Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 30
Jón Sigurður Karlsson og Sigrún Júlíusdóttir: Könnun á ytri og innri högum sjónskertra og blindra Frumkvæði að þessari könnun á högurn sjónskertra og blindra kom upphaflega frá Blindrafélaginu, sem greiddi verulegan hluta kostnaðar við framkvæmdina. Þetta er síma- könnun framkvæmd af Félagsvísinda- stofnun Fiáskóla íslands fyrri hluta júnímánaðar 1994. Markhópurinn var allir sjónskertir og blindir á aldrinum 18-69 ára, um 160 samkvæmt skrá Sjónstöðvar Islands og að auki 100 manna úrtak úr liðlega 1000 manna hópi sjötugra og eldri á Sjónstöð Islands. Eftir því sem við vitum best er þetta fyrsta könnun þar sem allir sjónskertir og blindír á ákveðnum aldri meðal heillar þjóðar eru þátttakendur og upplýs- ingar um sjónskerðingarstig liggja fyrir. Sjónskertir og lögblindir. Sjónskertir teljast þeir sem sjá minna en 6/18, sjá á 6 metra færi það sem maður með fulla sjón sér á 18 metra færi. Lögblinda er sjón minna en 6/60, þ.e. að sjá sama á 6 metra færi og maður með fulla sjón sér á 60 metra færi. Sjón frá til fjöldi Sjónskertir 6/18-6/60 132 Lögblindir 6/60 - Alblinda 86 218 essi skipting er notuð í könnun okkar meðal annars til þess að prófa tilgátur sem tengjast blindu og sjónskerðingu. Helstu niðurstöður eru þessar: Ahrif á lífshamingju. Um þriðjungur svarenda 18-69 ára telur að sjónskerðingin/blindan hafi dregið úr lífshamingju. I hópi svar- enda 18-69 ára eru nokkrir sem hafa verið sjónskertir frá bernsku og hafa náð að laga sig að aðstæðum. Menn finna meira fyrir þessu eftir því sem sjónskerðingin er meiri. Sigrún Júlíusdóttir. Jón Sigurður Karlsson. Svipaðar húsnæðisaðstæður Svör við spurningum urn ánægju með lífskjör eru fljótt á litið sambæri- leg við svör annarra Islendinga. Hús- næðisaðstæður blindra og sjónskertra ekki rnjög frábrugðnar húsnæðisað- stæðum annarra íslendinga, nema hvað hlutfallslega fleiri sjónskertir og blindir búa í fjölbýlishúsum og hafa flestir 3 herbergi til afnota. Hlutfall eigin húsnæðis meðal sjónskertra og blindra er það sama og hjá öðrum landsmönnum. Mun minni atvinnuþátttaka Atvinnuþátttaka blindra og sjón- skertra er miklu minni en hjá öðrum Islendingum, um 50% samanborið við 80% skv. Vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar meðal íslendinga á aldr- inum 16-74 ára. Um 7% segjast atvinnulausir, en þeirn mun fleiri eru utan vinnumarkaðar af öðrum ástæð- um, vegna þess að þeir hafa gefist upp eða treysta sér ekki. Frarn koma vísbendingar um að margir sjónskertir detti fyrr út af vinnumarkaði en aðrir. Líklega eru þeir oft ekki eins fjölhæfir og margir með fulla sjón og eiga því erfiðara með að skipta um starf eða starfsgrein. Þá má einnig benda á að sjónskertir og blindir þurfa oft að hafa meira fyrir hlutunum en fólk með fulla sjón og þar af leiðandi geti bæst við langvarandi þreyta og slit. Sérstak- lega er ástæða til að líta á það hvort sjónskertir ættu að eiga kost á örorku- bótum þar sem þeir standa höllum fæti á vinnumarkaði eftir 55 ára aldur. Einangrun vegna sjónskerðingar Marktækt fleiri lögblindum en sjónskertum finnst að þeir hafi ein- angrast vegna bágrar sjónar. Fleiri vilja frekar að þeim sé boðin aðstoð en að þeir þurfi að biðja um hana að fyrra bragði. Þetta er meira áberandi eftir því sem sjón er minni. Engin sérstök persónuleikaeinkenni Eins og í öðrum skyldum könn- unum finnast ekki nein sérstök per- sónuleikaeinkenni sem fylgja blindu og sjónskerðingu. Fram kom mark- tækur munur milli lögblindra og sjón- skertra á því hvort menn teldu sjón- skerðingu draga úr lífshamingju. Fleiri virðast ganga í gegnum erfitt tímabil í kjölfar sjónskerðingar eftir því sem sjónskerðingin er meiri. Minni sjón - meiri andleg vanlíðan Þunglyndiseinkenni eru tíðari meðal lögblindra en sjónskertra án 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.