Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 22
Matthías Kristiansen form. Foreldrafél. misþroska barna: • • Misþroski - Orstutt umfjöllun Fátt snertir fjölskylduna meira en barn sem eitthvað er að. Allt lífsmynstur fjölskyldunnar gerbreyt- ist. Stundum eru fatlanir öllum sýnilegar en í öðrum tilfellum er um að ræða svokallaðar duldar fatlanir og þá þarf fjölskyldan að búa við það aukna álag sem fylgir því að vera stöðugt að verja það fyrir umhverfinu að eitthvað sé að sem ekki er hægt að rekja til uppeldis eða kringumstæðna í fjölskyldunni sjálfri. Ein af þessum duldu fötlunum er misþroskinn. Misþroska hafði lítt borið á góma í íslenskri umræðu fyrr en á árunum 1985 til 1986 og margir eru enn ókunnugir bæði hugtakinu og þeim einkennum sem því er ætlað að lýsa. Hér verður reynt að bæta úr því. A erlendum tungum eru notuð ýmis hugtök og skilgreiningar, allt eftir því í hvaða landi leitað er fanga. Y firhugtakið á Norðurlöndunum er nú DAMP eða Disorder of Attention, Motor function and Perception. Þetta má þýða sem truflun á athygli, hreyfigetu og skynúrvinnslu. DAMP ryður sér stöðugt meira til rúms í Matthías Kristiansen. alþjóðlegri umræðu um vandann og hefur nær alveg komið fyrir gamla hugtakið MBD, Minimal Brain Dys- function, því efast má um að truflun á heilastarfsemi geti nokkurn tíma verið væg. Bandaríkjamenn nota gjarnan orðið ADHD eðaAttention Defi- cit Hyperactivity Disorder, sem á íslensku leggst út sem AMO eða Athyglibrestur með ofvirkni. Það er því greinilegt að vísindamenn eru enn að reyna að átta sig á eðli vandans og nú er mjög leitað á sviði boðefna heilans. Rannsóknir benda til að í töluverðum meirihluta tilvika megi rekja misþroska til arfgengra þátta, þótt umhverfisþættir hafi einhverja þýðingu líka. Orðinu misþroski er ekki ætlað að lýsa sjúkdómi heldur er það fremur eins konar regnhlíf yfir fjöldamörg einkenni, skaða eða skemmdir í mið- taugakerfi sem valda því að hinir ýmsu þroskaþættir komast mishratt og misvel til skila. Orðið er í raun lýs- andi fyrir fötlunina. Þroskamynstur einstaklingsins er gloppótt og götótt. Ein skýringin er talin vera truflun á starfsemi dreifar í heilastofni. Þetta veldur því að skynhrif þau sem hver einstaklingur stöðugt verður fyrir, berast til heilans í einum hrærigraut og því getur verið mjög erfitt eða ómögulegt að vinna úr þeim. Það einkennir oft misþroska og ofvirk börn að ekki er hægt að treysta á viðbrögð þeirra, einkum við óvæntar aðstæður, því þau eiga mjög bágt með að yfirfæra reynslu sína af einu yfir á annað. Greind er innan almennra greind- armarka og oft góð en erfið- leikar við hreyfigetu, sjónúrvinnslu og einbeitingu eru algengir. Einkenni misþroska má einkum sjá á sviðum hreyfitruflana, einbeitingartruflana, hegðunartruflana, námserfiðleika og truflunar á félagslegri aðlögun. Allir þessir þættir eru ómissandi í lífi og þroskamynstri sérhvers einstaklings og því má nærri geta hvort barnið á ekki oft í erfiðleikum. í stuttu máli má segja að misþroska barn nái að jafnaði ekki að fullnýta sér þá hæfi- leika sem því eru meðfæddir. Til þess að hægt sé að standa rétt að málum þarf að eiga sér stað grein- ing á eðli vandans. Þegar frumgrein- ing hefur átt sér stað þarf svo ná- kvæmari greiningu á ástandinu til þess að auðvelda alla meðferð. Nauð- synlegur þáttur hér er bæði líkams- Jón Þorleifsson: Þankar Liðnir dagar til lítils urðu og flestir horfnir í gleymsku gröf, þó frá öðrum, endurminningar hafi ennþá hjá mér töf. Líf mitt hefur heiminum orðið lítils virði og vandræðagjöf, en í því máli er eina vonin, að það sé komið á ystu nöf. Jón er verkamaður á níræðisaldri. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.