Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR 1995 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot: K. Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gísli Ragnar Gíslason. Aðrar ljósm.: Gerður Arnórsdóttir Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstjóra Með þessu tölublaði - jólablaðinu 1995 - lýkur áttunda árgangi Fréttabréfsins, en það birtist lesendum sínum fyrst á útmánuð- um 1988 og hefur síðan í horfi haldið og heldur betur þó. Atakalaust hefur það ekki verið að koma þessum þrjátíu og tveim eintökum til okkar ágætu lesenda, en ofurljóst er þó hitt að mörgu mætu hefur á þessari vegferð tekizt að koma til skila. Hin góðu greinaskrif vaskra velunnara hafa sett mark sitt á blaðið allt frá upphafi og eru aðall þess ásamt fréttafróðleik ýmsum um það sem efst er á baugi hverju sinni. Vissulega kann svo að vera að mönnum virðist hvert blað um of öðru líkt, enda eðlilegt þegar leitast er við að lýsa inn í ámóta atburði og áþekk málefni, sem sífellt þarf að vera að vekja á verðuga athygli. Fjölbreytni er hins vegar alveg ótvíræð einnig, þó auðvitað mætti alltaf miklu betur gera. Fréttabréfið þarf að vera vökull málsvari, miðlari helztu tíðinda utan af akrinum og um leið hafa til að bera eitthvað sem glatt getur fólk í gráma hversdagsins. Aldrei verður ofþakkað það ágæta liðsinni sem svo margir hafa lagt ritstjóra á vegferð þessa blaðs. A alla þá sem eitthvað hafa öðrum að miðla í málefnum dagsins er heitið að leggja Fréttabréfinu lið og ljá því efni. Með sameiginlegu átaki sem allra flestra er árangur vís. Framundan er björt hátíð lífs og ljóss, friðarhátíð fyrirheitum tengd. í skammdegismyrkrinu skína okkur jól, með skírum boðskap sínum kalla þau okkur til umhugsunar um svo ótalmargt sem gefur lífinu gildi, þó ærna hafi það skúri sem skugga. Einlægar jólaóskir eru ykkur færðar. Megi nýtt ár verða gjöfult og gæfuríkt. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra.............................2 Eitt samfélag fyrir alla..................3 Dagur hvíta stafsins......................4 Hlerað..............4,7,9,10,13,15,23,38,45 Skýrsla Hússjóðs ÖBÍ......................5 Um geðheilbrigðismál......................6 Hugur einn það veit.......................8 Hátíð Félags heyrnarlausra.............. 10 Atvinnumál í ljósi skýrslu SÞ........... 11 Örstutt áning í Eir..................... 14 Bréfaskólinn 55 ára..................... 15 Meginreglur SÞ um jafna þátttöku fatlaðra....................... 16 í nánd við nýja öld......................18 Til heilla skal hús byggja...............20 Árnað hamingju og heilla.................21 Misþroski - Örstutt umfjöllun............22 Þankar...................................22 Heilsutengd lífsgæði og líðan............24 Frá aðalfundi ÖBÍ.........................26 Stjórn ÖBÍ................................29 Könnun á ytri og innri högum..............30 Leiðréttingar.............................31 Styrktarsjóður stofnaður..................31 Jólatré sem snúast........................31 Fréttir í fáum orðum......................32 Gátuvísur Magnúsar........................33 Styrktarfélag Perthes-sjúkra..............34 Frá Sjónstöð Islands......................35 Ályktanir aðalfundar ÖBI..................36 Stofnun Crohn's...........................37 Jólaminning...............................38 Þríkrossinn í þágu blindra................38 Aðventuljóð...............................39 Meginreglur SÞ - Ráðstefna ÖBÍ............40 Jól ......................................41 Molar til meltingar.......................42 Af stjórnarvettvangi......................43 Nokkrir punktar frá námsdvöl..............44 Kvöldstund í Eirbergi.....................45 í brennidepli.............................46 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.