Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018
stöðutákn líkt og dýrir og fínir bílar
eru oft í dag.
Söðlar líklega lítt notaðir í
aðdráttarferðum
„Í aðdráttarferðum í kaupstað eða
á verslunarstaði var allt annað
notað. Þá voru það ábyggilega
oftast karlmenn sem riðu og notuð
þau reiðtygi sem tiltæk voru eins
og hnakka, hnakkpútur eða jafnvel
þófa. Á þessari sýningu eru þó
engir slíkir atvinnutengdir hlutir
heldur einungis það sem kalla má
skartgripi.“
Söðlarnir á sýningunni eru eins
íslenskir og hugsast getur fyrir utan
málminn, sem hefur verið innfluttur.
Í þeim er gjarnan grind úr viði sem
hugsanlega hefur verið innfluttur en
getur líka í sumum tilfellum hafa
verið íslenskur að uppruna. Þá er
vefnaður úr ull sem oft er liðuð
með litarefnum úr íslenskri náttúru.
Leður hefur væntanlega líka verið
íslenskt að uppruna.
Einn söðull á sýningunni hefur
sérstöðu að því leyti að hann er
eini söðullinn með máluðum
skreytingum á leður. Í leðrið voru
þá líka upphleyptar skreytingarnar.
Enski söðullinn
Í gömlu íslensku söðlunum sátu
konurnar alveg þversum á baki
hestsins og hvíldu þá fætur sína
samsíða á fótafjöl. Þegar verslun
við útlönd fór að aukast á nítjándu
öldinni kom hér til sögunnar
svokallaður „enskur söðull“. Hann
var betur lagaður með klakk sem
hægri fótur hvíldi á og sat konan
þá meira í reiðstefnu hestsins. Gaf
slíkur söðull mun meiri möguleika
til að stjórna hestinum án þess að
missa jafnvægið.
Yfir söðulsveigina var gjarnan
lagt veglegt klæði, söðuláklæði,
sem að hluta var þá líka til skjóls
fyrir fætur þess sem á sat. Eitt
lendaklæði má líka sjá á sýningunni
en slík klæði voru lögð yfir lendar
hestsins aftan við söðulinn.
Reiðarnir sem fylgdu söðlunum
voru síðan oft miklir skrautmunir
úr steyptu og gröfnum kopar. Í þá
var mikið lagt og má t.d. sjá á í
þeim grafnar vísuhendingar og
margvíslegt skraut og myndir. Það
vekur athygli að í þessa muni var oft
þrykkt myndum af dýrum sem ekki
þekktust á norðurslóðum eins og
úlföldum. Brynjólfur Halldórsson
sem uppi var á 18. öld var
silfursmiður og einn myndarlegasti
söðulreiði sem varðveist hefur er
merktur með nafni hans.
Beislin gátu líka verið með
margvíslegu skrauti eins og
ennislaufum og fleiru sem sjá má
á sýningunni. Jafnvel að skrautlauf
væri á nasaólinni. Þarna má einnig
sjá gjarðahringi frá átjándu öld
sem mikið hefur varðveist af. Til
eru slíkir hringir frá sextándu og
sautjándu öld úr kopar. Enn eldri
gjarðhringir hafa einnig fundist
úr járni í fornum kumlum, en járn
er þó yfirleitt fljótt að tærast í
íslenskum jarðvegi.
Fyrir áhugafólk um sögu lands
og þjóðar og hestamennsku er það
sannarlega þess virði að skoða
þessa sýningu í Bogasalnum sem
stendur fram á haust. /HKr.
Sviðsett mynd af konu í söðli sem tekin var í Reykjavík af Daniel Bruun.
Mynd/Nationalmuseet í Danmörku
Klakksöðull með einum klakki
(með sunnlennsku lagi) og grannri
sveif (enska lagið). Setan er klædd
rauðu flosi. Söðul þennan átti
Jóhanna Sveinbjarnardóttir frá Ási
í Hrunamannahreppi.
Mynd/Úr sýningarskrá ÞÍ
Í Þjóðminjasafni
Íslands er varðveittur
fjöldi muna sem
tengjast íslenska
hestinum. Annars
vegar er búnaður
sem notaður var við
hesta í atvinnu- og
b jargræðis skyn i .
Hins vegar munir sem
nauðsynlegir voru til
þess að sitja hestinn og
komast á milli staða,
sjálf reiðtygin.
Hér eru sýnd reiðtygi
sem telja verður
prýðileg. Þau prýddu
gæðinga og vörpuðu
ljósi á þjóðfélagsstöðu
reiðfólks. Undrum sætir
hversu miklu var til
kostað í smíði aldrifinna
söðla og skrautlegra
beisla. Aðeins vel stætt
fólk átti slíkan búnað.
Knapar lögðu upp
úr því að reiðtygi væru
skrautleg og til prýði.
Skreyttur söðull með
viðeigandi búnaði
var verðmæt eign.
Á fyrri öldum sátu
konur í kvensöðli með
báða fætur öðrum megin; þær
riðu kvenveg. Karlar riðu alltaf
klofvega í sínum söðli.
Söðlar
Söðulskreytingar voru listiðja
hagleiksfólks á Íslandi og var
málmsmíði stunduð víða um
landið. Kvensöðlar voru margir
þaktir myndum, oft með framandi
blæ. Myndirnar eru af jurtum,
dýrum og furðuskepnum.
Á sýningunni er úrval söðla.
Þeirra á meðal eru hellusöðlar.
Í þeim var setið þversum á
hestinum, fætur voru samsíða á
breiðri fótafjöl. Margir hellusöðlar
voru þaktir lágmyndum úr málmi.
Í klakksöðli sat konan með annan
fótinn á fjöl en hinn hvíldi á
söðulklakki. Báðar gerðir söðla
voru í notkun á Íslandi fram á 19.
öld og klakksöðull fram á fyrri
hluta 20. aldar.
Reiðar
Reiði var notaður til þess að
söðullinn rynni ekki fram á makka
hestsins og héldist á sínum stað.
Á miðjum reiðanum var hálfkúla
eða skjöldur til skrauts. Volki var
aftastur á reiðanum og spenntur
undir taglið.
Reiðar voru oft íburðarmiklir,
mikið skreyttir og með náraslettum;
löngum þverólum sem löfðu
niður á nára hestsins framan
við reiðakúluna. Fleiri skreyttar
ólar gátu verið áfastar reiðanum.
Oft voru þær prýddar stokkum,
beitum, laufum og skjöldum með
gröfnu eða gagnskornu skrauti.
Áklæði og sessur
Söðuláklæði var lagt á
setuna og yfir sveifina
á kvensöðli. Reiðkonan
sat á söðuláklæðinu og
sveipaði því um fæturna.
Stundum voru fótabönd
hnýtt utan yfir til að halda
klæðinu.
Íslensk söðuláklæði
voru yfirleitt glitofin eða
glitsaumuð. Uppistaða
efnisins var svartur
fíngerður togþráður en
munstrið var ofið eða
útsaumað með lituðu
bandi. Algengt munstur
var samsett úr tveimur
samhverfum jurtapottum
með stílfærðum blómum.
Á sumum söðuláklæðum
var fangamark og ártal
fellt inn í munstrið og
bekkir, blóm og jurtir utan
með jöðrum klæðisins.
Margar konur lögðu
flosaðar, glitaðar eða útsaumaðar
sessur í sæti söðulsins til að gera
það þægilegra.
Beislisbúnaður
Algengast var að fínni reiðbeisli
væru úr leðri. Þau voru sett saman
úr kinnólum, ennisól og kverkól
sem tengd voru mélum og taumi.
Íburðarmeiri beislisbúnaður var oft
prýddur ennislaufum, ádráttum,
skjöldum og látúnsdoppum.
Oftast var skrautið steypt úr
koparblöndu. Lauf og ádrættir
voru þrædd upp á ólarnar en
annað skraut var hnoðað í leðrið.
Taumar voru yfirleitt úr nautshúð,
ull eða hrosshári. Sylgjur á ólum
og gjörðum voru ýmist ferhyrndar
stokkhringjur eða skeifulaga
hófhringjur. /IJ
Prýðileg reiðtygi
Glitsaumað söðuláklæði úr
Þjóðminjasafni Íslands sem
sett er saman úr tveim
dúkum. Ártalið á áklæðinu
er 1864.
Þessi látúnsbúni söðulreiði frá 17. öld er með afar íburðarmiklu verki.
Hann er tvöfaldur, þ.e. tvær ólar liggja hlið við hlið samfastar í miðju, undir
reiðakúlunni. Reiðinn var festur við söðulinn með hringjum. Allar ólar reiðans
sumar með gagnskornu verki, þar sem mest ber á blómum og greinum í
rómansk-íslenskum stíl. Allt er snilldarvel gert og hefur reiðinn verið mikils
virði á verðlagi 17. aldar. Smiðurinn var líklega Brynjólfur Halldórsson.
Mynd/HKr.
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
miðvikudaginn 4. apríl 2018, kl. 20:00
í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein
samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á
eigin hlutabréfum.
3. Þróunarmál - Aukin söluverðmæti ullar (grófleiki og ný
flokkun).
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á
skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum
til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag.
Mosfellsbæ, mars 2018.
Stjórn ÍSTEX hf.