Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Hlýnun sjávar við Ísland síðustu tvo áratugina hefur haft jákvæð áhrif á vöxt og viðgang sumra fiskistofna við landið en haft neikvæð áhrif á aðra. Ekki er hægt að slá neinu föstu um það hvort þróunin er til góðs eða ills þegar á heildina er litið. Hlýindaskeiðið í hafinu við Ísland, sem hefur staðið í rúmlega 20 ár, er hreint ekki án fordæma. Í skýrslu útgefinni af umhverfisráðuneytinu árið 2008 um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi er rifjað upp að snemma á 20. öldinni hafi orðið miklar breytingar á sjávardýrafánunni við landið sem tengst hafi þeirri miklu hlýnun sem varð í Norður-Atlantshafi upp úr 1920. Þessum breytingum lýstu náttúrufræðingarnir Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson m.a. á þann hátt að útbreiðslusvæði og hrygningar- og fæðuslóð ýmissa fisktegunda hefði stækkað og færst norður á bóginn með auknum hlýindum. Til dæmis fóru þorskur og síld að hrygna í stórum stíl norðanlands, en fram til 1920 var hrygning þessara tegunda nánast einskorðuð við suðurströndina. Þá urðu margar suðlægar tegundir algengar, svo sem makríll, túnfiskur, sverðfiskur, augnasíld, lýr, geirnefur og tunglfiskur. Á hinn bóginn hafði hlýnunin þau áhrif að loðnan, sem er kaldsjávarfiskur, hætti hrygningargöngum sínum í hlýsjóinn fyrir sunnan land og hrygndi fyrir norðan og austan land og á Hornafjarðarsvæðinu. Þetta ástand hófst rétt fyrir 1930 en virðist hafa gengið til baka 4–5 árum seinna. Frá þeim tíma hrygndi loðna að mestu sunnan lands og vestan. Aukin útbreiðsla Þessi lýsing hljómar að ýmsu leyti kunnuglega sé hún höfð til samanburðar við ástandið núna. Á yfirstandandi hlýindaskeiði hafa svokallaðar suðlægar tegundir við Ísland, fyrst ýsa og svo í kjölfarið skötuselur, langa og blálanga, aukið útbreiðslusvæði sín vestur og norður fyrir land sem hefur gefið þessum stofnum möguleika á að stækka. Nú er svo komið að meira en helmingur ýsustofnsins mælist úti fyrir Norðurlandi í árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar en fyrir nokkrum áratugum var lítið að hafa af ýsu fyrir norðan. Þorskurinn heldur sínu striki En hvernig hefur þorskinum, mikilvægasta fiskstofni lands- manna, reitt af í þessum umbreytingum í hafinu? Að sögn Guðmundar Þórðarsonar sviðsstjóra botnsjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun hefur hlýnun sjávar ekki breytt miklu um útbreiðslusvæði hans enn sem komið er. Þorskinn er að finna bæði í kaldari sjó og hlýrri, fyrir norðan land og sunnan. Hann er í umhverfi sem virðist henta honum ágætlega. Á hlýindaskeiðinu á fyrri hluta 20. aldar stækkaði þorskstofninn við Ísland mjög mikið. Þorsklirfur rak í ríkum mæli til Grænlands þar sem seiðin ólust upp og skiluðu sér til baka til Íslands sem fullorðinn fiskur. Að auki fékk þorskstofninn mikla friðun á stríðsárunum þegar erlend veiðiskip hurfu af miðunum hér við land. Að því kom svo á sjöunda áratugnum að veður kólnaði á ný, þorskveiðar við Grænland hrundu, bæði vegna kólnunarinnar og ofveiði, og Grænlandsgöngurnar til Íslands heyrðu að mestu sögunni til. Þorskveiðar við Grænland hafa aukist á undanförnum árum úr um 3000 tonnum 2010 í um 15 þúsund tonn 2015 og 2016 og spilar þar hlýnun sjávar eflaust hlutverk. Magn þorsks við Vestur-Grænland er samt ekki nema lítið brot af því sem áður var. Innrás makrílsins Óvæntasta breytingin af völdum hlýnunar sjávar var koma makrílsins hingað til lands. Hér er um að ræða hreina viðbót utan frá við fiskafla landsmanna upp á nálega 170 þúsund tonn árlega síðustu árin og hefur skilað á bilinu 10-24 milljörðum króna í útflutningstekjum. Það eru aðeins rúm tíu ár síðan makríllinn fór að veiðast hér að einhverju ráði (árið 2007) en hann varð fljótlega ein verðmætasta fisktegundin. Ekki fer samt hjá því að hrollur fari um marga þegar makríll flæðir í svona miklu magni yfir Íslandsmið og þar með yfir helstu hrygningarstöðvar hefðbundinna nytjafiska okkar. Ljóst er að þessi innrásarher bæði gefur og tekur. Hann er jú kominn hingað í ætisleit. Sumir kenna makrílnum um hrun sandsílastofnsins. Aðrir hafa áhyggjur af þorskungviðinu. Þá hefur verið bent á að fljótlega eftir að hlýindaskeiðið hófst, eða í kringum aldamótin 2000, hafi nýliðun aukist mjög í hlýsjávarstofnunum svokölluðu, humar, löngu, keilu, blálöngu og flatfisk. Þetta náði hámarki árið 2010 en síðan virðist nýliðunin hafa hrunið í öllum þessum stofnum og er humarinn gleggsta dæmið um það. Vottur af nýliðun er þó farinn að sjást aftur í einhverjum þessara stofna. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á fæðu makrílsins hér við land hafa ekki leitt í ljós neitt augljóst samband á milli hans og áðurnefndra breytinga. Loðnustofninum hrakar Stærsta neikvæða breytingin samfara hlýnun sjávar við Ísland er sú að loðnustofninum hefur hrakað mjög. Loðnuafli Íslendinga hefur farið úr meira en einni milljón tonna í upphafi hlýindaskeiðsins niður í allt að 100 þúsund tonn þegar verst hefur látið. Loðnan hefur að því er virðist hopað fyrir hlýindunum á undanförnum árum, haldið sig lengra norður í höfum og vestar yfir grænlenska landgrunninu. Jafnframt hefur dregið úr nýliðun og loðnustofninn hefur minnkað. Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun bendir á að samfara þessu virðist vera að skapast aftur það ástand sem lýst er í bók Bjarna Sæmundssonar frá árinu 1926 að loðnan sé farin að hrygna úti af Norðurlandi. Hnignun loðnustofnsins er afar slæm í tvennum skilningi því annars vegar er loðnan einn verðmætasti nytjafiskur okkar þegar allt leikur í lyndi og hins vegar er hún aðalfæða þorsksins og annarra tegunda. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur orðaði það svo einhvern tímann, að verðmætasta loðnan væri sú sem hafnaði í þorskmaga. Jákvætt – neikvætt Í fyrirsögn þessa pistils er spurt hvort hlýnun sjávar sé til góðs eða ills fyrir fiskistofnana þegar á heildina sé litið. Guðmundur Þórðarson segir að hvorki sé hægt að svara því játandi eða neitandi. Svarið fari eftir því með hvaða gleraugum sé horft á málið. „Loðnugöngurnar eru orkuinn- flutningur norðan úr hafi á Íslandsmið. Makríllinn er að taka orku af Íslandsmiðum en aflaverðmætið er mikið. Það er fátt bara gott eða vont í náttúrunni og ekki hægt að setja verðmiða á þetta,“ segir hann. Þorsteinn Sigurðsson tekur í sama streng: „Það er ekki hægt að svara þessari spurningu á annan hvorn veginn. Menn hafa alltaf litið á hækkandi hitastig sem jákvætt fyrir Ísland en við erum að stórum hluta með fisktegundir sem aðlaga sig því hitastigi sem er hverju sinni. Þetta getur bæði verið jákvætt og neikvætt. Hlýnunin er klárlega neikvæð þegar kemur að þeim fiskum sem venjulega nýta loðnuna frá sumri og fram á veturinn því hún er ekki til staðar með sama hætti og var fyrir um 20 árum. En svo er það kannski líka jákvætt að loðnan skuli vera farin að hrygna fyrir norðan land því þá er hún aftur aðgengilegri sem fæða annarra fiska lengur en áður hringinn í kringum landið.“ Súrnun sjávar Að lokum má svo minna á að önnur og alvarleg afleiðing af breyttum umhverfisskilyrðum er súrnun sjávar. Ef súrnunin fer að verða mikil og hryggleysingjar geta ekki tímgast og vaxið eru fiskseiðin svipt fæðu sinni. Að sögn Guðmundar bendir ekkert til þess að þetta gerist í náinni framtíð. Súrnunin mælist á miklu dýpi en því miður virðist sem hún færist ofar og ofar með hverju árinu. Hlýnun sjávar blessun eða bölvun? Í eina tíð þótt hæfilegt að skammta fulltíða karlmanni fjórða hlut af hertum meðalþorski í máltíð en kvenfólki og unglingum minni auk þess fylgdi með hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. Viðbitið var súrt smjör, því nýtt smjör var ódrýgra. Þeir sem áttu erfitt með að tyggja harðan fisk fengu hann bleyttan í sýru. Roð, sporðar, uggar og þorskhausabein var hreinsað og látið saman við skyr á sumrin og skammtað á veturna með súrskyrinu. Flestan fisk má herða Fyrrum var skreið ýmist þurrkuð á rám eða görðum. Fiskur sem hengdur var upp á rá nefndist ráskerðingur ef hann var kviðflattur, en ráfiskur ef hann var hnakkaflattur. Plattfiskur var kviðflattur og þurrkaður á grjótgörðum. Flestan fisk má herða en algengast að herða þorsk, ýsu, steinbít og lúðu. Draugur rífur í sig skreið Í Eyrbyggju er sagt frá bænum Fróðá á Snæfellsnesi þar sem drepsóttir og afturgöngur herjuðu á heimilisfólkið. Þegar ósköpin voru í hámarki mátti nótt og dag heyra drauga rífa í sig skreiðina á bænum svo að harðfiskur hefur greinilega verið vinsæll hjá lifandi jafnt sem dauðum þar á bæ. Sett niður í Jesú nafni Sjómenn á áraskipum fyrr á tímum settu ekki báta sína á flot nema standa að í Jesú nafni. Enginn róður hófst án þess að beðin væri sjóferðabæn og í flestum skipum var fjöl með blessunarorðum ætluðum fleyinu. Náfiskur Ekki þótti alltaf gott að veiða meira en aðrir því að sá sem varð allt í einu fiskinn upp úr þurru var líklega feigur og fiskurinn sem hann veiddi kallaður náfiskur. Þetta gat þó einnig snúist við því ef fiskinn formaður fór allt í einu að afla illa var það líka talið feigðarmerki. Illt að mæta konu Áður fyrr þótti slæmt að mæta konu á leið til skips og ef vinnukonur voru sendar til að ræsa áhöfn lögðu þær sig allar fram við að mæta ekki sjómönnunum sem voru á leið til báta sinna á leiðinni. Nakin kona í draumi Í eina tíð vildu sumir tengja drauma um konur við óhöpp um borð. Dæmi um slíkt er að sjómann dreymdi eiginkonu skipsfélaga sína kviknakta. Hann bar það upp við hina um borð og þeir túlkuðu drauminn þannig að núna kæmi eitthvað upp á. Það varð líka raunin, því sama dag strandaði báturinn. Nöfn tengd hafinu Íslendingar hafa sótt hugmyndir að nafngiftum til hafsins. Til dæmis kvenmannsnöfnin Unnur, Bára og Alda og karlmannsnöfnin Ægir og Sævar. Fiskurinn hefur fögur hljóð Flestir fiskar geta myndað hljóð og margar tegundir nota hljóð til samskipta við makaleit, sem vörn gegn rándýrum og í torfumyndun. Hljóðin eru annaðhvort mynduð með því að fiskarnir nudda saman líkamspörtum eða með vöðva í sundmaganum. /VH Eitt og annað tengt sjó STEKKUR HLUNNINDI&VEIÐI Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Mynd / Síldarvinnslan ú er svo komið að meira en helmingur ýsustofnsins mælist úti fyrir Norðurlandi í árlegu togararalli Haf- rannsóknastofnunar en fyrir nokkrum áratugum var lítið að hafa af ýsu fyrir norðan. orskinn er að finna bæði í kaldari sjó og hlýrri, fyrir norðan land og sunnan. Hann er í umhverfi sem virðist henta honum ágætlega. Á hlýindaskeiðinu á fyrri hluta 20. aldar stækkaði þor- skstofninn við Ísland mjög mikið. Þorsklirfur rak í ríkum mæli til Grænlands þar sem seiðin ólust upp og skiluðu sér til baka til Íslands sem fullorðinn fiskur. á hefur verið bent á að fljótlega eftir að hlýindaskeiðið hófst, eða í kringum aldamótin 2000, hafi nýliðun aukist mjög í hlýsjávarstofnunum svokölluðu, humar, löngu, keilu, blálöngu og flatfisk. Þetta náði hámarki árið 2010 en síðan virðist nýliðunin hafa hrunið í öllum þessum stofnum og er humarinn gleggsta dæmið um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.