Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 13
Hugað að öðru en yfirfærslu. Frá heilbrigðisþingi. að er lykilatriði að ekki verði misræmi milli sveitarfélaga, þannig að eitt veiti miklu betri og meiri þjónustu en það næsta. Það verður að vera leiðarljós okkar að fólki verði ekki mismunað eftir búsetu, heldur njóti allir ákveðinnar lágmarksþjónustu óháð búsetu. Eg var á síðasta ári á norrænum fundi sem haldinn var í Stokkhólmi til að undirbúa framlag fatlaðra kvenna á Norðurlöndum á kvenna- þinginu í Finnlandi. Þar vakti það athygli okkar að önnur af tveim full- trúum Finna hafði aðstoðarmann með sér. Hin var jafn illa sett og þurfti í raun ekki minni aðstoð við að kom- ast um. Aðspurð sagði sú sem ekki hafði aðstoð að skýringin á þessu væri sú að hún byggi í öðru sveitarfélagi en félagi hennar. Hennar sveitarfélag hefði ekki efni á að veita slíka aðstoð, og ekkert tryggði rétt allra til slíkrar þjónustu. Við viljum sjá samvinnu ríkis og sveitarfélaga við að koma á sem mestri samræmingu milli þeirra sem veita þjónustu vegna fötlunar. Hin nýju lög um félagsþjónustu sveitar- félaga geta varðað veginn í þessa átt, enda ákvæði þar um í 48. grein laganna: “Samstarf skal sem víðtækast milli svæðisstjórna fatlaðra og ein- stakra sveitarfélaga um þjónustu við fatlaða”. Og enn frekar áréttað í athugasemdum við frumvarpið. Áfangar á þeirri leið að sveitar- félögin stór og smá taki í meira mæli yfir málefni fatlaðra samborgara væru að okkar mati þeir - í fyrsta lagi að þjónusta við heimili þar sem býr fatlað fólk verði í þeirra umsjá. Þróun í bú- setumálum fatlaðs fólks hefur verið sú að þeir sem áður bjuggu í skjóli fjölskyldu sinnar eða inni á stofnun eiga nú í vaxandi mæli kost á tiltölu- lega sjálfstæðri búsetu. Þessi þróun kallar á breyttar áherslur í heimaþjón- ustu hvers konar, að ekki sé gleymt menntun þeirra sem þessum störfum eiga að sinna. Stórt skref til samræmingar er að fundin verði leið til þess að þeir sem sinna heimaþjónustu, heima- hjúkrun og liðveislu hvers konar komi frá sama þjónustukjarna, hvort sem það er eitt hverfi í Reykjavík eða fleiri sveitarfélög í samvinnu sem að því standa. - I öðru lagi vildum við sjá atvinnumálin öll á hendi sveitarfélaga, en ekki aðskilin eins og þau eru í dag, með atvinnuleit sem er bæði á höndum sveitarfélaga og svæðis- skrifstofu. Sveitarfélögin sinna atvinnu- málum í dag, og geta frekar sinnt þeim en ýmsum sérhæfðum verkefnum sem lúta að þjónustu við fatlaða. Svæð- isskrifstofurnar eru í dag háðar sveitarfélögunum um útvegun vinnu. Úrræði eins og verndaðir vinnustaðir em yfirleitt reknir af félagasamtökum fatlaðra sjálfra eða af sveitarfélög- unum sem hafa átt frumkvæði að rekstri þeirra, eins og Örvi í Kópa- vogi. Því viljum við að þessi fyrstu skref í tilfærslu verkefna verði verk- efni sem sveitarfélögin hafa bolmagn til að sinna, þ.e. atvinnumálin og þjónusta við heimili fatlaðs fólks. En við sjáum ekki fram á það að ferðaþjónusta fatlaðra verði leyst á farsælan hátt nema með samvinnu sveitarfélaga. í dag er sú þjónusta víða í svo miklum ólestri að með sanni má segja að það ástand leggi á menn “ferðafjötra”. Sveitarfélögin í nágrenni Reykja- víkur hafa ýmist sína eigin ferðaþjón- ustu eða enga slíka þjónustu. I gegnum tíðina hefur fatlað fólk því orðið að skipuleggja ferðir sínar með aðstoð vina og ættingja. Og auðvitað láta hóp vandamanna um leið vita allt um það að ástfangin stúlka er að heim- sækja vin sinn. En ferðaþjónustan fylgir landamerkjum sveitarfélaga, og hefur mjög mismunandi reglur fyrir íbúa þeirra Það er lykilatriði varðandi atvinnu, bústað og tómstundir manna að þeir komist um til að nýta sér tilboðin. Að lokum vil ég nefna einn mála- flokk sem nú er á hendi ríkisins og við viljum ekki að breytt verði um. Það er úthlutun og kaup hjálpartækja. Þetta er mjög viðamikill og útgjalda- frekur málaflokkur ; það er að segja dýr þjónusta, sem við teljum að eigi að vera áframhaldandi á vegum Tryggingastofnunar ríkisins en ekki veitt sem félagsleg þjónusta sveit- arfélaga. Það eru aðeins nokkrir ára- tugir síðan menn urðu að kaupa sér sjálfir spelkur og gervilimi með afborgunum. Þróun síðustu ára í gerð hjálpartækja hefur opnað fötluðu fólki nýjar leiðir til tjáskipta, náms og sjálfsbjargar. Aðgangur fólks að þessum bjargráðum verður áfram að vera jafn og greiður. Hafdís Hannesdóttir. HLERAÐ í HORNUM Maður einn sem heldur þótti hyskinn í vinnu hafði eitt sinn lofað vini sínum í næsta húsi að taka hann með úr matartímanum. Hann beið svo anzi lengi fyrir utan húsið og kom fyrir ekki þó hann lægi á flautunni. Þegar vinurinn loks kom skammaði sá hyskni hann fyrir töfina, en hann svaraði af hógværð að hann hefði nú verið á klósettinu. “Ertu vitlaus maður. Heldurðu að maður noti ekki vinnutímann í svoleiðis", sagði þá sá hyskni. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.