Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 6
Magnús Þorgrímsson framkv.stj.: Um geðheilbrigðismál Félagið Geðhjálp er félag neyt- enda. Það var stofnað af áhugasömum aðstandendum, sem vildu að gert yrði betur við þá sem veikst höfðu af geðsjúkdómum og vildu að framlag aðstandenda fengi meira vægi. Geðhjálp hefur þróast í að vera meira félag sjúklinga og því miður hafa aðstandendur dregið sig til baka í starfsemi þess. Félag eins og Geð- hjálp er fyrst og fremst það sem með- limir þess gera það að. Ef neytend- urnir eru ekki tilbúnir til að glæða svona félag lífi þá er og verður það dautt. Ég lýsi því hér og nú eftir fólki til starfa að hagsmunamálum geð- sjúkra og aðstandenda þeirra. Það getur verið að fólk sætti sig betur við það sem það fær í dag en áður. Því miður er það óskhyggja, að þjónusta við geðsjúka sé viðunandi. Það getur verið að sumum finnist að það þýði ekkert að gera meiri kröfur. Líklegast er þó að margir hafi ekki orku til að sinna öðru en sínum brýn- ustu þörfum. Orkan fer öll í hlutverk- in að vera aðstandandi eða sjúklingur. Það er nauðsynlegt að fólk komist út úr slíkurn vítahring. Það er nauðsyn- legt að fólk láti í sér heyra, geri kröfur og reyni að hafa áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er. Umræður urn stefnu og innihald þjónustunnar eru nauðsynlegar til þess að hún staðni ekki. Stundum er tilhneiging til þess að líta á gagnrýni sem árás. Oft er það líka þannig að sá sem gagnrýnir er fullur af sársauka eða reiði og þær tilfinningar geta orðið leiðandi í gagnrýninni. Sá sem fær gagnrýnina lendir þá í þeirri stöðu að þurfa að verja sig fyrir þessum tilfinn- ingum. Gagnrýnin getur þannig misst marks. Gagnrýni á hins vegar að vera rýni eða skoðun sem á að gagnast til framþróunar, eins og felst í orðinu: gagnrýni. Ef einhver þjónusta ætlar ekki að staðna, þá verður hún að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og skoðunum, upplifunum og gagnrýni þeirra sem nýta sér þjónustuna. Magnús Þorgrímsson. Með stefnu eins og t.d. altækri gæðastjórnun hafa sum fyrir- tæki og stofnanir áttað sig á því að þau eru að þjóna neytendum sem hafa skoðanir á þeirri þjónustu sem þeir fá. Ef neytandinn fær ekki þá þjónustu sem hann hefur borgað fyrir, þá snýr hann sér annað. I skjóli þess að neyt- andinn geti ekki snúið sér annað og sé algjörlega upp á þjónustuna kom- inn, er hægt að hundsa hann. En slík stefna leiðir til stöðnunar og hlýtur að kollvarpast fyrr eða síðar. Allir sem ég þekki og vinna að málum geðsjúkra, vinna eins vel og þeir frekast geta. Fólk gerir almennt góða hluti og sinnir starfi sínu af bestu samvisku. Þjónustan hefur batnað mikið á síðustu árum. Hún hefur al- mennt aukist og tilboðin orðið fleiri. Þrátt fyrir allt þetta jákvæða, þá vantar samt verulega á að þjónustan sé viðunandi. Þrátt fyrir að t.d. að- standendur séu ekki settir eins út í horn og áður, er það engu að síður alltof algengt að fólki finnist að það sé ekki hlustað á það. Það er alltof algengt að fólk sitji eftir eitt, með ósvaraðar spurningar, í stöðu sem það ræður ekki við og sitji uppi með yfir- þyrmandi álag. Hvernig má það þá vera að fólk fær ekki þá þjónustu sem það þarf á að halda? Getur verið að það vanti, eins og í svo margri annarri opinberri þjónustu, opnun fyrir skoð- unum, viðhorfum og þörfum neyt- andans? Alltof oft heyrir maður sögur af því að starfsfólk sem á að hjálpa skilji ekki, heyri ekki, misskilji eða taki ekki mark á því sem verið er að reyna að segja þeim. Með þessum orðum á ég ekki við að starfsfólk sé vanhæft. Hins vegar stendur það oft í erfiðu hlutverki og það er spurning hvernig hægt sé að styrkja það í þessu hlut- verki. Þegar við getum svarað þessari spurningu þá komumst við langt. Ég hef þá skoðun að svarið sé að finna að stórum hluta hjá neytendunum, sjúklingum og aðstandendum. að hafa orðið miklar framfarir með bættri lyfjameðferð. Sam- talsmeðferð er stöðugt að þróast og er nauðsynlegur þáttur í allri góðri meðferð. Stöðugt meiri áhersla er á að styrkja stöðu geðsjúkra í þjóðfélag- inu. Stuðningsþjónusta sveitarfélaga og svæðisskrifstofa málefna fatlaðra er fyrir marga forsenda þess að geta lifað í sátt við umhverfið og þær kröf- ur sem gerðar eru til þeirra. Þessi þró- un er á fullu skriði. Átök fræðikenn- inga og vísindagreina eru mikilvæg í þessari framþróun, en ef hún á að skila nauðsynlegum árangri, þurfa neytend- urnir að koma beint inn í mótun þjón- ustunnar. Þróun byggist á því að hugsa út fyrir þá ramma sem við setjum okkur dagsdaglega. Þróun í geðheilbrigðis- þjónustunni byggist einnig á því að hugsa út fyrir þá ramma sem þjónust- an setur sér. Hvernig er það t.d. þegar fólk veikist á geði, er til teymi sem er reiðubúið til þess að koma heim til fólks og styðja bæði þann veika og aðstandendur hans? Þeir sem til þekkja, ættu að vita að það er mikið álag og áfall fyrir fólk að veikjast og það er líka mjög mikið álag og áfall fyrir aðstandendur. Þess vegna skiptir það mjög miklu máli að stuðningur komi út til fólks, þar sem hlutirnir eru að gerast. Hvenær verður slík grund- vallarþjónusta fyrir utan veggi sjúkra- húsanna sjálfsögð? Eins og í svo mörgum öðrum veik- indum, þá situr fólk uppi með fjöldann 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.