Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 40
Meginreglur SÞ - Ráðstefna ÖBÍ Ráðstefna Öryrkja- bandalags íslands um meginreglur Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra var haldin föstudaginn 13. okt. sl. og stóð frá kl. 13-17 að Grand Hótel Reykjavík. Hátt í hundrað manns sóttu ráðstefnuna. Forseti Islands frú Vigdís Finn- bogadóttir heiðraði ráð- stefnuna með nærveru sinni og áður en hún fór árnaði hún ráðstefnunni og banda- laginu allra heilla og kvaðst vona að árangur bæri ágæt barátta. Ráðstefnustjórar voru þau Asgerður Ingimars- dóttir og Helgi Seljan og það var Asgerður sem setti ráðstefnuna og bauð þenn- an fríða hóp velkominn. I upphafi söng Signý Sæmundsdóttir þrjú lög við undirleik Vilhelmínu Ólafs- dóttur, af ærnum þokka og ljúfri list. Félagsmálaráðhen'a Páll Pétursson flutti svo ávaip. Hann kvað þetta afar áhugavert viðfangsefni sem hér væri til umfjöllunar og á hverjum tíma þyrfti að meta stöðuna í málefnum fatlaðra, því alltaf væri nauðsyn á nýjum viðhorf- um til fötlunar og fatlaðra. Hann kvað grundvallarsýn reglna Sameinuðu þjóð- anna falla vel að stefnumót- un okkar og í því væri hlutur hagsmunasamtaka fatlaðra góður. Jafnrétti á öllum sviðum væri að aukast, hvort sem litið væri til félagslegrar þátttöku og aðstæðna eða til mennta- og heilbrigðis- kerfisins. Megineinkennið nú áherzla á þjónustu í heimabyggð og stoðþjón- usta öll stóraukin og þar kæmu liðveizla og frekari liðveizla sérstaklega til góða. Hann ræddi og atvinnu- mál og nauðsyn betri starfs- ráðgjafar og starfsþjálfunar. Minnti á mikilvægi góðs og greiðs aðgengis alls staðar og þar væri ferlinefnd ráðu- neytisins að verki ásarnt öðrum. Fjárlagafrumvarp nú fæli í sér 2,1 milljarð til málefna fatlaðra í félags- málaráðuneyti og hækkun væri þar 10%. Lokaorð hans voru um það að reglur SÞ væru hvatning og áminning til allra um leið að halda vöku sinni. Að loknu ávarpi ráð- herra flutti Ólöf Rík- arðsdóttir, form. ÖBI framsöguerindi um að- draganda og áherzluatriði og er hennar erindi í heild hér birt. Þá flutti Margrét Mar- geirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti, fram- sögu um hlutverk félags- málaráðuneytis. Hún byrjaði á að þakka Öryrkjabandalaginu fyrir þessa ráðstefnu. Hlutverk ráðuneytisins væri að fram- fylgja sem bezt lögum urn málefni fatlaðra. I þeim lögum hefðu stjórnvöld og hagsmunasamtök mótað sameiginlega stefnu og þar gilti í raun sama hug- myndafræði og í reglum SÞ Eiginleg umbylting í allri hugmyndafræði hefði haf- izt með lögum um öryrkja og þroskahefta sem hefðu svo eftir endurskoðun og útvíkkun breytzt í lög um málefni fatlaðra. Auðvitað væri alltaf efa- mál um öll sérlög þar sem ákvæði almennra laga ættu að vera fullnægjandi til að tryggja jafnrétti fatlaðra. Margrét vék svo að nokkrum reglum SÞ og rakti hversu mál hér heima féllu að þeim. 15. reglan sem kvæði á um stefnu- mótun og áætlanagerð og þátttöku samtaka fatlaðra þar hefði í mörgu verið haldin í heiðri hér m.a. við lagagerð og ákvarðanatöku á öllum stjórnsýslustigum. Varðandi 16. reglu SÞ minnti Margrét á Fram- kvæmdasjóð fatlaðra sem hefði skilað svo mörgum mætum verkum heilunr í höfn s.s. menn vissu. Benti hún sérstaklega á þau helztu og fagnaði m.a. hinum nýjum húsakynnum Starfsþjálfunar fatlaðra. Minnti á tillögur um atvinnumál senr ráðuneytið væri nreð á borðum nú. 19. reglan unr fræðslu og þjálfun starfs- fólks væri hér í farsælli framkvænrd m.a. námskeið félagsmálaráðuneytis meðal ófaglærðs starfsfólks sem 140 manns hefðu nú notið. Hún vék einnig að samstarfi á alþjóðlegu sviði sbr. 22. reglu og minnti þar alveg sérstaklega á Helios- verkefnið sem hún vonaði að mundi skila miklu. Anne Grethe Hansen iðjuþjálfi á Reykja- lundi ræddi því næst um 5. reglu, aðgengismál og sýndi unr leið skýrar og ljósar skýringamyndir. Hún lagði ríka áherzlu á það að frá upphafi væri þess gætt að hanna rétt og framkvæma svo í samræmi við það, sparaði bæði fé og fyrirhöfn. Hún rakti svo ferðasögu þeirra Ólafar í Kaupmannahöfn þar sem ótrúlegar hindranir mættu fötluðum hvarvetna, lifandi ljós frásögn hennar af hremmingum margs konar var sett fram í grátbroslegu samhengi. Anne Grethe sem er dönsk kvað rauna- sögur fatlaðra Dana ekki síðri en okkar. Aðgengi al- mennt er lykilorðið, for- sendajafnratækifæra, tæki til allra mannvirkja og um- hverfis. Hönnuðir þyrftu glöggar og fortakslausar upplýsingar um skyldur sínar skv. bygginga- og skipulagslögum, þar sem ekki mætti gleyma hinum ýmsu umhverfisþáttum. Þar ættu samtök fatlaðra að koma til einnig. Hún rninnti á ágætt átak á vegum gatnamálastjóra í Reykjavík, sem sýndi og sannaði, hve víða væri unnt að lagfæra og bæta. Nefndi og nauðsyn þess að fólk fengi fjárhagslegan stuðn- ing til aðlögunar eigin hús- næðis að þörfum sínum. Island sem aðili að 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.