkið skilur. Samanlagður stofn- og
rekstrarkostnaður bankans í nokkur
ár nemur vissulega einhverjum
milljónum – en það verður eins
og og dropi í hafið miðað við
ávinninginn,“ sagði Áskell að
lokum. /HKr
Áskell Þórisson, starfsmaður á
sviði fræðslu og kynningar hjá
Landgræðslunni.
tækninni til að ná til yngri kynslóða. Mynd / ÁÞ
Finninn Thomas Snellman hélt
erindi um milliliðalaus viðskipti
með mat í byrjun mánaðarins
í Hörpu í Reykjavík. Auk hans
fjallaði Brynja Laxdal um sölumál
á Facebook hérlendis og Arnar Gísli
Hinriksson ræddi um fjölbreyttar
aðferðir við markaðssetningu
á Netinu. Fyrirlestrarnir eru
nú aðgengilegir á vefsíðu
Bændasamtakanna, bondi.is.
Eftir erindin var vinnustofa
þar sem gestum gafst kostur á að
leggja sitt af mörkum til þess að
finna leiðir til að auðvelda viðskipti
með matvörur á milli bænda,
smáframleiðenda, veitingamanna
og neytenda.
Það var m.a. niðurstaðan að stofna
þyrfti svæðisbundnar sölusíður
á Facebook og efla samvinnu
smáframleiðanda með áherslu á
vöruþróun og gæði. Þá þyrfti að
kynna síðurnar með öflugum hætti
og jafnframt einfalda regluverk fyrir
smáframleiðendur. /TB
Erindi um milliliðalaus viðskipti með mat aðgengileg á bondi.is:
Facebook hentar vel sem sölumiðill
Thomas Snellman í Hörpu.