Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 38
• • / Arnþór Helgason fv. form. OBI.: Tölvufjarskipti blindra og sjónskertra s Islendingar hafa um nokkurt skeið tekið þátt í margvíslegum rann- sóknum á vegum alþjóðlegra stofn- ana. Þegar þjóðin ánetjaðist evrópska efnahagssvæðinu opnuðust ýmsar gáttir að sjóðum sem styrkja marg- vísleg mál. Ein þeirra mörgu áætlana sem unnið er að um þessar mundir er hin svo kallaða “Telematics” áætlun sem ætlað er að efla hlut tölvusam- skiptinga við að efla iðnað, heilsu- gæslu, menningu, listir og ýmislegt sem má verða til þess að efla hlut einstaklingsins í nútíma samfélagi. Um leið er hugað að hagsmunum ýmissahópa. B-hluti áætlunarinnar, 8. liður, fjallar sérstaklega um hlut fatlaðra og aldraðra. Undirritaður var beðinn að taka saman upplýsingar og hugleiða tölvufjarskipti blindra og sjónskertra hér á landi. Fer nokkur hluti þeirra hugleiðinga hér á eftir. Stöðugt bætast við nýjar upplýsingar og má því vera að höfundur sjái sér leik á borði að bæta einhverju við um þessi mál á síðum Fréttabréfsins. Einnig væri æskilegt að fleiri sem hafa áhuga á tölvufjarskiptum fatlaðra létu í sér heyra. Nú eru hér á landi 9 einstaklingar sem nýta sér blindraletur til þess að lesa af tölvuskjám. Er hér um að ræða námsmenn, skrifstofufólk og einstaklinga sem vinna að bókagerð og ýmsum félagsmálum. Þá fer þeim einstaklingum fjölgandi sem nýta sér stækkunarbúnað og talgervla. Notendur blindraleturs og tal- gervla vinna eingöngu í DOS- umhverfi. Nú er kominn hingað til lands sérstakur búnaður sem gerir not- endum nýjustu útgáfu blindraleturs- tækjanna kleift að vinna að einhverju leyti í Windows-umhverfi. Flérerum að ræða sérstakan búnað frá fyrir- tækinu F. H. Papenmeier sem túlkar táknmyndir með því að sýna heiti þeirra á skjálínunni. Notandinn getur séð útlínur lögunar skjáumhverfisins Arnþór Helgason á lóðréttri línu sem er vinstra megin á blindraletursskjánum. Ekki er komin reynsla á þennan búnað. Það er þó vitað að Windows-umhverfið verður blindu fólki aldrei jafn vingjarnlegt og sjáandi fólki og enn eru fjölmörg vandamál óleyst í sambandi við það. Gera þarf sérstök forrit til þess að túlka táknmyndir ólíkra forrita innan Windows-umhverfisins. Tölvurnar þurfa að hafa a. m. k. 16 mb í minni og vera 66 mhz til þess að vinnsla verði sæmilega hröð. Myndrænt efni skilar sér ekki. Nauðsynlegt er að taka tillit til vandamála sem fylgja mynd- rænni framsetningu þegar hugað verður að tölvufjarskiptum blindra og sjónskertra. Sú einhæfa áhersla sem íslendingar hafa um sinn lagt á Win- dows-umhverfið veldur því að ekki er fyrir hendi hér á landi búnaður sem nýtist blindu fólki á þeim sviðum sem tölvur gætu einna helst komið að gagni. Má þar meðal annars nefna ritvinnslu, gagnavinnslu ýmiss konar, tónlistarforrit, o.s.frv. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir nokkrum þeim sviðum sem tölvufjarskipti gætu nýst þessum hópi og fleirum: 1. Fjarvinnsla: Víða í Banda- ríkjunum hefur tekist að útvega fötluðu fólki og öldruðu verkefni á vegum fyrirtækja og stofnana. Eru verkefnin unnin á heimili viðkomandi einstaklinga. Sú gagnrýni hefur heyrst að slík störf séu einangrandi. Það hefur hins vegar komið í ljós að marg- ir telja sig hafa fengið mikla lífsfyll- ingu með því að hafa eitthvað fyrir stafni. 2. Fjarnám. Þar sem námsefni er að mestu eða öllu leyti unnið á tölvu gefur fjarskiptatæknin blindum nemendum ótrúlega möguleika til þess að tileinka sér ýmislegt námsefni sem ef til vill er ekki aðgengilegt í skólastofnuninni sjálfri. Þá er gagna- leit ótvíræður kostur sem þessum hópi opnast með tilkomu tölvutækninnar. 3. Gagnasöfn. Um nokkurt skeið hefur íslenska lagasafnið og greina- safn Morgunblaðsins verið aðgengi- legt tölvunotendum. Gera má ráð fyrir að slíkum gagnasöfnum fjölgi hér á landi og þeim fjölgi sem vilja nýta sér þau. 4. Ymis þjónusta. Gera verður ráð fyrir að þjónustufyrirtæki gefi við- skiptavinum sínum í ríkara mæli kost á að leita sér þjónustu eða upplýsinga í gagnabönkum. Má þar nefna versl- anir, samgöngufyrirtæki, banka, leik- hús, bókasöfn, símaskrá, þjóðskrána og fleiri. Textavarp Ríkissjónvarpsins hefur tekið að sér nokkurn hluta þessarar þjónustu. Það er hins vegar lokaður heimur blindu og sjónskertu fólki. Kominn er á markað erlendis búnaður sem gerir kleift að lesa upplýsingar úr textavarpi með tölvu. Gera verður þá kröfu að textavarpið sé einnig aðgengilegt hér á landi, t.d. með notkun Internets. Það væri stórum hópi fólks til mikils hagræðis að geta nýtt sér þá möguleika sem tölvutenging þjónustufyrirtækja hefur í för með sér. Ekki er þess langt að bíða að ýmsir þeir sem hafa tekið þátt í tölvuvæðingunni hér á landi komist á eftirlaunaaldur og vafalaust mun sú kynslóð gera kröfu til þess að tölvu- 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.