Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 9
hægt að gera tilraunir inn í núverandi ramma. Og það hafa verið gerðar tilraunir. ✓ IKópavogi hefur fullorðið fólk haft frumkvæði að starfsemi sem brúar bilið milli vinnumarkaðar og líf- eyrisaldurs. Þetta eru Hana nú klúbb- amir sem starfað hafa í 10 ár. I örstuttu máli er þetta lausbeislaður félags- skapur sem tengist öllum þáttum eðlilegs lífs. Fólk sækir leikhús, tónleika, myndlistarsýningar, bók- menntauppákomur og vísindalega starfsemi af mörgu tagi og rnargt annað eða allt annað sem boðið er uppá í þjóðfélaginu. Og á heimaslóð vinnur Hana nú sjálfstætt, sérstaklega með gerð bókmenntadagskráa sem æfðar eru undir stjórn faglegra leik- stjóra og farið er með víða um landið og annarra tilfallandi þátta í menn- ingar- og skemmtanageiranum. Og ekki líður neitt ár án þess að Hana nú félagar fari í kráarferð! Þarna er sem sagt ekki viðurkennt að fullorðið fólk þurfi einhverja sérstaka meðferð. Sérstaka forsjárhyggju, sem oft tröll- ríður starfi “fyrir” fullorðið fólk. Svo einfalt er þetta - þessi hugmynda- fræði - að lífið er eðlileg þróun sem ekki er rofin með dagsetningum lög- gjafans! Fólk getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif slík starfsemi hefur á heilsu fólks. Þarna er ekki starfsemi sem tekur við einhverjum tímamót- um. Þetta er viðbót við daglegt líf. Og þetta er einfalt í framkvæmd. I þessu tilviki hefur Kópavogsbær skapað ytri ramma fyrir starfsemina. Og Asdís Skúladóttir hefur tengt starfsemina við alla þætti menningar og lista frá byrjun. En það er hægt að byrja smátt. Einn þáttur í starfsemi Hana nú er laugardagsgangan. 110 ár - undan- tekningarlaust - hafa Hana nú lelagar komið saman kringum kaffikönnu á laugardagsmorgnum. Fólk tekur sinn tíma í að rabba saman og röltir svo í klukkutíma um bæinn. Slíka starfsemi er hægt að hefja á öllum stöðum fyrirvaralaust. Það þarf ekki annað en lykil að húsnæði og kaffikönnu, til dæmis hjá verkalýðsfélaginu eða í safnaðarheimilinu eða jafnvel heima- húsi á litlum stöðum hjá einhverjum sem vaknar á morgnana og þar sem börnin eru flogin úr hreiðrinu. Ef slík starfsemi byrjar fer hún strax að springa út. Það koma nýir þættir upp í rabbinu og ný vináttusambönd. Margir Kópavogsbúar hafa vaknað á laugardagsmorgnum í 10 ár bara til að koma í gönguna. Þetta hlýtur að vera gaman! Hér hefur verið drepið á tvo þætti, inni í heilbrigðiskerfinu og utan þess. Þetta er gert til að benda á gildi fyrirbyggjandi vinnu til að bæta heilsuna og fresta sjúkdómum og auka hamingju einstaklinganna, og beina athyglinni að hlutverki “sálar- innar" í þessum þáttum. Þarna er örugglega mikið verk að vinna. Kannski er það upphaf þessa Hlerað í hornum Umferðin stítlaðist algjörlega. Það tók lögregluna fulla klukkustund að koma henni aftur í eðlilegt öngþveiti. * Ég vinn við móttöku farangurs fyrir stórt flugfélag. Partur af starfi mínu er að ganga úr skugga um að töskur þær, sem ég tek á móti, séu merktar réttum eiganda. Stöðluð spurning er þess vegna þessi: „Er þetta þín taska?“ Einu sinni þegar mikil ös var og mikið að gera bar ég þessa spurningu upp sem oftar. Viðkomandi farþegi svaraði ekki strax en þegar ég staldraði við og leit spyrjandi á hann svaraði hann lágt: „Nei, mágur minn á hana, en hann sagði að ég mætti hafa hana". verks að auka trú á fyrirbyggjandi starf, en það er kannski ekki vinsælt á “samdráttartímum”. Samt er það örugglega góður “bissnes”. En tölu- legar sannanir verða oft erfiðar. Að koma í veg fyrir slys eða sjúkdóma er ekki auðvelt að sanna og þá vantar peninga. Að taka við afleiðingum slysa eða sjúkdóma er annað mál því þá opnast allar flóðgáttir fyrir pen- ingastrauminn. Og enn erfiðara er að meta hamingjuna til peninga. En hamingjan tengist sannarlega oft ástandi sálarinnar! Þegar tengdamamma hætti að reykja bætti hún heldur við sig í þyngd. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þýðingu þess fyrr en eitt kvöldið að við vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá tengdaforeldrum mínum. Tengda- mamma var að sækja eitthvað en staldraði við á leiðinni til að fylgjast með einhverju sem var að gerast á skerminum, án þess að athuga að með því skyggði hún á. Allt í einu sagði tengdapabbi með saknaðarhreim: „Hugsið ykkur, ég man þá tíð þegar hún skyggði bara á hálfan skerminn“. * Og svo var það maðurinn sem fór að safna skeggi. Eftir vikutíma gat hann ekki lengur þagað yfir því við konu sína. Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.