Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 3
Ásgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkj abandalagsins: Manstu þegar vorið á vængjum fór um dalinn? Heiti þessarar greinar er tekið úr yndislegu kvæði eftir Jón frá Ljárskógum. Þar sem sól, vor og bros elskunnar hans kveð- ast á og allt er yndi vafið. Ég rakst á leiðara sem ég hafði skrifað í þetta ágæta málgagn okkar haustið 1991. Þar er að ljúka ynd- islegu sumri því besta sem lengi hafði komið og ég tala um hvað allt séjákvætt og gott þegar veðrið leik- ur svona við okk- ur á Fróninu. Og ég lfki gangi mál- efna fatlaðra við þetta góða árferði allt hafi farið batn- andi á síðustu áratugum. Rek örlítið sögu málaflokksins og ræði allt það jákvæða sem gerst hefur. Ég vildi að ég gæti skrifað í sama dúr núna eins og 1991. Og hvers- vegna get ég það ekki? Vegna þess að núna get ég sagt eins og vesalings Skugga-Sveinn kvað þegar hann var að brýna öxina sína “Við mér taka vildi ei neinn”. Finnst ykkur þetta kannski nokkuð djarft til orða tekið? Afhverju lætur manneskjan svona eins og hún er í lekkerum slopp? sagði ein frú, þegar hún horfði á flogaveika manneskju hníga niður. Glaður og reifur skyldi guma hver uns síns bíður bana, stendur þar. En við sem vinnum í málaflokki fatl- aðra höfum því miður svo litla ástæðu til að vera glöð og reif í bili. Hitt er svo annað mál að með þessum gegnd- arlausa niðurskurði að undanförnu er kannski ekki undarlegt þó einhver bíði ótímabæran bana. Haltur ríður hrossi - hjörð rekur handarvanur - daufur vegur og dugir. Það er ágætt að vitna í Hávamál. En þegar þau urðu til virðist hafa verið sú tíð að þeir sem fatlaðir voru fengu að yrkja jörðina og taka þátt í verald- arvafstrinu og svo þurfti auk þess að kljúfa óvini sína t herðar niður! Lítið til fugla himinsins hvorki sá þeir né uppskera og ekki safna þeir í hlöður - gefið gaum að liljum vallarins - þær vinna ekki og þær spinna ekki. Þetta stendur í Biblíunni. En á þeim dögum voru holdsveikir útskúf- aðir og enginn sinnti manninum sem lá við vegbrúnina nema miskunnsami Samverjinn. s Idag er allt öðruvísi eða á að vera það. Við lifum í velferðarþjóðfé- lagi eða svo er okkur sagt. En það hriktir í stoðum þessa þjóðfélags og þeim fækkar jafnt og þétt sem sinna manninum við vegbrúnina. Kannski ekki af því að enginn vilji gera það - það er bara ekki tími til þess og það vantar peninga til þess að hirða hann upp. Áður en samspil lífeyrisgreiðslna og hinnar almennu launaþróunar í landinu var aftengt var ekki svo ýkja mikið bil milli örorkulífeyris og hins almenna launamanns. Því miður var það auðvitað láglaunafólkið sem mið- að var við. En látum það vera. Núna breikkar bilið óðfluga og ég held að það sé vonlaust að mjókka það neitt að ráði aftur. Og hversvegna? Jú einhversstaðar hefur lífeyririnn dottið ofan í milli. Var það kannski þegar ríkisvaldið túlkaði prósentutölu hækkunarinnar öðruvísi en við í næst- síðustu kjarasamningum? Það prósentumál er nú í athugun hjá umboðsmanni Alþingis og fróð- legt verður að vita hvað kemur út úr því. Ivetur var að störfum nefnd sem athugaði samspil lífeyrisgreiðslna og félagslegrar aðstoðar gagnvart skattakerfinu. Það er nefnilega svo að fáir þú þá sértæku aðstoð sem félagsmálastofnanir veita, sem er í raun síðasta úrræðið, þá getur það skert bótarétt þinn á næsta ári. Það hatrammlegasta í þessu er í sambandi við svokallaða vasapeninga, sem fólk Sjá næstu síðu dalinn? Sjá grein um Gerðuberg. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.