Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 7
Eðlilega var svo rætt um
málefni fatlaðra vítt og breitt
og formaður bandalagsins
þakkaði vel fyrir það
tækifæri sem hér gæfist til
skoðanaskipta.
Síðan var haldið rakleitt
í Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki þar sem okkur
var vel fagnað af þeim Önnu
Dóru Antonsdóttur sérkenn-
ara og Gunnlaugu Hart-
mannsdóttur sérkennara.
Þær greindu okkur frá
námsbraut fyrir fatlaða
nemendur, þriggja anna
braut, sem nefndist atvinnu-
lífsbraut. Þær sögðu fjár-
magn sótt í sérkennslusjóð
ráðuneytis og þar væri ekki
á vísan að róa með ákveðið fjármagn
sem þyrfti í raun en í þennan sjóð
sæktu hinir ýmsu skólar sem vildu
taka upp sérkennslu af einhverju tagi
og væri gott samstarf milli þessara
skóla og m.a. árlegir fundir um
framkvæmdogfyrirkomulag. Námið
er eftir sérsaminni eigin námsskrá og
skiptist í skólakjama og starfsnám á
vinnustað, en markmiðið með
starfsnámi þessu er að nemendur fari
út á almennan vinnumarkað. A
vinnustöðunum eru ýmist greidd
byrjunarlaun eða þá nemakaup.
Þær lýstu báðar yfir nauðsyn þess
að bæta fjórðu önninni við, kváðu hins
vegar almenna námsáfanga nýtta sem
mögulegt væri. Þær vom báðar býsna
ánægðar með árangur. Á atvinnulífs-
braut væru nú fjórir og þar af væru
tveir að ljúka við sitt nám. Þær sögðu
að til viðbótar góðri og gagnlegri
þekkingaröflun þá fengju nemendur
aukið sjálfstraust og þroskuðust á
margan veg. Hér er aðeins getið um
brot af þeirri fræðslu sem við fengum
þarna en að henni lokinni var haldið
á svæðisskrifstofuna og þar gaf á að
líta veizluborð veglegt og girnilegt í
senn, enda gnótt góðra gesta í heim-
sókn, auk fólks af Sauðárkróki og
grennd voru gestir frá Blönduósi,
Gauksmýri og Siglufirði - hið fríðasta
lið sem fagnað var með veitingum
góðum og viðmóti enn betra.
Klukkan 16.30 hófst svo
samstöðuhátíðin við heimilið að
Fellstúni 19 og var allmikill fjöldi þar
samankominn, og þó nokkuð væri
napurt úti, þá var hitt ljóst að hátíð
var í sinni.
Nokkrir ungir blásarar léku í
upphafi jólalög af list og þokka og
Anna Sigríður Helgadóttir söng
silfurskærri rödd og þannig vorum við
hrifin út úr næðingnum yfir í helga
birtu hátíðarinnar í nánd. Ólöf
Ríkarðsdóttir formaður Öryrkja-
bandalagsins bauð fólk velkomið til
samstöðuhátíðar á Sauðárkróki og gaf
því næst varaformanni bandalagsins,
Hauk Þórðarsyni, orðið, en hann flutti
hugvekju góða, sem hér er birt. Þá
var gengið að trénu góða sem tendra
skyldi á ljósin og gerði það einn íbúa
hússins Þórunn Gunnlaugsdóttir og
fékk að launum lófaklapp gott.
Blásarasveitin og Anna Sigríður
færðu okkur á ný fegurð tónanna og
svo tók séra Stína Gísladóttir til máls
og flutti þarfa hugvekju og holla
okkur öllum. Hún lagði út af lítilli
sögu frá bernskuárum sínum er
dönsku konungshjónin komu í
heimsókn til landsins og lítill bróðir
hennar beið þess að þau kæmu heim
til þeirra, en þótti lítið til koma, þegar
honum var gert ljóst, að af því yrði
ekki. Konungur kærleikans - Jesús -
kemur hins vegar til allra og okkar er
að taka fagnandi í móti honum og fara
eftir boðum hans um frið og fagurt
mannlíf. Hún bað öllum blessunar
Guðs og óskaði öllum gleðilegra jóla,
árs og friðar og lauk hugvekjunni með
bæn.
Sunginn var hinn sítæri sálmur
jólanna: Heims um ból, en að
lokum flutti formaður svæð-
isráðs, Valgarður Hilmarsson
ávarp og færði fram þakkir
heimafólks til handa
Öryrkjabandalagi Islands
fyrir samstöðuhátíðina,
jólatréð góða og þann hlýhug
til starfseminnar nyrðra sem
þarna kæmi svo glögglega
fram. Valgarður kvað brýna
nauðsyn þess að allir sem að
málum þessum ynnu sýndu
órofasamstöðu í baráttunni
fram á veginn.
Þakkaði öllum fyrir
komuna, ámaði aðkomufólki
heimferðar góðrar og heim-
komu með jóla- og nýárs-
óskum.
Hátíðin fór því hið bezta fram og
vakti öllum ágæt hughrif, ekki
sízt þegar jólaljósin ljómuðu okkur frá
trénu fyrir tilverknað hennar
Þórunnar.
Að þessari athöfn lokinni var á ný
haldið til húsakynna Svæðisskrifstofu
og þar upphófust umræður góðar milli
okkar gesta og starfsfólks skrifstof-
unnar. Rætt var um framtíðarsýn í
málefnum fatlaðra, hugsanlegan
flutning málaflokksins til sveit-
arfélaga frá ríkinu, stöðu Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra, málefni
einstakra hópa fatlaðra og mis-
munandi viðhorf þeirra til atvinnu-,
menntunar-, og húsnæðismála.
Fjöldamargt þessu tengt og fleiru bar
á góma og voru allir sammála um að
viðræðurnar hefðu verið hinar
gagnlegustu fyrir báða aðila og opnað
okkur nýja sýn um margt í þessum
víðfeðma málaflokki.
S vo var þakkað fyrir sig og haldið
heim á leið með húsvískri viðkomu á
nýjan leik og lofttöku um leið.
Alúðarþakkir eru færðar þeim
norðanmönnum fyrir það hve mynd-
arlega var að samstöðuhátíðinni
staðið, hversu móttökur allar voru
hlýjar og miklum fróðleik um mæta
starfsemi miðlað. Okkur öllum sem
norður fórum þótti allt takast svo til
sem óskabyr réði ferð og fengur mikill
að þessari hátíð sem og heimsókninni
allri.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7