Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 37
Hækjustandarinn handhægi Fyrir allnokkru birtist hér í blaðinu smágrein sem nefnd- ist: Þrífótur á hækjur. Þar var greint frá búnaði hug- vitsmannsins Axels Eiríkssonar, sem hann þá nefndi þrífót á hækjur, en kallar nú fremur hækjustandara. Tilgangurinn með þessum hagan- lega umbúnaði á hækjunum er fyrst og fremst sá, að hækjurnar geti staðið á fæti þegar þær eru ekki í notkun í stað þess að vera í sífellu að flækjast fyrir og detta um koll. Þeir sem notað hafa búnað Axels hafa látið afar vel af honum og hingað borizt beiðnir um frekari kynningu, enda búnaðurinn verið í þróun og mundi nú fjórfótur á hækjur vera meira réttnefni, en hvoru tveggja þó til. Axel hefur sömuleiðis verið að koma ísbroddi fyrir á hækjunum samhliða standaranum, en það er í þróun nú. Axel hefur nú fengið hækju- standarann viðurkenndan inn á hjálpartækjalistann hjá Trygginga- stofnun ríkisins, sem er mikil viður- kenning og verðug, enda greiðir T.R. 50% af verði hækjustandarans, að hámarki 1500 kr. Axel hefur kynnt þessa uppfinn- ingu sína erlendis og fengið afar góðar viðtökur og viðurkenningu um leið m.a. frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi og í þessum löndum öllum er áhugi fyrir því að koma búnaði þessum í framleiðslu til hagsbóta fyrir þá sem hækjur nota. Axel er með fleira á döfinni sem létt gæti sjúkum og fötluðum lífið og m.a. er hann að þróa málmliða- mót á spelkur, sem auðveld og meðfærileg væru í notkun. Við óskum ýmissa er orðið að vekja athygli hér á enda hafa nú hátt á annað hundrað manns hækju- standara á hækjum sínum og full- yrða að mikið hagræði sé að búnaðinum. Fréttabréf Öryrkjabandalagsins hefur frá upphafi vega hafnað öllum auglýsingum, en kynning sem hlutlausust á öllum búnaði fyrir öryrkja er sjálfsögð og ef einhver veit skil á nýjum búnaði eða öðrum nýjungum er ritstjóra kært að mega kynna slíkt. H.S. upphæð var ágóði af kvennakvöldi klúbbsins.Formaður foreldra- og styrktarfélagsins Ingibjörg Maríus- dóttir færði hamingjuóskir og færði legokubbaborð og legokubba í leikhom fyrir böm á Laugavegi 26. Asgerður Ingimarsdóttir flutti einlægar kveðjur og heillaóskir Öryrkjabandalags íslands, kvað samvinnuna og samstarfið ánægju- legt, enn væri ótal margt sem að þyrfti að vinna. Táknmálstúlkaþjónustu þyrfti að bæta, texta eða túlka barna- efni sjónvarps o.m.fl. Sagðistfullviss þess að við styrkveitingar bandalags- ins í ár yrði afmælis félagsins minnzt. Bandalagið færði félaginu fagra blómakörfu. Sverrir Guðmundsson frá Klúbbi 37 færði mynd í tilefni dagsins frá göngunni miklu á liðnu hausti. Ámý Guðmundsdóttirflutti heilla- óskir frá nemum í táknmálsfræðum við Háskóla íslands. Anna Jóna greindi frá fallegri blómakveðju frá textavarpi sjónvarpsins. á greindi Jóna Skúladóttir frá vali ámanniársins 1995, en Jónafékk einmitt slíka tilnefningu fyrir 5 árum. Nú varð Berglind Stefánsdóttir fyrir valinu fyrir ötult starf að táknmáls- rannsóknum og fyrir kennslu tákn- máls við MH. og HÍ. Berglind þakk- aði og sagði: Eg er ánægð með hversu þið eruð ánægð með mig. Anna Jóna Lámsdóttir veitti síðan þrjár viðurkenningar: Friðjóni Erlendssyni fyrsta formanni Félags daufblindra, Rúnari Þóri Ingólfssyni fyrsta heyrnarlausa matreiðslumeist- aranum og Þorsteini Þorgeirssyni, áttræðum sjómanni í Garðinum sem enn er að. Danski látbragðsleikarinn Ródtop sýndi svo listir sínar við mikinn fögnuð viðstaddra og áttum við táknmálslaus býsna erfitt með að átta okkur á efninu, sem flutt var af ærnu listfengi. En þeim mun betur átti hann leið að hjarta heyrnarlausra. Um kvöldið var mikil og fjölsótt hátíðarsamkoma með góðum atriðum og tókst hið bezta að sögn. Ritstjóri árnar Félagi heyrnar- lausra alls hins bezta í nútíð og fram- tíð. Megi ávinningar margir og góðir verða ykkar, til heilla fyrir alla heyrnarlausa, til heilla fyrir samfélagið allt. H.S. HLERAÐ I HORNUM Séra Jón hélt ráðsmann, sem stal mjög úr sjálfs síns hendi og lét prestur sem hann vissi ekki af því. Á sumardaginn fyrsta útdeildi klerkur gjöfum til hjúa sinna og þegar að ráðsmanni kom, sagði hann. - Svo ert það þú Halldór minn. Þú verður að fá þess meira en hin hjúin, sem þú gegnir ábyrgðar- meiri stöðu. Þess vegna ætla ég að gefa þér allt, sem þú ert búinn að stela. * Eitt sinn var Jón prestur að fara heim úr kaupstað, blindfullur, og lagði þá hnakkinn öfugan á hest sinn. Þegar meðreiðarsveinninn vildi laga þetta fyrir klerk, sagði hann: - Láttu það vera greyið mitt, þú veist ekkert í hvora áttina ég ætla að fara. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.