Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 hættulegra efna í landbúnaði. Meira regluverk hefur verið í gangi innan ESB sem miðar að sömu niðurstöðu en að því er virðist með afar döprum árangri. Þar er meira að segja um hreinar tilskipanir að ræða eins og tilskipun um sjálfbæra notkun „varnarefna“ „The Directive on Sustainable Use of Pesticides,“ frá 2009. Þessari tilskipun var ætlað að virkja stýrða notkun á eiturefnum „Integrated Pest Management (IPM),“ sem átti að leiða til upptöku sjálfbærari aðferða við plöntuvarnir. Ekki nóg með það því á árinu 2015 lagði framkvæmdastjórn ESB fram lista yfir virk efni sem sambandsríkjunum var gert skylt að draga úr notkun á. Eins og að skvetta vatni á gæs Ekki vantar því regluverk, tilskipanir ESB og beinar skipanir framkvæmdastjórnar, en það virðist hafa verið litlu áhrifaríkara en að skvetta vatni á gæs. Í skýrslu sem gerð var um árangur af þessum markmiðum og tilskipunum árið 2016 kom í ljós að þær voru ekki að virka eins og til stóð. Það sem meira er, enn frekari yfirferð á málunum og enn ein skýrslan sem gefin var út 2017 sýndi að aðildarríkin höfðu ekki fylgt þessum málum eftir. Meira að segja er ekki enn búið að útkljá í sumum aðildarríkjunum hvort þeim beri að innleiða reglugerðirnar sem framleiddar eru í stórum stíl í Brussel um þessu mál. Stríðið við stórfyrirtækin um bann við glýfósati Til að kóróna allt saman hefur verið uppi mikill tvískinnungur innan sambandsins allt frá árinu 2015 um bann sem þá átti að innleiða við notkun á eiturefninu glýfósat, en hefur ítrekað verið frestað. Á bak við þær frestanir eru gríðarleg pressa frá risafyrirtækjunum sem framleiða slík efni þar sem Monsanto, Bayer AG, DuPont og Syngenta hafa verið í fararbroddi gegn banni. Leiddi það til þess að banni við notkun á glýfósati í landbúnaði í ríkjum ESB var enn frestað um fimm ár í desember 2017. Hafa fyrirtækin eytt gríðarlegum peningaupphæðum gegn banninu. Voru matvælaöryggisyfirvöld Evrópusambandsins „EFSA“, þar á öndverðum meiði við alþjóðlegu krabbameinsrannsóknarstofnunina „IARC“ sem vildi láta banna notkunina. Rannsóknir sýna fram á skaðsemi efnanna á heilsu manna Meðan þessi botnlausi vandræðagangur er innan Evrópusambandsins fer umræðan vaxandi um allan heim um skaðann af notkun eiturefna við ræktun nytjajurta. Hinn 15. ágúst 2017 var birt grein í Medical Xpress þar sem fjallað var um skaðsemi af notkun eiturefna í landbúnaði. Var þar vísað til skýrslu Berkeley-háskóla sem sýni að börn á landbúnaðarsvæði í Salinasdalnum þjáðust af heilsuleysi sem tengt var við notkun eiturefna í landbúnaði. Var þar einkum talað um lungnaskaða og aukna tíðni asma í börnum sem voru innan kílómetra frá þeim svæðum sem verið var að úða eiturefnum og dreifa áburði. Þar var einnig minnst á skaðleg áhrif af brennisteini á börn og landbúnaðarstarfsmenn. Bent var á að 21 milljón kílóa af hreinum brennisteini hefði verið í efnum sem notuð voru í landbúnaði í Kaliforníu á árinu 2013. Brennisteinn hefði mikið verið notaður í efnablöndur vegna þess að hann væri talinn lítt skaðlegur fyrir fólk. Í ágúst 2017 bárust fréttir notkun eiturefna í kjúklingabúum í Hollandi og bann við dreifingu eggja sem innihéldu eiturefni úr svokölluðum „plöntuvarnarefnum“. Honn 19. október 2017 var frétt í The Times of India um að sjö banvæn eiturefni sem búið væri að banna á heimsvísu væru enn notuð við landbúnaðarframleiðslu á Indlandi. Varð andlát bónda í Yavatmal-héraði sem lést af eitrun slíkra efna kveikjan að þeirri frétt. Í kjölfar andlátsins birti umhverfisvísindastofnun í Delhí lista yfir sjö mjög hættuleg efni sem enn væri verið að nota í indverskum landbúnaði til að drepa óværu sem herjaði á jurtir og til eyðingar á illgresi. Yfir 20 tegundir eiturefna á jarðarberjum í Bandaríkjunum Hinn 30. október 2017 birti sjónvarpsstöðin CNN frétt um lista yfir óhreinu afurðirnar í ræktun ávaxta og grænmetis í Bandaríkjunum. Þar kom fram að jarðarberin trónuðu á toppi þess vafasama lista. Í einu sýni af jarðarberjum fundust yfir 20 tegundir eiturefna. Rannsókn staðfestir að eitruð varnarefni valda ófrjósemi hjá mannfólkinu Er þetta litið mjög alvarlegum augum þar sem ávextir og grænmeti eru talin mikilvæg í fæðu kvenna á meðgöngutíma. Hafði mikil neysla grænmetis og ávaxta einmitt verið tengd ófrjósemi kvenna í rannsóknum á konum sem áttu í erfiðleikum með að eignast börn. Er þar vísað í rannsókn sem birtist í tímaritinu JAMA International Medicine 27. október 2017. Bent er á í frétt CNN að varnarefnin svokölluðu [e. pesticides] séu óværudrepandi efni sem oft sé úðað yfir ávaxtaræktun og grænmeti til að reyna að verja uppskeruna fyrir myglu, skaðlegum sveppagróðri, rotnun, illgresi og skordýrum. Vaxandi áhyggjur séu nú yfir að notkun þessara efna tengist bráðatilfellum í heilsutjóni fólks. Vitnað er í doktor Yu-Han Chiu sem starfar við næringar- efnafræðideild Harvard T.H. Chan School of Public Health. Hann sagði m.a.: „Það hafa verið uppi áhyggjur af því í nokkurn tíma að ef fólk kemst í snertingu við jafnvel mjög litla skammta af þessum varnarefnum [eiturefnum], eins og rannsóknir sýna, þá geti það haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Einkum hjá ákveðnum hópum eins og óléttum konum. Á fóstur og stálpuð börn. Okkar rannsóknir sýna að þessar áhyggjur eru ekki ástæðulausar.“ Í rannsókninni sem tóku þátt 235 konur á aldrinum 18 til 45 ára sem voru að undirgangast frjósemismeðferð á almenningssjúkrahúsi í Massachusetts. Farið var vandlega í gegnum matarræði kvennanna og metið hversu mikið af eiturefnum konurnar höfðu innbirt við neyslu ávaxta og grænmetis. Var þar stuðst við opinberar tölur um notkun þessara efna frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og samkvæmt notkunaráætlun þar sem fylgst er með notkun slíkra efna um öll Bandaríkin. Hátt hlutfall eiturefna í ávaxtarækt Þarna kom fram að tiltölulega lágt hlutfall eiturefna fannst á lárperum (avókadó), lauk, þurrkuðum plómum eða sveskjum, korni og í appelsínusafa. Hins vegar mældist hátt hlutfall í ferskum plómum, ferskjum, jarðarberjum sem og í spínati og piparávöxtum. Enn sterkari eitur fyrir erfðabreytt soja Þrátt fyrir staðreyndirnar um skaðsemi efnanna halda stór- fyrirtækin áfram baráttu sinni fyrir innleiðingu jafnvel enn skaðlegri efna. Þann 12. desember 2017 birti Reuters frétt um að Monsanto hefði boðið bændum peningagreiðslu sem næmi helmingsverðmæti sojabaunauppskeru þeirra. Það eina sem þeir þurftu að gera var að leggja fram sannanir fyrir því að þeir hefðu úðað sojaakra sína sem ræktaðir eru upp af erfðabreytta afbrigðinu XtendiMax með eitraða varnarefninu VaporGrip. Það efni er byggt á eiturefninu Dicamba (3,6-díklóró-2- metoxýbensósýra) sem er sagt mun sterkara efni en Roundup sem byggir á hinu virka eiturefni glýfósat. Í fréttinni var sagt að Monsanto hefði í kyrrþey fjárfest fyrir um 1 milljarð dollara í framleiðslu á efnum sem byggðar eru á notkun Decamba. Decamba inniheldur efnið 2,4D (2,4-díklórófenoxýediksýra) sem einnig er kallað Agent Orange og var notað að bandaríska hernum til að eyða skógum í Víetnamstríðinu. Erfðabreytta sojaafbrigðinu er ætlað að þola slíkt eitur. Yfir 1.100 „varnarefni“ sem innihalda Decamba eru nú sögð komin á markað í Bandaríkjunum. Neysla mengaðra ávaxta og grænmetis hættuleg ófrískum konum Rannsóknin sýndi að konur sem borðuðu meira en 2,3 skammta á dag af ávöxtum eða grænmeti sem innihélt mikið af eiturefnum höfðu 18% minni líkur á að geta orðið óléttar en þær sem borðuðu minna en einn skammt á dag. Þá voru 26% minni líkur hjá þeim á að geta fætt lifandi barn en hinna sem neyttu eiturefnamenguðu ávaxtanna í litlum mæli. „Allavega fundum við út að inntaka á mikið menguðum ávöxtum og grænmeti tengist beint minni frjósemi og árangri við að fjölga sér,“ sagði Yu-Han Chiu. Hann segir skynsamlegt í ljósi þessara rannsókna að fólk forðist neyslu mengaðra ávaxta og grænmetis. Annar kostur sé að leita uppi lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti. „Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga að þetta er í fyrsta sinn sem svona tengsl [um áhrif neyslu mengaðra ávaxta og grænmetis á meðgöngu] eru staðfest. Það er því afar mikilvægt að okkar niðurstöður verði metnar í endurteknum rannsóknum.“ Varnarefni verði rannsökuð og meðhöndluð ekki síður en eiturlyf Dr. Philip Landrigan, deildarstjóri við Icahn School of Medicine at Mount Sinai fjallar um rannsókn JAMA Internal Medicine og segir hann m.a.: „Við höfum ekki lengur efni á að álykta sem svo að ný varnarefni séu hættulaus heilsu manna fyrr það er örugglega sannað að þau valdi fólki engum skaða. Við verðum að þora að takast á við framgöngu framleiðenda, viðurkenna dulinn kostnað af lélegu regluverki. Einnig að efla kröfur bæði varðandi prófanir á nýjum efnum sem og á eftirmarkaði og vegna snertinga við gerum varðandi aðra líffræðilega virka efnaflokka eins og eiturlyf.“ Í ljósi þessa hljóta menn í framhaldinu að spyrja sig um virkni opinbers eftirlits með innflutningi ávaxta og grænmetis til Íslands. Ekki síst varðandi innflutning á jarðarberjum í ljósi gríðarlegrar sölu hinnar nýju verslunar Costco á jarðarberjum á sínu fyrsta starfsári á Íslandi. Í Bandaríkjunum hefur mest af eiturefnum fundist á jarðarberjum. Dicamba-varnarefnum er líkt við Agent Orange sem notað var í stórum stíl í Víetnamstríðinu og olli miklum skaða. Ein afleiðingin var að fjölmörg börn í landinu fæddust vansköpuð. MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir traktora. Veldu þaulreynda vöru frá gæða- framleiðanda sem hentar íslenskum aðstæðum. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 70 3 0 2 BETRA START Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is og fáið nánari upplýsingar. Eitruðum varnarefnum úðað á akra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.