Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 16
Varla þurfa menn tilvísun til þess að hlusta. talaði um heilsueflingu. Leið hennar væri ein þeirra leiða, sem til vemdunar og eflingar heilbrigðis þegnanna leiddi. Hún miðaði að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks, að gera fólki kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Nú er í gangi sérstakt samstarfsverkefni heilbrigðisráðu- neytis og landlæknisembættis til heilsueflingar. Unnið er í samvinnu við 4 bæjarfélög - svokallaða heilsubæi. Þar eru framkvæmda- nefndir og verkefnin snúa að skólum, vinnustöðum og almenningi. Sigrún greindi frá könnun sem framkvæmd hefði verið á lífsháttum og líðan Islendinga og lýsti nokkuð niður- stöðum hennar, þar sem fram kemur marktækur munur á lífsháttum fólks eftir lengd skólagöngu, stétt, kyni og búsetu. Næst talaði svo Sigríður Jakobínu- dóttir hjúkrunarfræðingur og svaraði spurningunni : Hvernig má hafa áhrif á lífshætti fólks? Mark- miðið hlyti að vera það að fyrirbyggja sjúkdóma og auka heilbrigði í þeirri vissu að það væri einnig ódýrara að koma í veg fyrir sjúkdóma og vanheilsu en meðhöndla heilsu- vandamál. Vandinn er að ná sem beinast til fólks, fá það til að hlusta og hegða sér eftir því. Hún rakti svo ákveðið “módel “ - “ Spíral-módelið” - sem reynzt hefur mjög gagnlegur grunnur í hönnun áætlana til að breyta hegðun og lífsháttum fólks. Nefndi dæmi um notagildi þessa til að ná til fólks sem reykti, væri með offitu- vandamál eða stríddi við alkóhólisma. Að loknu kaffihléi talaði Laufey Steingrímsdóttir um manneldis- mál. Hún kvað mataræði og reykingar vera þá umhverfisþætti sem hefðu hvað mest áhrif á tíðni langvinnra sjúkdóma. Ræddi um þá miklu breytingu sem orðið hefði á mataræði íslendinga á þessari öld - sumar til hins betra s.s. aukin neyzla grænmetis og ávaxta, en einnig til hins verra s.s. mjög mikil aukning á neyzlu gos- drykkja. Sérkenni íslenzks mataræðis m.a. mikil neyzla fæðis úr dýraríki en því minni úr jurtaríki að sykri einum undanskildum. Hún sagði upplýsingar um mataræði annars vegar fengnar úr niðurstöðum kannana Manneldis- ráðs og hins vegar frá sölu- og fram- boðstölum matvæla. Manneldisráð nýlega birt endurskoðaða útgáfu af Manneldismarkmiðum fyrir íslend- inga, sem eru ábendingar um heilsu- samlegt mataræði og æskilega þróun neyzluvenja. Ákveðin varkárni í ráð- leggingum, áherzla á hægfara breyt- ingar í hollustuátt. á flutti Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur erindi um erfða- fræðilega læknisfræði. Sagði fram- farir ótrúlega miklar í erfðarann- sóknum, en áhrifa þessa gætti nú þegar í læknavísindum. Aðferðir sameindaerfðafræði kynnu að eiga eftir að valda gjörbyltingu í læknis- fræði í nánustu framtfð. Annars vegar tækniþróun og aðferðir byggðar á aukinni þekkingu og hins vegar nýtt viðhorf. Eiga nýjar aðferðir erfða- vísinda eftir að breyta okkar eigin skilningi á okkur sjálfum og þeim heimi sem við búum í ? Hagnýting erfðafræðilegra að- ferða margvísleg: Greining erfða- galla, sjúkdómsgreiningar, genalækn- ingar, meðferð byggð á sameinda- greiningu og lyf hönnuð með erfðatæknilegum aðferðum. Lokaerindið flutti Hjörleifur Stefánsson arkitekt: Skyggnzt inn í heilbrigðiskerfið. Hjörleifur talaði sem neytandi hins íslenzka heil- brigðiskerfis. Hann kvað þrátt fyrir ágæti kerfisins brýna ástæðu til að gagnrýna það, benda á veilur þess. Sjónarhorn þeirra sem atvinnu hafa af eða í kerfinu er yfirleitt mjög frábrugðið sjónarhorni notendanna. Heilbrigðiskerfið gerir ráð fyrir því að maðurinn sé samsafn líffæra. Það að maðurinn sé hugsandi tilfinningavera - þess sér ekki nægilega stað í viðmóti kerfisins. Sjúkdómurinn verður viðfangsefnið, sjúklingurinn er van- ræktur. Ræddi um ævagamlar hefðir læknastéttarinnar sem birtust í mis- munun í krafti þekkingar. Sjálfshafn- ingin í krafti þess að þeir komist manna næst því að ráða yfir lífi og dauða. Mikilvægast að tryggja heilbrigð- iskerfinu sjálfvirkan leiðréttinga- búnað, sem gerir það skilvirkara. Innræta ber læknum að þeir eigi að vera ráðgjafar sjúklinga sinna. Heilbrigðiskerfið þarf að falla sem bezt að upphaflegum tilgangi sínum. Tilgangur kerfisins að tryggja sem bezt heilbrigði almennings, ekki að framfylgja lögum og reglugerðum. s Aeftir voru svo pallborðsum- ræður undir stjórn Kristínar Þorsteinsdóttur fréttamanns. Þar tóku þátt: Sighvatur Björgvinsson ráðherra, þingmennimir Guðmundur Bjarna- son, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Margrét Frímannsdóttir, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Laufey Stein- grímsdóttir manneldisfræðingur, Pétur Pétursson heilsugæzlulæknir og Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunar- fræðingur. Aðeins tæpt á örfáum atriðum: P.P.: Þjóðarheilsan á undanhaldi, aukin stéttaskipting, meiri launamis- munur, Áfengisvandamálið stærsta heilbrigðisvandamálið í dag. V.I.: Vinna þarf betur með 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.