Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 13
eftir því sem ég kemst næst ávallt tekið mið af því að hinn fatlaði geti aðlagað sig að atvinnu á almennum vinnumarkaði. Við höfum víðsvegar um landið verndaða vinnustaði, sem veita fötluðum atvinnu við hæfi. Eins og segir í lögunum um málefni fatl- aðra, skulu þessir staðir annars vegar veita fötluðum launaða starfsþjálfun svo að þeir geti starfað á frjálsum vinnumarkaði og hins vegar skulu þeir veita fötluðum launuð föst störf. Liður 8: Ráðstafanir skyldu gerðar til að gera totluðum kleift að taka þátt í þjálfunar- og starfsáætlunum einka- fyrirtækja og annarra slíkra aðila. * Þar sem ég þekki til í einka- fyrirtækjum með fatlaða einstaklinga í vinnu, stundaþeirfötluðu vinnu sína á sömu kjörum og skilmálum sem almennt gilda um starfsmenn fyrir- tækjanna. Þeir eiga þar með sama rétt og aðrir starfsmenn til þátttöku í þjálf- unar- og starfsáætlunum í fyrirtækj- unum. Liður 9: Aðildarríkin, samtök launafólks og atvinnurekendur skyldu hafa samvinnu við samtök fatlaðra um allar ráðstafanir sem miða að því að skapa möguleika á þjálfun og atvinnu, þ.m.t. sveigjanlegur vinnutími, hluta- störf, vinnuskipting, sjálfstæð at- vinnustarfsemi ásamt aðstoð við fatlaða. * Þeir aðilar sem hér eru nefndir hafa ekki haft neitt skipulagt samráð um þátttöku og hagsmunamál fatlaðra á vinnumarkaði, þó svo að öðru hvoru hafi vottað fyrir tilburðum í þá átt á ráðstefnum og öðrum samkomum sem þessari. Það er ástæða til að hvetja þessa aðila til samráðs á sem flestum sviðum sem varða samskipti við fatlaða og gera þátttöku þeirra að sem eðlilegustum hlut í atvinnulífinu. Ágætu ráðstefnugestir. Eg hef hér í stuttu máli vitnað í lög, reglugerðir og annað sem varpað getur ljósi á stöðu okkar í atvinnumálum fatlaðra, í samanburði við 7. grunnreglu Sam- einuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í atvinnu. I flestum megin- atriðum höfum við uppfyllt þær vænt- ingar sem lagt er upp með í þessari grunnreglu hvað varðar lög og reglu- gerðir og góðan vilja til handa fötl- uðum á vinnumarkaði, en það verður líka að viðurkennast að efndirnar eru ekki alltaf í samræmi við viljann. Erindi flutt á ráðstefnu ÖBÍ. 13. október 1995. Þorsteinn Jóhannsson. Hlerað í hornum .Lungnalæknirinn fullur umhyggju í fyrirlestri sínum yfir síreykinga- mönnum: „Reykingamenn eru líka menn! Bara ekki eins lengi“. * Svo var það hann Jón sem þótti guð- hræddur og góður maður og sótti kirkju hvern sunnudag og meðtók andans fóður af athygli. Einu sinni fór Jón út að skemmta sér á laugardags- kvöldi og kom ekki heim fyrr en undir morgun. I kirkju fór hann samt, en þar sótti að honum svefndrungi mikill og svo lauk að hann svaf vært með höfuðið niður í bringu. Prestur var vel upplagður í stólnum og fór nú að tala um hinar tvær leiðir til himna og helvítis. Bað hann í krafti orðkynngi sinnar alla að rísa upp sem til himna vildu halda. Reis allur söfnuður upp en Jón sat og svaf. Fram hélt ræða prests og æstist hann allnokkuð í stólnum og fór svo að hann þrumaði upp að gaman hefði hann að sjá þann sem vildi til helvítis fara og skyldi sá rísa upp. Nú vaknaði Jón, rauk á fætur, sá að allir sátu nema hann og prestur í stólnum og sagði þá stundarhátt: „Mér er alveg sama. Eg fylgi prest- inum“. * Fréttamaður í útvarpi var að spyrja klósettvörð á Akureyri: „Er mikil ör- tröð hérna á morgnana eða hefirðu einhverja fastagesti?" Sami frétta- maður spurði safnvörðinn í Nonna- húsi: „Er safnið mikið sótt af Akur- eyringum og Islendingum?“ * Stúlkan við manninn sem hún er að dansa við: „Æ, nú stiguð þér ofan á stóru tána á mér“. Hann: „Nei, það getur ekki verið, því að á svona litlum og fallegum fótum er engin stór tá“. * Maður einn, heldur torgefinn, sótti um vinnu sem næturvörður og var kall- aður í viðtal. Forstjórinn var brúna- þungur mjög og spurði margs um manninn m.a. hvort hann drykki. Maðurinn var orðinn taugaóstyrkur yfir öllum þessum spurningum, en vildi endilega fá vinnuna að vonum og svaraði: „Nei, herra minn, ég hefi oft reynt, en mér hefur alltaf orðið svo illt að ég hefi hætt. Nú en ef þetta er algert skilyrði, þá vil ég gjama fá að reyna enn einu sinni“. * írskur barþjónn við komumann: „Því miður, herra minn, barinn opnar ekki fyrr en eftir hálftíma. Mætti kannski bjóða yður einn lítinn á meðan þér bíðið“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.