Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. Hættir formennsku eftir 10 ár Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. /HKr. Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu: Sætta sig ekki við mikinn verðmun milli afurðastöðva - Eigendur SAH-Afurða fara yfir málið á næstu vikum „Við höfum ekki rætt þessi mál enn innan okkar raða, en stefnum á að taka umræðu um málið í apríl eða maí. Þá mun liggja fyrir hvert verðþróun lambaafurða stefnir á árinu,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, en félagið á og rekur SAH-Afurðir á Blönduósi. Félag sauðfjárbænda í Austur- Húnavatnssýslu efndi til almenns félagsfundar í lok febrúar. Þar var samþykkt að skora á stjórn SAH- Afurða ehf að bæta innleggjendum sauðfjárafurða upp þann mikla mun sem var á verði þeirra og annarra afurðastöðva haustið 2017. Í samþykkt fundarins segir að meðal verðmunur SAH-Afurða og annarra afurðastöðva hafi numið 13% síðasta haust miðað við uppbætur sem aðrar afurðastöðvar hafi greitt. Félagar FSAH telja þennan mikla mun algerlega óásættanlegan. Jafnframt samþykkir fundurinn að fela stjórn FSAH að leita allra leiða til að tryggja bændum á svæðinu sambærilegt verð við aðra. /MÞÞ Á fyrsta innlausnardegi ársins 2018 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. mars óskuðu sjö handhafar greiðslumarks eftir að ríkið innleysti greiðslumark sitt og 93 handhafar lögðu inn kauptilboð. Innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 122 krónur á lítra á árinu 2018 og annast Matvælastofnun innlausn greiðslumarks. Innlausn greiðslumarks mjólkur fer fram 1. mars, 1. maí, 1. september og 1. nóvember ár hvert. Nýliðar hafa forgang Samkvæmt búvörusamningum, sem tóku gildi þann 1. janúar 2017, skulu framleiðendur sem teljast nýliðar eða hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013 til 2015 hafa forgang að kaupum 50% þess greiðslumarks sem Matvælastofnun hefur innleyst. Sá pottur skiptist síðan jafnt á milli forgangshópanna skv. 10. gr. reglugerðar nr. 1181/2017 um stuðning við nautgriparækt og skiptist svo hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem óskað var eftir af framleiðendum í þeim hópum. Það greiðslumark sem þá er eftir er til úthlutunar öðrum kaupendum greiðslumarks og kaupendum í forgangshópum, að frádregnu því magni sem þeir fengu úthlutað úr forgangspotti. 93 gild kauptilboð Á innlausnardeginum 1. mars innleysti Matvælastofnun, fyrir hönd ríkisins, greiðslumark sjö framleiðenda samtals 607.189 lítra að upphæð 74.077.058 krónur. Matvælastofnun úthlutaði 303.593 lítrum úr forgangspotti 1, 10% umframframleiðslupotti, 151.798 lítrum úr forgangshópi 2, nýliðahópi, og loks 151.798 lítrum úr almennum potti. Gild tilboð um kaup á greiðslumarki voru frá 93 framleiðendum og var alls óskað eftir 9.178.367 lítrum. Í forgangi 1, framleiðendur sem höfðu framleitt 10% umfram greiðslumark á viðmiðunarárunum, voru 44 framleiðendur og í nýliðaforgangi voru átta framleiðendur. /VH Dýravelferð og lýðheilsa: Viðbúnaður vegna fuglaflensu Eins og alltaf á þessum árstíma metur Matvælastofnun í samvinnu við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum og í Háskóla Íslands, hvort hætta sé á að farfuglarnir okkar beri með sér fuglaflensusmit til landsins. Á heimasíðu Mast segir að því miður sé staðan sú í Evrópu um þessar mundir að töluvert hefur verið um fuglaflensu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur gæti smitvarna og allir séu vakandi fyrir óeðlilegum dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi. Á undanförnum mánuðum hafa tilkynningar borist um fuglaflensugreiningar bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Írlandi. Ekki er talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyrir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villtir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla. Að svo stöddu er því lágmarks viðbúnaðarstig í gildi. Það felur meðal annars í sér að tilkynna skuli til Matvælastofnunar um dauða villta fugla ef orsök dauða er ekki augljós. Það má gera með því að senda ábendingu á vef stofnunarinnar eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Jafnframt skulu fuglaeigendur hafa samband við stofnunina verði þeir varir við aukin dauðsföll eða grunsamleg veikindi meðal fugla sinna. /VH FRÉTTIR Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, segir að það muni liggja fyrir í apríl eða maí hvert verðþróun lambaafurða stefni á árinu. Óskar Magnússon. Aðalfundur Landssamtaka landeigenda: Grundvallarmarkmið að félagið standi vörð um eignarréttinn Á aðalfundi Landssamtaka landeigenda flutti Örn Bergsson formaður skýrslu stjórnar í síðasta sinn sem formaður. Lýsti hann því grundvallarmarkmiði samtakanna að standa vörð um eignarrétt landeigenda því á hann væri ekki gengið við setningu laga og reglugerða. Hann ræddi um afgreiðslu þjóðlendumála á undanförnum árum og lýsti því að stærstur hluti landsins hefði verið tekinn til meðferðar, en mál í Dalasýslu biðu nú úrskurðar Óbyggðanefndar. Kröfur fjármálaráðherra tengdar Snæfellsnesi væru nú komnar fram og væru minni í sniðum en oft áður. Þá væru einungis Vestfirðir og Austfirðir eftir. Örn sagði að afstaða ríkisins og dómstóla hefði í þessum málatilbúnaði öllum einkennst af lítilli virðingu, svo virtist sem ríkið reyndi að ná eignarlöndum undir sig í skjóli gallaðrar lagasetningar, ráða lögmannsstofu til að vinna kröfugerðir og reka málin síðan fyrir úrskurðarnefnd og dómstólum. Ríkisendurskoðun hefði bent á að þessi málsmeðferð gæti varla talist eðlileg. Örn greindi frá vinnu samtakanna í tengslum við setningu nýrra náttúruverndarlaga á árinu 2015 en í þau hefði verið sett bráðabirgðaákvæði um að skilgreina skyldi almannarétt í lögum. Þeirri vinnu væri ekki lokið en samtökin þyrftu að halda fram sínum málstað á þeim vettvangi. Samtökin aldrei boðuð á fund um landsáætlun Örn ræddi um lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Samtökin hefðu tilnefnt fulltrúa sinn í nefnd um það efni en sá fulltrúi hefði aldrei verið boðaður á fundi nefndarinnar vegna mistaka í ráðuneytinu. Sagði Örn samtökin ekki geta sætt sig við þau drög að stefnu sem nefndin hefði lagt fram. Eignarrétturinn verði ekki gjaldfelldur Örn gerði væntanlegar breytingar á stjórnarskrá Íslands að umtalsefni og gat þess að samtökin þyrftu að gæta þess að eignarrétturinn yrði ekki gjaldfelldur í því starfi sem þarna væri fram undan. Örn lýsti því að samtökin væru orðin viðurkenndur hags munagæsluaðili fyrir landeigendur. Hann lýsti því að þörf væri enn fyrir samtökin þó nú væri stórum hluta þjóðlendumála lokið með misgóðri niðurstöðu fyrir landeigendur. Þörf fyrir hagsmunagæslu samtakanna í samhengi við fleiri hluti en Þjóðlendumálin, nefna mætti sem dæmi mál í tengslum við línulagnir, ágang á svæði af hendi ferðaþjónustuaðila og fleira. Þakkaði samstarfið í stjórn samtakanna og lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku fyrir samtökin. /HKr. Örn Bergsson. bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu. Mynd / HKr. Innlausn á greiðslumarki mjólkur 1. mars: Sjö óskuðu eftir innlausn Innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 122 krónur á lítra á árinu 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.