Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 28
Eiturefnaflutningar, eftirlit og viðbrögð
Úrbóta er þörf
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri í Reykjavík reifar hugmyndir hvað þetta varðar
Þar sem nær öll eiturefni flytjast til landsins með skipum,
leggjum við til að IMO CODE verði lagður til grundvall-
ar hvað varðar merkingu og flokkun efna á landi ístað
þess að fara að taka upp erlend merkingakerfí, sem gilda
á landi en þau eru margskonar.
Framkvæmd verði með þeim
hætti að skipum sem eru með
IMO flokkaða vöru(eiturefni)
verði gert skylt að tilkynna það til
hafnsögumanns. Hann tekur við upp-
lýsingum og kemur þeim til slökkvi-
liðs: UN númer, magn, komutími
skips.
Slökkviliðið metur hvaða aðgerða
sé þörf.
1. Engra aðgerða er þörf.
2. Eftir uppskipun skal vörunni kom-
ið fyrir á sérstöku svæði þar til hún
verður sótt af eiganda, jafnframt
því sem hún skal merkt af slökkvi-
liði með viðeigandi merkingu.
Gámur, umbúðir.
3. Við uppskipun skal vera vakt frá
slökkviliði. Varan skal merkt af
slökkviliði og flutt tafarlaust til við-
takanda í fylgd slökkviliðs. Jafn-
framt þessu skal slökkviliðið halda
skrá yfir innflutt eiturefni magn og
í þeim tilvikum þar sem farga þarf
efninu eftir notkun skal það kann-
að annað slagið hvað um efnin hef-
ur orðið. Þetta mætti gera í sam-
vinnu við Sorpu.
Rök sem mæla með því að slökkvi-
liðið geri þetta eru fyrst og fremst þau
að verði slys með þau bregst það við.
Með þessu móti gefst tími til að fara
yfir viðbrögð áður en flutningur fer
fram. Slökkviliðið fær vitneskju um
hvar efnin er að finna gagnvart elds-
voða og þekking á meðferð efnanna í
slysatilviki verður örugglega til staðar.
Kostnaður verður í lágmarki og færist
á viðkomandi innflytjanda sem reikn-
ingur frá slökkviliðinu. Fyrir því er
löng hefð t.d. við sprengiefnaflutning
og innflutning á gasi svo dæmi séu
nefnd.
Ef undanbrögð yrðu á framkvæmd
reglna af hálfu innflutningsaðila þá
yrði það lögreglu að grípa í taumana.
Að öðru leiti sé ég ekki nauðsyn á að
hún komi inn.
Með auðveldum hætti er hægt að
flokka allar hafnir landsins t.d. í þrjú
þrep. Höfn sem lenti í þriðja þrepi
mætti ekki taka á móti eiturefnum
nema gera sérstakar ráðstafanir þar
sem búnaður hjá viðkomandi slökkvi-
liði er ekki fyrir hendi. Höfn í öðru
þrepi mætti taka á móti efnum að
ákveðnu marki enda væri fyrir hendi
hjá viðkomandi slökkviliði ákveðinn
skilgreindur búnaður til að takast á
við eiturefnaslys. Til að komast í
fyrsta þrep þyrfti að vera til staðar
fullkominn búnaður og sérfræðiþekk-
ing. Með þessu móti ætti að vera hægt
að leysa þessi mál með auðveldum og
skilvirkum hætti fyrir allt landið. Ef
það er hagkvæmt að skipa upp eitur-
efnum í flokki eitt, í höfn sem aðeins
uppfyllir flokk tvö, er auðvelt að leysa
það með því að slökkviliðið sem væri
næst viðkomandi höfn legði til búnað
og mannskap tímabundið.
Hvernig snýr flutningur hættulegra
efna að slökkviliði og þá slökkviliði
Reykjavíkur? Þetta er sú spurning
sem ég ætla að reyna að gera grein
fyrir hér.
Hvað varðar eiturefni og hættuleg
efni þá er hvergi getið um hlutverk
slökkviliða gagnvart slysi nema í al-
mannavarnaskipulagi Reykjavíkur-
borgar. Þar segir að ef mengunarslys
verður í slíku umfangi að almanna-
varnaástand skapast skal slökkvilið sjá
um að stöðva útbreiðslu mengunar-
innar eftir því sem kostur er og
hreinsa efnið upp.
Það er hins vegar ljóst að mengandi
og eitruð efni eru oft einnig eldfim.
Oft á tíðum verða efni líka eitruð eða
mengandi við bruna.
Segjum að lítill sendibíll aki á olíu-
bíl á leið austur fyrir fjall með þeim
afleiðingum að gat kemur á tank
hans. Bensín flæðir út án þess þó að
28
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN