Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. mars 2018 Á dögunum var opnað fyrir aðgang að vefsvæðinu Matís fræðsla eða https://matis.online. Vefurinn er ætlaður fyrir fræðsluefni og vefnámskeið sem Matís ohf. hefur gefið út. Þar verður ýmislegt í boði, bæði endurgjaldslaust en einnig annað efni sem verður að greiða fyrir. Þar á meðal er námskeið sem kallast Heimavinnsla afurða. Fyrsti hluti þess efnis er með aðaláherslu á úrvinnslu kindakjöts ásamt ýmsum þáttum sem snúa að smáframleiðslu matvæla. Í þessum fyrsta hluta, eru eftirfarandi sjö kaflar: „Örverur á kjöti og örverum haldið niðri“, „Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja“, „Slátrun og kjötmat“, „Söltun og reyking“, „Umbúðamerkingar matvæla og pökkun“, „Hráverkun og pylsugerð“ og „Sögun, úrbeining og marinering“. Hægt verður að kaupa allt efnið í einu, en einnig er mögulegt að kaupa hvern kafla fyrir sig. Spannar alla þá þætti sem snúa að heimavinnslunni Efni námskeiðanna spannar alla þá þætti sem snúa að heimavinnslunni og er nauðsynlegt fyrir þá sem hyggjast fara út í framleiðslu matvæla en hafa ekki lokið einhvers konar matvælamenntun. Farið er ýtarlega í þætti eins og örverufræði: hvað gera örverur við matvæli, hvernig best sé að lágmarka tilveru óæskilegra örvera og hindra vöxt þeirra sem eru til staðar. Leyfismál Í kaflanum um leyfismál og innra eftirlit er farið yfir þau atriðii sem opinberir leyfisveitendur/ eftirlitsaðilar gera kröfu um að sé framfylgt. Umbúðamerkingar byggjast að miklu leyti á opinberum kröfum sömuleiðis og pökkun matvæla getur verið með mismunandi hætti. Farið er yfir feril slátrunar og kjötmat kindakjöts skýrt á skemmtilegan hátt með myndböndum. Vinnsluferlar Í vinnsluköflunum sögun lamba- kjöts, úrbeining, marinering, söltun og reyking og hráverkun og pylsugerð er urmull myndbanda sem sýna vinnubrögð auk fræðsluefnis af ýmsum toga. Matvælastarfssemi er leyfisskyld og þær reglur sem fara þarf eftir birtast okkur í formi laga og reglugerða. M ö rg u m þykir það f lókið og tímafrekt að leita að hinum ýmsu reglum sem eiga við í hvert sinn, hvort heldur það eru leyfismálin, kröfur um næringaryfirlýsingu eða vottun umbúða svo eitthvað sé nefnt. Í námsefninu hefur þessum upplýsingum verið safnað saman á aðgengilegan hátt. Hverjum kafla lýkur síðan með nokkrum spurningum. Krafist er 80% réttrar svörunar og eru gefnar þrjár tilraunir. Standist viðkomandi prófið fær hann sent viðurkenningarskjal þess efnis. Skjalið má setja í gæðahandbók fyrirtækisins til staðfestingar á því að viðkomandi kunni einhver skil á viðkomandi þætti. Í samvinnu Matís, LbhÍ og LS Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands með dyggri aðstoð Landsamtaka sauðfjárbænda eru bakhjarlar námskeiðsins. Námsefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og forverum þess og ekki síður úr því efni sem finna má hjá Matvælastofnun. Höfundar efnisins, eins og það birtist hér, eru Óli Þór Hilmarsson kjötiðnaðarmeistari, Guðjón Þorkelsson matvælafræðingur, Þóra Valsdóttir matvælafræðingur og Júlía Sigurbergsdóttir viðskiptafræðingur. Ólafur Rögnvaldsson sá um kvikmyndun og Þormóður Dagsson vefhönnuður sá um grafík, uppsetningu og vefhönnun. Landssamtök sauðfjárbænda hafa fengið styrk úr minningasjóð Halldórs Pálssonar til þess að niðurgreiða námsgjöld til sinna félagamanna. Þeir félagsmenn sem vilja nýta sér þetta geta leitað eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á unnsteinn@bondi. is eða hringja í síma 563 0350. LESENDABÁS Helgina 9. til 12 mars fór fram glæsileg fagkeppni um Kjötmeistara Íslands og óska ég Oddi Árnasyni frá Sláturfélagi Suðurlands innilega til hamingju með sigurinn. Einnig óska ég öllum öðrum sigurvegurum til hamingju með sín verðlaun. Virkilega glæsileg keppni og vel að henni staðið. Keppni eins og þessi endurspeglar oft það sem er að gerast á markaði og sást það vel á þeim vörum sem voru í keppninni núna. Fleiri vörur voru með sem henta öllu því ferðafólki sem heimsækir okkur, eins og t.d. þurrkað kjöt. Voru dómarar keppninnar ekki í öfundsverðir af hlutverki sínu. Landbúnaðarráðherra mætir og afhendir verðlaun og sú athöfn gaf samkomunni sterkan og fallegan blæ. Eitt er það sem angrar mig En það er eitt sem er að angra mig og hefur gert lengi. Það er mæting fulltrúa búgreinasambandanna (Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Félag kjúklingabænda, Svínaræktarfélag Íslands og kjötframleiðendur/ hrossaræktendur á þessa verðlaunaafhendingu. Öllum var boðið að vera viðstaddir og afhenda þau verðlaun sem þeir eru að veita sjálfir. Og hafa alla tíð stutt við Meistarafélag kjötiðnaðarmanna í þessari fagkeppni. Eru kjötiðnaðarmenn þakklátir fyrir það. En eitthvað hefur gerst. Árið 2016 kom engin frá þeim að afhenda þessi verðlaun og skýringin sem þáverandi landbúnaðaráðherra gaf á fjarveru þeirra var að þeir væru að lesa yfir nýjan búvörusamning. Í ár 2018 kom einungis Hörður Harðarson frá Svínaræktarfélagi Íslands og þakka ég honum innilega fyrir komuna og að hafa sýnt málinu áhuga. Ég skil þetta ekki Ég skil þetta ekki alveg, kjötiðnaðarmenn eru í raun einu talsmenn búgreinasambandanna á markaði og þeir einu sem koma kjötafurðum í verð á markað. Gildir þá einu hvort afurðir eru að fara í útflutning, mötuneyti eða í verslun. Svo virðist sem ekki sé hægt að gefa sér stund til að taka þátt og sjá hvað við kjötiðnaðarmenn erum að gera og hvað margt nýtt er hægt að gera úr þeirra vöru. Kjötiðnaðarmenn vinna allan daginn með það eitt að markmiði að gera sem besta og arðvænlegasta vöru úr öllu því kjöti sem þeir framleiða. Það skiptir ekki máli hver varan er grís, naut, lamb, hross eða kjúklingur. Alltaf í vörn Mér finnst einsog við séum alltaf í vörn. Við erum alltaf að verja þá vöru sem við setjum á markað en á sama tíma njótum við ekki stuðnings okkar stærstu birgja sem eru kjötframleiðendur. Mér finnst þögn fulltrúa búgreinasambandanna og fjarvera á hátíð sem þessari vera öskrandi. Hvað veldur veit ég ekki. Ég er viss um að þeir myndu fljótt rísa upp ef íslenskar kjötvinnslur myndu eingöngu fara að skoða afurðir erlendra kjötbirgja. Getum borið höfuðið hátt Íslenskir kjötiðnaðarmenn og íslenskir kjötframleiðendur geta borið höfuðið hátt þegar kemur að gæðum, bragði og útliti þeirra vara sem við sendum frá okkur. Slíkt er ekki síst því að þakka að hér er gott kjöt á markaði sem hægt er að gera góða hluti við. Íslenskt kjöt hefur marga góða kosti og hver kjötgerð á sinn hátt. Vatnið okkar er gott og loftgæði mikil sem hefur mikið með gæði kjötsins að gera. Að sjálfsögðu má ekki gleyma því góða fóðri sem við ræktum hér og hefur marga góða kosti. Ætla ég ekki að fara í einhver meting um hvað sé best og mest. Það margt mjög vel gert hér og margar vandaðar vörur á markaði. Mig langar samt að sjá meiri samstöðu milli kjötframleiðenda og kjötiðnaðarmanna. Hlakka til að hitta kjöt fram- leiðendur við verðlaunaafhendingu í fagkeppninni 2020. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Guðráður G. Sigurðsson kjötiðnaðarmaður. Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna: Fjarvera búgreinasambandanna Guðráður G. Sigurðsson. Aðgangur að vefsvæðinu Matís fræðsla eða https://matis.online: Ýmislegt í boði eins og „Heimavinnsla afurða” Á FAGLEGUM NÓTUM LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDSLANDSSAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.