Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Búnaðarþing 2018 ályktaði um merkingar á landbúnaðarafurðum: Beitt verði viðurlögum þegar vísvitandi er verið að blekkja neytendur – könnun sem Maskína gerði fyrir skömmu sýnir afgerandi vilja neytenda til merkinga á matvöru Matvælastofnun og heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaga rannsökuðu næringar- og heilsufullyrðingar á matvörum og fæðubótarefnum frá maí 2016 til febrúar 2017. Niðurstöður eftirlitsverkefnisins sýna að rúmur helmingur fullyrðinga uppfyllti ekki kröfur. Rannsakaðar voru 40 mismunandi matvörur og fæðubótarefni frá 18 fyrirtækjum, með samtals 66 fullyrðingum. Skoðaðar voru bæði innlendar og innfluttar vörur, almenn matvæli og fæðubótarefni eða sérvörur. Einnig voru skoðaðar auglýsingar í dagblöðum og upplýsingar í netverslunum. Fyrirtækin voru ýmist undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eða Matvælastofnunar. /VH Merkingar á landbúnaðarafurðum voru til umræðu á Búnaðarþingi sem haldið var í Reykjavík 5. - 6. mars. Ályktaði þingið um þau mál og lagði áherslu á að með bættum merkingum og eftirliti með þeim yrði komið í veg fyrir að neytendur séu blekktir. Af hálfu neytenda hefur þráfaldlega verið bent á mikinn misbrest í merkingum á landbúnaðar- vörum á undanförnum árum. Talsverðar úrbætur hafa verið gerðar hvað varðar upprunamerkingar en ljóst að bæta þarf um betur. Beindi Búnaðarþing því til landbúnaðarráðherra, fjár mála- ráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála sem jafnframt fer með neytendamál, að tryggja að í gildi séu viðeigandi reglur um vandaðar og áberandi merkingar á öllum matvælum og öðrum landbúnaðarafurðum, innlendum sem innfluttum. Neytendur vilja merkingar Markaðsfyrirtækið Maskína gerði könnun á afstöðu neytenda um upprunamerkingar á matvöru fyrir Icelandic lamb í janúar síðastliðnum. Þar kom fram mjög ákveðin afstaða neytenda sem langsamlega flestir vilja vita um upprunaland matvöru. Ákveðnust var afstaðan til matvöru sem boðin er til sölu í verslunum. Einnig var mikill meirihluti sem vill upprunamerkingar á matvöru sem borin er á borð á veitingahúsum og í mötuneytum. Viðurlögum beitt vegna blekkinga Í ályktun Búnaðarþings um merkingarmálin segir m.a.: „Merkingarnar taki m.a. til uppruna, ferils, framleiðsluhátta, innihalds og geymsluskilyrða. Skoða þarf nánar framsetningu á merkingum með tilliti til þess að þær gefi neytendum ætíð glöggar upplýsingar og beita þarf í auknum mæli viðurlögum þegar blekkingum er vísvitandi beitt. Virkt eftirlit með innflutningi Stofnanir sem fara með eftirlit með merkingum, innflutningi og markaðsfærslu landbúnaðarafurða stundi reglulega vöruskoðun vegna innflutnings og virkt almennt eftirlit. Við innflutning matvæla og annarra landbúnaðarafurða verði sérstök áhersla lögð á að réttum reglum sé fylgt varðandi heilbrigði, tollafgreiðslu og merkingar. Með því verði stuðlað að lýðheilsu, smitgát, plöntu- og dýraheilbrigði, vandaðri upplýsingagjöf til neytenda og heilbrigðara samkeppnisumhverfi. Búnaðarþing telur að upplýsingar um uppruna matvara eigi ávallt að vera aðgengilegar fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða veitingastöðum.“ Í greinargerð með ályktuninni segir ennfremur: „Nauðsynlegt er að tryggja að við innflutning á landbúnaðarvörum fari örugglega saman þau skjöl sem vörunni eiga að fylgja og skoðun á þeirri vöru sem raunverulega kemur til landsins. Eina aðferðin til að sannreyna það er virk vöruskoðun. Með því er tryggt að rétt heilbrigðisvottorð fylgi ævinlega þeirri vöru sem kemur. Jafnframt er mikilvægt að yfirfara með vöruskoðun og skjalasamanburði að rétt tollflokkun sé viðhöfð. Dæmi eru um að misbrestur sé á hvoru tveggja.” Styrkja þarf skilgreiningar Yfirfara þarf reglugerðir um merkingar matvæla og annarra landbúnaðarafurða, framsetningu þeirra sem og reglugerðir um inn- og útflutning. Styrkja þarf skilgreiningar að baki tollflokkun, mögulega með fjölgun tollnúmera og útgáfu úrskurða um bindandi tollflokkun.“ Blekkingum beitt við innfluttar vörur „Þá er nauðsynlegt að gera átak í að lögum og reglum um merkingar sé fylgt en því hefur víða verið áfátt sbr. ákvæði reglugerðar 1294/2014. Taka þarf fastar á því ef vísvitandi blekkingum virðist beitt, t.d. eru fjölmörg dæmi um að innfluttri vöru séu búnar þær merkingar og umbúðir að hún virðist íslensk. Dæmi eru um að innfluttar vörur eru seldar undir innlendum vöruheitum, umbúðir þeirra merktar í fánalitum, upprunaland komi ekki fram eða að leturgerð upprunalands sé svo ógreinileg að vart sjáist,“ segir í ályktun Búnaðarþings 2018. /HKr. Helmingur uppfyllti ekki kröfur MAST FRÉTTIR Já; 96,6% Nei; 3,4% TELUR ÞÚ AÐ MERKJA EIGI UPPRUNALAND Á MATVÖRU Já; 77,1% Nei; 22,9% TELUR ÞÚ AÐ MERKJA EIGI UPPRUNALAND Á MATVÖRU Á VEITINGAHÚSUM? Já; 72,4% Nei; 27,6% TELUR ÞÚ AÐ MERKJA EIGI UPPRUNALAND Á MATVÖRU Öryggisúttekt á íslenska þjóðvegakerfinu hefur farið fram síðustu ár og er alls búið að meta um 4.200 km. Í úttektinni kemur fram að um 75% af íslenska vegakerfinu er með eina eða tvær stjörnur í öryggisúttekt EuroRap. Einungis 25% íslenskra vega er með þrjár stjörnur eða meira. Markmiðið hins vegar er að allir vegir verði að lágmarki þriggja stjörnu. Með úttektinni, sem unnin er eftir stöðlum EuroRAP, verður til gagnagrunnur um vegi og umhverfi þeirra og hvernig öryggi þeirra er háttað. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og fleiri samstarfsaðilum staðið að úttektinni. Opnað hefur verið fyrir aðgang að úttektinni á vef FÍB. 75% þjóðvega í lélegu ástandi Útflutningur á íslensku grænmeti sem ræktað er án varnarefna til netverslunarinnar nemlig.com í Danmörku: Íslenskar agúrkur á matarborð Dana Sölufélag garðyrkjumanna sendi í upphafi vikunnar fyrstu sölusendingu sína af grænmeti til Danmerkur. Um er að ræða tvö bretti af agúrkum sem verða seldar af netversluninni Nemlig.com. Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, segir að til hafi staðið að sendingin færi fyrr en að henni hafi verið frestað vegna skorts á innlendum agúrkum. „Það fór frá okkur tilrauna sending fyrir ekki svo löngu og Danirnir voru gríðarlega ánægðir með hana. Í framhaldi af því sendum tvö bretti til viðbótar í byrjun vikunnar.“ Kröfuharðir neytendur „Móttakandi sendingarinnar í Danmörku er netverslun sem heitir nemlig.com sem selur allt milli himins og jarðar og þar á meðal matvæli. Hún er að mínu mati ein glæsilegasta vefverslun á Norðurlöndunum í dag. Neytendur í Danmörku eru mjög kröfuharðir og týpískur viðskiptamannahópur nemlig.com pantar matinn yfir rauðvínsglasi á kvöldin og fær hann sendan heim og fer aldrei í matvöruverslun. Viðræður við Irma enn í gangi Guðlaugur segir að Sölufélag garðyrkjumanna hafi um tíma átt í viðræðum við dönsku verslunarkeðjuna Irma um útflutning á grænmeti og að þær viðræður séu enn í gangi. „Í dag stranda viðræðurnar við Irma á því að þar vilja menn fá íslenska lífræna vottun á framleiðsluna. Vandamálið er að hér á landi gilda ekki sömu reglur um lífræna vottun og í Skandinavíu. Í Skandinavíu er heimilt að rækta plöntur í rennum í eins metra hæð eins og við gerum og þar telst það lífræn ræktun. Hér er ekki heimilt að votta slíka ræktun sem lífræna þrátt fyrir að moldin, næringarefnin og allt annað sé lífrænt ræktað. Þessu þarf að breyta og það verða stjórnvöld að gera. Ef þau gera það ekki er ólíklegt að við séum að fara að flytja út agúrkur héðan sem lífrænt vottaðar.” Engin varnarefni í íslenskum agúrkum „Vefverslunin nemlig.com gerir kröfu um að varan innihaldi ekki varnarefni og það er ekkert vandamál fyrir okkur að uppfylla þá kröfu. Það er þegar búið að staðfesta að hún geri það ekki af óháðri rannsóknastofu. Við merkjum vöruna sérstaklega sem lausa við öll varnarefni.“ Áhugi fyrir annarskonar matvörum „Danirnir hafa sýnt áhuga að fá frá okkur fleiri tegundir af grænmeti og jafnvel aðrar annarskonar matvörur eins og kjöt og fisk. Viðræður um það eru í gangi nú þegar. Ég á ekki von á öðru en að þessi viðskipti eigi eftir að vinda utan á sig og að salan eigi eftir að aukast með tímanum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. /VH Gunnlaugur Karlsson. Heimsendingarþjónusta nemlig.com. Njarðvíkurskriður. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.