Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Page 43
Fréttir frá Tölvumiðstöð fatlaðra
Vinahjálparfrúr ásamt forstöðumanni.
Tölvumiðstöð fatlaðra hefur fengið
nokkur ný forrit og hliðarbúnað sem
öllum er heimilt að skoða og prófa
hjá okkur. Panta þarf tíma hjá
okkur í síma 5 62 94 94.
Forrit frá Námsgagnastofnun
Frá Námsgagnastofnun höfum við
nýlega fengið nokkur forrit sem
einkum eru ætluð til að þjálfa lestur,
skrift, hugtök og örva til ritaðs máls.
Forrit þessi eru :
Veröldin mín: Þjálfar skilning orða
og hugtaka til að þjálfa lestur og skrift.
Notandinn byggir upp mynd og ef
hljóðkort er í tölvunni les hún upp
heiti hlutanna sem notaðir eru í
myndinni. Síðan er hægt að skrifa
heiti hlutanna.
Myndir og orð: Forritið er einkum
ætlað þeim sem þurfa sérstaka mál-
þjálfun.
Markmiðið er að þjálfa málnotkun
á grundvelli stakra orða. Forritið
hentar vel til þjálfunar fullorðinna.
Lestu og skrifaðu: Lestrar og skrift-
arþjálfun. Notandinn fær myndir, orð
og setningar á skjáinn og þarf að lesa
til að tengja við myndirnar.
Myndrún: Myndasöguforrit, not-
andinn býr til sínar eigin myndasögur.
Markmið forritsins er að þjálfa
notandann í móðurmálinu, auka orða-
forða, efla málskilning og málþroska.
Sögusmiðjan: Forritið er hugsað sem
fyrsta ritvinnsluforrit sem börn
kynnast. Það er með ýmsum aðgerð-
um sem ætlaðar em að veita innblástur
og örva til ritunar.
Form: Forritið þjálfar notandann í að
þekkja liti og form, einnig ætlað að
örva viðbrögð. Notandinn byggir upp
mynd með því að velja réttan hlut
(form eða lit). Myndin birtist að
lokum sem hreyfimynd.
Búnaður frá Jetpro
Frá Jetpro höfum við fengið forrit sem
heitir Púsluspil. Eins og nafnið ber
með sér er forritið púsluspil. Hægt er
að velja milli tuttugu mynda sem hægt
er að setja saman úr 4 til 36 stykkjum.
Forritið er með skemmtilegum hljóð-
um og hreyfingu. Það er hægt að
stjórna því með lyklaborði, mús,-
snertiskjá og einum eða tveimur
rofum.
Við höfum einnig fengið frá Jetpro
lyklaborð sem búið er að bæta við
rofastýringu. Þannig að hægt er að
tengja tvo rofa við lyklaborðið.
Forritum sem stjórnað er með t.d.
millibili og valhnappi lyklaborðs er
þá hægt að stjórna með rofum. Jetpro
getur útfært þannig lyklaborð fyrir
fólk, ef þess er óskað.
ForritfráSvíþjóð
Einnig höfum við fengið nokkur forrit
fyrir börn frá Svíþjóð sem örva eiga
viðbrögð, barnið ýtir á hnapp á
lyklaborði, rofa eða mús og mynd
byggist upp. Einnig eru verkefni með
pörun. I forritunum eru skýrar myndir,
hljóð og hreyfing.
Snertiborð frá Kanada
Snertiborð kemur í stað lyklaborðs
tölvu. Með snertiborðinu er hægt að
fá stóra skýra fleti í stað hnappanna á
lyklaborðinu. Við höfum nýlega
fengið snertiborð frá Kanada sem
heitir Intellikeys og er bæði hægt að
nota við Macintosh og PC tölvur. Með
snertiborðinu fylgja nokkrar arkir
með lyklum en einnig á að vera hægt
að fá forrit til að búa til sínar eigin
arkir eftir þörfum.
Forrit frá Kanada
Tölvumiðstöð fatlaðra hefur fengið
forritið Key-rep sem vinnur með Win-
dows ritvinnsluforritum, það felur í
sér orðasafn sem flýtir ritun þeirra
sem skrifa með rofum eða af öðrum
ástæðum skrifa mjög hægt á tölvu.
Þegar skrifað er birtist á skjáinn
orðalisti með allt að tíu orðum og í
stað þess að stafa sig fram er hægt að
velja heilu orðin úr listanum og flýta
þannig fyrir ritun.
Góð gjöf
Nýlega afhenti félagið Vinahjálp styrkupphæð góða til Tölvumiðstöðvar
fatlaðra sem fór þar á bæ til kaupa á búnaði sem kom í býsna góðar þarfir.
Vinahjálp er ágætur félagsskapur kvenna hér í borg, sem starfað hefur
allt frá 1963. Vinahjálp hefur haft stuðning við hvers konar mannúðarmál
mjög á stefnuskrá sinni og hefur veitt hinum ýmsu aðilum ágæta styrki
gegnurn tíðina og nú varð Tölvumiðstöð fatlaðra fyrir valinu.
Forystukonur félagsins komu svo fyrir skemmstu hingað til að líta
árangur styrkveitingarinnar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
43