Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Síða 29
arnemenda og kennara. Kolbrdn
Dögg Kristjánsdóttir flutti svo ávarp
f.h. útskriftarnemenda, þakkaði ljúfa
og lærdómsríka leiðsögn, ágæta við-
kynningu og vináttu góða í gegnum
tíðina. Skólastjóri og kennarar fengu
blómakörfu sem þakklætisvott frá
þeim sem brautskráðust.
Ölium viðstöddum var svo boðið
til veitinga góðra í boði Starfsþjálf-
unar fatlaðra og var góður fagnaður
blandinn feginleik þeirra sem fengið
höfðu próf sín. Ritstjóri færir fyrir f.h.
Öryrkjabandalags Islands útskriftar-
nemum öllum beztu óskir um farsæld
í framtíðinni um leið og starfseminni
er áfram árnað góðs brautargengis.
H.S.
Svör við gátuvísum
á bls. 23
1. krókur.
2. föt, fat.
3. lag.
4. biti.
5. bekkur.
6. bakki, Bakki.
7. mark.
8. slóði.
9. egg, Egg.
10. harpa.
Félag
heilablóðfall s skaðaðra
Þann 22. nóvember s.l. var í Oddshúsi við Sléttuveg stofnað formlega Félag
heilablóðfallsskaðaðra, en hér var um framhaldsstofnfund að ræða.
Stofnfélagar munu um 50 talsins.
Nokkur hópur heilablóðfallsskaðaðra hafði hitzt og borið saman bækur
sínar, boðað til fundar í októberbyrjun og í framhaldi af þeim fundi undirbúið
félagsstofnun frekar, unnið drög að lögum fyrir félagið, en þau voru svo
samþykkt á framhaldsfundinum. Markmið félagsins er að vinna að ýmsum
hagsmunamálum þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum af völdum heilablóðfalls
m.a. með öflun upplýsinga, miðlun fræðslu m.a. með fræðslufundum og
kynningarstarfsemi meðal þeirra sem orðið hafa fyrir heilablóðfalli, kynningu
á möguleikum þeirra og réttarstöðu. Stjórn félagsins skipa: Hjalti Ragnarsson,
formaður; Harpa Jónsdóttir ritari og Friðþjófur Eyjólfsson gjaldkeri.
í varastjórn eru: Sigþór Rafnsson og Ingvar Björnsson.
Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum þess og í umræðu
er hvort félagið sæki síðar um aðild að Sjálfsbjörg sem þá sjálfstæð eining þar.
Byrjunin lofar góðu og félaginu er allra heilla árnað, enda mikið verk sem
bíður þess.
Eftirmáli:
Við þessa stuttu frásögn af stofnun félagsins er því einu að bæta að 19.janúar
s.l. boðaði félagið til síns fyrsta almenna fundar, en ætlun stjórnar er að halda
slíka kynningarfundi einu sinni í mánuði.
Á þessum fyrsta almenna fundi héldu iðjuþjálfar frá Reykjalundi erindi
um iðjuþjálfun og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.
Fræðsla inn á við sem út á við er markmið félagsins og hér er vel af stað
farið.
H.S.
AFALNÆMISSAM-
TÖKUNUM Á ÍSLANDI
Alnæmissamtökin á íslandi hafa
nú fengið hinn bezta samastað
fyrir starfsemi sína að Hverfisgötu 59
í Reykjavík. Reykjavfkurborg hefur
séð samtökunum fyrir húsnæði þessu
og formleg afhending þess fór fram
mánudaginn 5. des. á liðnu ári. Þarna
er hin ágætasta aðstaða, en félagsfólk
í samtökunum hefur unnið vel að því
að gera allt sem vistlegast og vina-
legast innan dyra.
Formaður Alnæmissamtakanna,
Björgvin Gíslason, bauð gesti vel-
komna og kvað ánægju mikla meðal
félaga, hversu hér hefði vel til tekizl
og væntu menn alls hins bezta af
hinni nýju aðstöðu. Það var svo Guð-
rún Ágústsdóttir, forseti borgar-
stjórnar, sem afhenti Björgvin
lykilinn að húsinu og afhenti það þar
með samtökunum til afnota. Hún kvað
það mega vera stolt borgarinnar að
hýsa þessa þörfu starfsemi, árnaði
samtökunum allra heilla í framtíð-
arstarfi að erfiðu og krefjandi verk-
efni. Björgvin Gíslason þakkaði
rausnarskap borgarstjórnar og gat í
leiðinni um hið myndarlega söfnunar-
átak unglinga í félagsmiðstöðvunum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu - mara-
þondans til styrktar samtökunum.
Þetta söfnunarátak var gert í samráði
við íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur og skilaði samtökunum vænni
fjárfúlgu. Hann færði öllum miklar og
góðar þakkir sem þar hefðu komið að
verki.
Landlæknir mælti nokkur orð og
færði fram heillaóskir, ræddi
nokkuð um baráttuna gegn alnæmi og
kvað hana ganga bezt þar sem sam-
félagsleg ábyrgð væri helzt í heiðri
höfð, opinber þjónusta væri mest svo
og minnstir fordómar gagnvart sjúk-
dómnum. Var bjartsýnn á það, að unnt
yrði síðar að stemma stigu við vá
þessari.
Öryrkjabandalag Islands samfagn-
aði félagi sínu með þennan góða bar-
áttuáfanga og gaf fagran blómvönd
sem angaði vel þarna inni. Undir þær
blómstrandi blessunaróskir er
einlæglega tekið hér.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29