Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkaði 23. febrúar síðastliðinn og þar með talin gjöld er snúa að bændum. Um er að ræða almenna hækkun en gjaldskrá Matvælastofnunar hafði ekki hækkað frá 2012. Að sögn Evu Gunnarsdóttur, innheimtu- og launafulltrúa hjá Matvælastofnun, var við gjaldskrárbreytinguna felldur niður viðauki I sem innihélt töflu sem sýndi fast eftirlitsgjald eftir búfjártegund og fjölda dýra. „Í ljósi þess að áhættuflokkun fyrir frumframleiðslu og annað dýrahald var lokið var ljóst að ekki var þörf á þessum viðauka lengur því þá tók við annað gjald Áhættuflokkað eftirlit samkvæmt 2. grein reglugerðarinnar,“ segir Eva. Tímagjald greitt fyrir allt viðbótareftirlit Í meðfylgjandi töflu eru tilgreinar þær gjaldskrárbreytingar Matvæla- stofnunar sem snúa að bændum. „Annað er óbreytt í gjaldskránni, meðal annars það að kostnaður vegna rannsókna og greininga er greiddur af eftirlitsþega, sem og að tímagjald er greitt fyrir allt viðbótareftirlit, svo sem eftirfylgniskoðanir, vegna úttekta, vegna ábendinga/kvartana, sýnatöku og fleira. Eins og áður, til viðbótar við eftirlitsgjöld, skal greiða akstursgjald fyrir hverja eftirlitsheimsókn. Akstursgjaldið lækkaði lítillega við gjald- skrárbreytinguna,“ segir Eva Gunnarsdóttir hjá Matvælastofnun. Bændur geta lækkað eftirlitsgjöldin Eva bætir því við að vert sé að taka fram að hækkun gjaldskrár hafi ekkert með nýtt áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi að gera en hins vegar geta bændur lækkað eftirlitsgjöld með góðri frammistöðu þar sem tíðni eftirlits lækkar hjá þeim bændum sem færast upp um frammistöðuflokk. /smh FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Skógræktarfélag Eyfirðinga: Ný öflug og afkastamikil stórviðarsög í notkun Einar Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Búvís, og Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk nýlega afhenta nýja stórviðarsög sem á eftir að gjörbreyta aðstöðu félagsins til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Sögin er af gerðinni Woodmizer og er mun öflugri og afkastameiri en sögin sem félagið hefur notað fram að þessu. Viðarvinnsla hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Skógræktarfélags Eyfirðinga undanfarin ár. Nú er svo komið að sögin sem félagið hefur notað um árabil ræður vart við verkefnið lengur. Þörf er á hraðvirkari og öflugri sög, meðal annars til þess að hægt sé að fletta meira timbri á hverri vinnustund, enda verður efnið því dýrara sem lengur tekur að vinna það. Duga engin tómstundaverkfæri Eftir því sem trén í skógum Skógræktarfélags Eyfirðinga stækka gefast meiri tækifæri til flettingar á íslenskum viði í borð og planka. Félagið sagar þó ekki einungis timbur úr Kjarnaskógi og öðrum reitum sem félagið hefur umsjón með heldur er timbur farið að berast úr öðrum skógum í nágrenninu og sömuleiðis úr bæjarlandi Akureyrarbæjar. Viðurinn fellur að mestu til við grisjun skóganna en einnig þegar tré eru felld í görðum. Til dæmis berast félaginu æ stærri og sverari asparbolir og til sögunar á slíkum trjám duga engin tómstundaverkfæri. Vinnur sjálf fyrir eigin húsaskjóli Í undirbúningi er að reisa skýli yfir sögina nýju á athafnasvæði Skógræktarfélagsins í Kjarna. Sléttaður hefur verið völlur undir skýlið spölkorn sunnan við húsnæði félagsins og þar ætti sögin að komast undir þak á næstu mánuðum. Skýlið verður að sjálfsögðu klætt með heimafengnu timbri sem sagað verður með nýju söginni. Því má segja að sögin eigi eftir að vinna sjálf fyrir eigin húsaskjóli. /MÞÞ Matvælastofnun: Gjaldskrárhækkanir Dæmi um gjaldskrárbreyt- ingar Matvælastofnunar Til og með 22.2.2018 Frá og með 23.2.2018 Áhættuflokk- að eftirlit 20.870 kr. 23.375 kr. Tímagjald dagvinna 8.00-17.00 8.348 kr. 9.350 kr. Tímagjald yfirvinna 17.00-8.00 12.335 kr. 13.815 kr. Útgáfa starfsleyfis/ endur nýjun 8.348 kr. 9.350 kr. Akstursgjald 3.330 kr. 3.300 kr. Auður Magnúsdóttir ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Landverndar Auður Magnúsdóttir, deildar forseti Auðlinda- og umhverfis deildar Landbúnaðar háskóla Ís lands, hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Landverndar. Auður hefur störf 1. maí næstkomandi. Hún er með doktors próf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/ Karolinska Institut og hefur stundað rann sóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gegnt starfi deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum. Auður tekur við starfinu af Salome Hallfreðsdóttur, en Salome hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í nóvember síðastliðnum þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, tók við embætti umhverf is ráðherra. 50 ára afmæli Landvernd stendur á tímamótum, þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli samtakanna. „Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um umhverfismál á lofti,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá samtökunum. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.