Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 201858 LESENDABÁS Yfirbyggjum vegi á verstu veður- og snjóaköflunum Óvenjuoft hefur þjóðvegum landsins verið lokað í vetur enda tíðarfar óvenjurysjótt. Ég tel að við Íslendingar verðum að nota aðrar aðferðir við vegagerð en verið hefur. Hugmynd mín er að byggja yfir veginn þar sem veðrið er verst og snjósöfnun mest. Ég þekki best til vega milli Reykjavíkur og Akureyrar og yfir Hellisheiði. Skoðum fyrst leiðina frá Reykjavík til Akureyrar. Á Kjalarnesi og fyrir Hafnarfjall er vegurinn oft lokaður vegna hvassviðris í suðaustan veðrum. Þar myndi duga að byggja skjólvegg meðfram veginum öðrum megin. Við eigum nóg af tæknimenntuðu fólki til að reikna út hæð og styrkleikja slíks veggjar. Á Holtavörðuheiði eru allt aðrar aðstæður. Þar er hvass vindur og skafrenningur bæði í sunnan- og norðanáttum og hvassir strengir frá Tröllakirkju, bæði í suðvestanátt og norðanhviðum. Ég vann við vegagerðina þegar núverandi vegur var lagður yfir heiðina. Þá var rætt um að leggja veginn yfir háheiðina vestur við Holtavörðuvatn. Fjallvegurinn fer nú í 407 metra hæð en hefði orðið um 50 metrum lægri. Vegfarendur hefðu losnað við versta veðrið. Þegar vegurinn var lagður voru ekki til tæki hérlendis til að leggja veginn með vatninu. Nú eru til tæki til þess en vegagerðin yrði vissulega dýr. Nefna mætti yfirbyggingu um það bil 10 kílómetra kafla á við veginn frá Norðurá í Heiðarsporði og norður undir „Dæld“. Ég tel að yfirbygging sé miklu ódýrari lausn þar en nýr vegur meðfram Holtavörðuvatni. Skyggni ekkert Þá er komið að veginum um Línakradal þar sem talað er um að aka „fyrir Múlann“. Það er vegurinn frá Hvammstangavegamótum og að Vesturhópsvegamótum, um það bil 8 kílómetrar. Á þessum kafla er oft mjög hvasst og mikið snjókóf, „blindhríð“, þótt ökufært sé um Miðfjörð og Víðidal. Hjá Gauksmýri sem er á miðri þessari leið er vefmyndavél frá Vegagerðinni. Ég hef séð að þar er stundum lítið skyggni, jafnvel svo að ekki sést í veginn frá myndavélinni. Um 4 km í Bakkaselsbrekkunni Næst er að nefna kafla á Öxnadalsheiðinni, um 4 km í Bakkaselsbrekkunni. Þar gerir mikla ófærð og miklu meiri eftir að sett var vegrið á austurkantinn til að varna því að bílar aki þar fram af. Laga mætti báða þessa kafla með því að byggja yfir þá. Loks nefni ég Hellisheiði, á milli Reykjavíkur og Hveragerðis, sem oft lokast. Þyrfti að byggja yfir veginn frá Litlu kaffistofunni og austur á Kambabrún. Með svona aðgerðum myndu þessar leiðir oftast verða færar, auk þess sem mikill kostnaður við snjómokstur sparaðist. Gefið stefnuljós Eitt umferðarmál í lokin: Mikið væri til bóta ef bílstjórar sem aka út úr bílastæðum gæfu stefnuljós. Þá sæju aðrir ökumenn miklu fyrr að þeir væru að aka af stað. Gott væri ef Samgöngustofa myndi brýna þetta fyrir vegfarendum. Þórarinn Þorvaldsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og vörubílstjóri, frá Þóroddsstöðum. Þórarinn Þorvaldsson. Mynd/HKr. Ályktun frá Þingeyrarakademíunni: Ellilífeyrisþegar sem lepja dauðann úr skel fái afturvirka leiðréttingu strax! Milli 1.700 til 2.000 eldri borgarar hafa ekkert nema einfaldan lífeyri frá Tryggingastofnun til að lifa á segir Mogginn og ekki lýgur hann. Í blaðinu segir í viðtali við 73 ára konu, sem byrjaði að vinna í fiski 13 ára gömul og hefur unnið í 60 ár: „Minn réttur er 225 þúsund, því ég er á vergangi og bý hjá syni mínum, þannig að ég fæ ekki neina heimilisuppbót. Það er svo tekinn 38% skattur af þessu þannig að ég fæ útborgaðar tæpar 175 þúsund krónur á mánuði.“ Ofan á það leggjast svo greiðslur frá lífeyrissjóði, 55 þúsund og eru því heildargreiðslur til hennar 230 þúsund krónur. Það var einmitt það! Við leyfum okkur svo að greiða þeim sem ekki vita aura sinna tal afturvirkar launahækkanir upp á fleiri milljónir króna. En aldrei hafa menn heyrt talað um afturvirkar launahækkanir handa þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Svo gengur það út yfir allan þjófabálk að lífeyrir almannatrygginga skuli skerðast við greiðslur úr lífeyrissjóði hjá þeim sem eiga ekki fyrir salti í grautinn. Þetta finnst Þingeyrarakademíunni fyrir neðan allar hellur. Akademían gerir það því að tillögu sinni að ellilífeyrisþegar, sem ekkert hafa til að moða úr nema einfaldan ellilífeyri, fái eins og skot tvær milljónir króna og það skattfrjálst úr sameiginlegum sjóði landsmanna, sem afturvirka eingreiðslu. Flestir þeirra hafa unnið baki brotnu fyrir landið alla sína tíð og eiga þetta inni hjá ríkissjóði. Þó fyrr hefði verið. Þeir sem við kjötkatlana sitja ættu að skilja þetta manna best! Það þarf engan starfshóp eða nefnd í þetta mál. Þingeyrarakademían krefst aðgerða strax. Vilji er allt sem þarf. Hvar á að taka peningana? Það færi vel á því að þeir væru teknir af arði Landsbankans. Ekkert vesen! Samþykkt einróma 7. marz 2018. Þingeyrarakademían Hvað er Þingeyrarakademían? Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stunda morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiss konar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hafðu auga með landi og skepnum með dróna frá Dronefly 4 km drægni 20Mp ljósmyndir & 4K myndavél Skynjar hindranir allan hringinn Láttu drónann elta þig 30 mínútu flugtími PHANTOM 4 PRO 4km drægni Hægt að brjóta saman 12Mp ljósmyndir & 4K myndavél Skynjar hindranir. Láttu drónann elta þig 30 mínútu flugtími MAVIC PRO PLATINUM VERSLUN, VERKSTÆÐI , LEIGA & NÁMSKEIÐ KRÓKHÁLSI 6 - 566-6666 GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Bylting í hreinlæti! Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.i teamglobal.com Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.