Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 10. ÁRGANGUR 1997 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: K. Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gísli Ragnar Gíslason. Frá ritstj óra Enn er þessu málgagni okkar fylgt fram á veg með fáeinum orðum. Enn hafa ýmsir góðir kraftar lagt því sitt dýrmæta liðsinni. Enn hefur þess verið freistað að hafa fjölbreytni í ákveðnu fyrirrúmi, þó margt verði máske líkt hvað öðm frá einu blaði til annars. Sumir efnisþættir hafa öðlast sinn fasta sess. Svo er t.d. um forystugreinina, viðhorfs- greinina og pistilinn í brennidepli svo og baksíðuna. þar sem fram fer kynning góð á því sem fyrir valinu verður hverju sinni. Sama má segja um fregnir af stjórnarvettvangi, heimsóknum okkar til aðildarfélaga og annarra, að ógleymdum vönduðum viðtölum við þau sem í eldlínu hafa staðið og árangri skilað. Hornahlerunin virðist vinsæl og sama er að segja um samtíning ýmiss konar - ljóðbrot, frásagnir, sögur - sem velþóknun vekur. Öllu máli skiptir þó að gera þetta málgagn að vakandi og frjóum umræðuvettvangi um þau mál sem mestu skipta um hag og heill öryrkja. Þar vantar verulega á og vísast við ritstjóra rétt að sakast, þó ýmsir ágætlega ritfærir í röðum okkar megi einnig til sín taka. Saknað er sömuleiðis vænna viðbragða við ýmsum áleitnum spumingum og skoðunum sem fram er varpað. Ágætast væri auðvitað að telja það merki þess að allt væri svo sem vera ætti, en efalaust væri sú ályktun hin vafasamasta. Aðeins í lokin til lesenda: Til ykkar berst blaðið nú á birturíkasta tíma ársins. Megi vorbirtan vaka í sál ykkar. Eigið sólríka sælutíð á sumardögum björtum og blíðum. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra...............................3 Manstu þegar vorið á vængjum fór um dalinn?..............................3 Afmælisrit Félags nýrnasjúkra...............3 Eitt bréfkorn til lesenda...................4 Evrópusamstarf í málefnum fatlaðra..........7 Eru margir sykursjúkir í feluleik?..........9 Fjórða norræna ráðstefnan um misþroska.... 10 Gægzt inn hjá Geðhjálp..................... 12 Frá Geðhjálp............................... 14 Hlerað................... 15, 25, 32, 33, 39, 45 Styrkveitingar ÖBÍ......................... 15 Frá Sjóði Odds Ólafssonar................. 16 Beinvernd.................................. 17 Vordraumar................................. 17 Formannafundur um skipulagsmál............. 17 Gengið við í Gerðubergi.................... 18 Hvað er hamingja?.......................... 19 Hornafjarðarbær yfirtekur þjónustu.........20 Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu............22 Hugmyndirum framtíðarskipulag ÖBI..........24 Fréttir frá Gigtarfélagi Islands............25 Kynning á Neistanum.........................26 Göngum vel um gæði jarðar...................27 Mongólíta-dóttir mín gaf mér mikið..........28 Spor í sandi................................32 Formannaskipti í félögum okkar..............33 Lag Þórhalls, ljóð Þorbjarnar...............33 Af stjórnarvettvangi........................34 Sundhöll Reykjavrkur........................35 Bréfkorn úr Fossárdal.......................36 Forvitnast um Foldabæ.......................38 Stiklur.....................................39 Innlitið....................................40 Brosið......................................41 Frá Vinafélagi Blindrabókasafnsins..........41 Kynning framkvæmdastjóra....................42 Samkomulag um ferlimál......................43 Ráðstefna um sjúkdóma.......................44 í brennidepli...............................46 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.