Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 8
Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi: HUGUR EINN ÞAÐ VEIT Er heilbrigðisþjónusta íslendinga á villigötum? Vantar mikilvæga þætti inn í heilbrigðiskerfið? Þetta eru skrýtnar spurningar. Það er staðreynd að starfsfólk heilbrigðiskerfisins, læknar og hjúkrunarfólk er með því besta í heiminum. Eg myndi segja það besta. Þetta sýnir sig í daglegu starfi, sérhæfðum aðgerðum og þegar mest á reynir. Hvað vantar þá í heilbrigðis- kerfið? Kannski sálina! Ef þetta er rétt þá er þessi vöntun tengd “þjóðarsálinni”. Við trúum ekki svo mikið á sálina og tilveru hennar. Allavega er hún okkar einkamál! Það er hinsvegar ýmislegt vitað um “sálina”. Hún er hluti af líðan og heilsu mannsins. Þetta er vitað og faglega skilgreint. Spurningin um þátt sálarinnar í heilbrigði og líðan mannsins er löng saga. Þessi saga byrjar hjá flestum við fæðinguna.' Á því skeiði standa flestir með þetta “líffæri” sem óskrifað blað. Flestir lenda ekki í “verulegum” andlegum erfiðleikum ævina langa en vissulega er hver dagur í lífinu með veruleg verkefni fyrir sálina. Þarna kemur að tengingu sálarinnar við heilbrigðis- kerfið. I stuttu máli er ekki hægt að taka nema örfá dæmi. Örfáar hug- myndir. að á sér oftast verulegan að- draganda að leita sér læknis, að fara á sjúkrahús. Einstaklingurinn hefur fyrir þann tíma setið langar stundir með sjálfum sér. Liðið illa. Á þessu stigi koma aukaverkanirnar strax í ljós. Fólk fer að vorkenna sjálfu sér. Það fer að bera sig saman við aðra. Og svo byrja sjúkrasögurnar, eitt það skelfilegasta sem hent getur heilsu mannsins. Þegar komið er inn í heil- brigðiskerfið finnast vissulega oftast einhverjir sjúkdómar sem oft er hægt að lækna í okkar góða kerfi. En oft er andlegur skaði orðinn varanlegur. Ævilöng móðursýki og vanlíðan. En það eru fleiri þættir í þessu ferli. Sumar ytri aðstæður ræður fólk ekki við. Meðal annars svo einfaldan hlut eins og efnahagslega afkomu, oft breytist staða fólks í lífsbaráttunni Hrafn Sæmundsson. mikið við raunverulega sjúkdóma. Fólk missir vinnuna. Fólk lendir í vanskilum. Fólk verður að breyta lífs- munstri sínu. Þessi atriði eru líklega vanmetin í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að kenna fólki að einhverju marki að takast andlega á við breyttar aðstæður sem ekki tengjast sjúkdóm- um. Vissulega er þessi þjónusta fyrir hendi á sjúkrahúsunum, bæði hjá fagfólki og almennu starfsfólki sem oft vinnur frábæra vinnu við þætti sem ekki eru á þeirra sviði í vinnunni. En það er varla vafi á þörfinni fyrir fleiri félagsráðgjafa, sálfræðinga og geð- lækna inni á almennum sjúkra- stofnunum og að verksvið þeirra verði betur skilgreint og þeir komi fyn' inn í málin og vinni meira á andlega sviðinu. etta er dæmi um hlut sem hægt væri að vinna meira inni í heil- brigðiskerfinu og ekki síður á heilsu- gæslustöðvum og með nýjum hug- myndum í tengslum við þær og í meiri samvinnu við sveitarfélögin. Og í framhaldi af því verður drepið á eitt atriði, þar sem hægt væri að vinna kraftaverk í samvinnu við sveitar- félögin í fyrirbyggjandi starfi. Þetta er aðlögun að starfslokum og sá lífs- stíll sem heppilegastur er til að halda fullri heilsu og komast hjá því að nota heilbrigðiskerfið fyrr en seinna eða aldrei. Það þarf að stokka upp alla hugmyndafræðina í sambandi við efri árin. Það þarf að gjörbreyta skilgrein- ingunni á “öldrun”. Það þarf að strika út “stimplunardaga” eins og 67 ár. Það þarf að tengja undirbúning inn í fullorðinsárin við þróun fólks meðan það er á vinnumarkaði. Þetta þarf ekki eingöngu að gera vegna heilsufars heldur og ekki síður vegna breytinga í þjóðfélaginu, breytinga á vinnu- markaði. Þetta verkefni hefur verið vanrækt. Fólk er skilið eftir oft á tíðurn langt innan lífeyrisaldurs í fé- lagslegu tómarúmi. Þetta er of mikið mál fyrir stutta grein. Það erhinsvegar 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.