Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Salat er ómissandi hluti af hverri máltíð og hefur neysla þess og framleiðsla margfaldast alla undanfarna áratugi. Plantan kemur upphaflega frá fjöllum Mið-Asíu en salat eins og við þekkjum það í dag finnst ekki villt í náttúrunni. Heimsframleiðsla á salati, af tegundinni Lactuca sativa, árið 2016 er áætluð tæplega 27 milljón tonn og hefur framleiðslan þrefaldast frá 1980. Kína er langstærsti ræktandi salats í heiminum og framleiddi árið 2016 rétt tæp 15 milljón tonn. Næststærsti framleiðandinn, Bandaríkin Norður-Ameríku, er ekki hálfdrættingur á við Kínverja og framleiðir rétt rúm 4 milljón tonn. Indland er í þriðja sæti með tæpa 1,1 milljón tonna, næst koma Spánn með 903 þúsund tonn og Ítalía með 734 þúsund tonn. Japan, Íran, Tyrkland og Mexíkó eru í sjötta til tíunda sæti með framleiðslu á salati frá 586 niður í 440 þúsund tonn árið 2016. Áætlað er að salat sé ræktað á rúmlega 1,4 milljónum hektara lands í heiminum. Samkvæmt tollskrá er innflutt salat ekki flokkað eftir ættkvíslum eða tegundum nema að litlu leyti í jöklasalat og annað nýtt salat. Ekki er því hægt að sjá fyrir víst hversu mikið er flutt inn af salati af tegundinni L. sativa. Jöklasalat, sem langmest er flutt inn af, er afbrigði af L. sativa en annað nýtt salat getur aftur á móti verið hvaða planta sem er sem kölluð er salat. Til dæmis er mikið flutt inn af klettasalati, Eruca sativa, ekki tilheyrir ættkvíslinni Lactuca og er því ekki til umfjöllunar að þessu sinni. Árið 2017 var heildar innflutningur salati rétt tæp 1.200 tonn. Mest var flutt inn af jöklasalati, eða iceberg eins og það er stundum kalla, um 1.000 tonn. Tæplega helmingurinn kemur frá Spáni. Af því sem er kallað er annað nýtt salat voru flutt sama ár tæp 200 tonn. Samkvæmt tölum frá Sambandi garðyrkjubænda er áætluð innlend framleiðsla á salati, ekki flokkað eftir ættkvíslum og tegundum, árið 2015 377 tonn. Til samanburðar var innlend framleiðsla á salati árið 2006 tæp 66 tonn. Ættkvíslin Lactuca Eina planta sem með réttu getur kallast salat heitir Lactuca satviva á latínu. Lactuca ættkvíslin inniheldur um 50 tegundir sem finnast villtar víða um heim en aðallega í Evrópu og Mið-Asíu. Plöntur af ættkvíslinni Lactuca geta verið ein-, tví- eða fjölærar, jurt- eða trjákenndar og með blóm sem eru hvít, gul og blá og allt þar á milli og marglit. Flestar eru harðgerðar. Sumar er að finna í eyðimörkum en við aðrar hátt til fjalla. Ættkvíslin tilheyrir ætt körfublóma en körfublómaættin er önnur stærsta plöntuætt blómstrandi plantna og innan hennar eru ríflegar 1.600 ættkvíslir með um 23.000 tegundir. Dæmi um plöntur af körfublómaætt eru fíflar, morgunfrú, þistill, silfurhnappur og vallhumall. Blóm plantna af körfublómaætt er kollur sem ber mörg lítil blóm, ystu smáblómin HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Blaðsalat með blöðum sem skarast og mynda lauslegt rósalaga höfuð.Kína er langstærsti framleiðandi salats í heiminum. Blaðsalat er til bæði grænt og rauðleitt. Mynd / Tomas Atli Ponzi Gróðrarstöðin Lambhagi er langstærsti framleiðandi salats á Íslandi og framleiðir tæp 400 tonn á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.