Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ábúendur í Lindarbrekku keyptu jörðina, sem hafði þá verið í eyði í um 30 ár, í lok árs 2014. Þeir hafa síðan verið að byggja upp, breyta og bæta. Þeir eru aðallega í kálfa- kjötsframleiðslu, en eru líka með kindur, hænur og sumargrísi. Allar afurðirnar eru seldar beint frá býli í gegnum síðuna þeirra lindarbrekka. is og senda vörurnar um allt land. Býli: Lindarbrekka. Staðsett í sveit: Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ábúendur: Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin og börnin okkar fjögur – Thea Líf, Embla Sól, Emil Breki og Lena Bríet. Á bænum býr líka hundurinn okkar hann Tígull og kisurnar Pétur, Sól og Mía. Stærð jarðar? Um 77 hektarar. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 50 nautgripir, 25 kindur og 23 hænur, hrútur og hani. Svo höfum við verið með nokkra grísi á sumrin. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir kvölds og morgna og svo mismunandi verkefni þess á milli. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er skemmtilegastur, leiðinlegt þegar allt gengur á afturfótunum, bilanir og slíkt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Verðum vonandi búin að koma öllum húsum og túnum í betra stand og búin að stækka í allar áttir. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur ættu að standa betur saman. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er haldið á spöðunum hér höfum við ótrúleg tækifæri til að gera svo flotta hluti, nóg af hreinu vatni og lítil lyfjanotkun til dæmis. En það þurfa allir að leggjast á eitt, bændur, stjórnvöld og neytendur. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hér erum við með svo hreinar afurðir og ættum að markaðssetja okkur þar á sem flestum sviðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjörvi, mjólk, gúrka, sultur og fleira. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Útigrilluð kálfasteik með sætum kartöflum, grilluðu grænmeti og piparostasósu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru nokkur, en þau bestu eru framfarirnar sem hafa orðið, til dæmis að fá rennandi vatn í húsin, færa kálfana upp af taðinu og fá kálfafóstruna. Svo allt brasið, fastur traktor á ýmsum stöðum og fleira. Páskalambahryggur og -egg Hvernig á að elda lambakjöt á beini? Lambahryggur er oft safaríkur og góður. Hefðbundinn lamba- hryggvöðva þekkja allir, þá er hann úrbeinaður, sem getur valdið því að kjötið er ekki eins safaríkt og gamli ömmuhryggurinn. Þess vegna er klofinn hálfhryggur með lundinni góð tilbreyting, sem er þá eins og T-bein steik en í heilu lagi og svo er hann skorinn í sneiðar eftir eldun með góðum hnífi (þarf að skera í gegnum hrygginn). Það bragð sem fæst aukalega af beininu ætti að vera þess virði að prófa þennan skurð af lambahrygg, sem er vinsæll erlendis. 1. Látið kjötið ná stofuhita, sem ætti að taka klukkutíma. 2. Hitið ofninn í 180 gráður. 3. Penslið kjötið með smjöri eða ólífuolíu á bretti. Nuddið með salti og ferskmöluðum pipar eftir smekk. 4. Setjið kjötið á steikarpönnu. Brúnið á öllum hliðum. 5. Setjið lambið í ofninn í um 15-20 mínútur. Ekki opna ofndyrnar þegar það er að eldast. 6. Látið standa að lágmarki í 20 mínútur og setjið svo aftur inn í fimm mínútur eða þar til hita mælir sem stungið er inn í þykkasta partinn sýnir 60 gráður að lágmarki, fyrir bleikt kjöt. Hitið að 63 gráðum fyrir miðlungsvel eldað kjöt og að 68 gráðum fyrir vel eldað. Það er gaman að prófa sig áfram með bragðbættar salttegundir, en úrval af slíku er orðið ágætt og fá má á bændamörkuðum og í sérverslunum. Það má einnig gera sína eigin saltblöndu, til dæmis með þurrkuðu rósmaríni eða kryddjurtum að eigin vali sem er svo unnið saman við saltið í mortéli eða í kryddkvörn. Borið fram með meðlæti að eigin vali. Páskaeggja kex-trufflur › 2 Oreo-kexpakkar › 1 msk. Nutella hnetusúkkulaðismjör › 8 msk. rjómaostur › Tvenns konar skraut að eigin vali › 2½ bolli hvítt súkkulaði Aðferð Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél, með kreminu. Blandið Oreo-mylsnunni saman við rjóma ostinn. Bætið einni skeið af Nutella saman við. Hnoðið deigið saman í egglaga bolta og setjið á smjörpappír. Setjið í frysti í 15 mínútur. Þá eru Oreo-trufflur tilbúnar í súkkulaðibað. Bræðið hvítt súkkulaði í tvöföldu vatnsbaði (skál ofan á potti með vatni undir), eða í örbylgjuofni þar til bráðið. Takið eggin úr frysti. Dýfið í súkkulaðið annað hvort með gaffli eða setjið á ykkur einnota plasthanska og handleikið eggin þannig. Setjið á nýtt stykki af smjörpappír. Látið herðast. Dýfið í annað sinn ef þið viljið þykkari skel og látið þorna. Skreytið að eigin vali. Látið þorna alveg. Og berið fram í brotnu páskaeggi. Páskabrúnkökur Það er tilvalið að fullkomna veislu- höldin um páskana með því að gera súkkulaðiköku úr öllu afgangs súkkulaðinu og stuðla að minni matarsóun. › 175 g smjör › 200 g mjólkursúkkulaði, brotið í sundur (gott að nota afgangs- páskaegg) › 225 g ljós púðursykur › 2 miðlungsstór egg › 1 tsk. vanilluþykkni (valfrjálst) › 100 g hveiti › 30 g kakóduft Forhitið ofninn í 180 gráður. Setjið smjör og súkkulaði í örbylgjuofnskál. Krakkarnir elska að hjálpa til við að brjóta eggin og bræða. Örbylgjuofn er stilltur á meðalhita og á eina mínútu. Hrærðu svo blönduna hressilega í 20 sekúndur. Setjið blönduna til hliðar og kælið svolítið. Setjið sykur, egg og vanillu (ef hún er notuð) í sérstaka skál og hrærðu lítillega svo þetta blandist vel saman. Hrærið saman við súkkulaðiblönduna . Bætið loks hveiti og kakói við súkkulaðideigið og blanda vel með sleif. Hellið blöndunni í smurt form og bakið í 20-25 mínútur, þar til þunn skorpu hefur myndast á yfirborðinu. Takið úr ofninum og látið kólna í forminu í 30 mínútur. Skerið í ferninga. Það má auðveldlega frysta kökurnar ef búið er að fylla súkkulaðikvótann þessa páska. Framreiðið með ís og berjum. MATARKRÓKURINN Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Lindarbrekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.