Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 8
að minnka mismunun. í þessu sam- bandi er einnig hvatt til þess að aðild- arlöndin fari að tilmælum í Megin- reglum Sameinuðu þjóðanna. Megin- reglumar eru ekki lög, en gefa þó sterk mórölsk og pólitísk skilaboð um leiðir varðandi jöfnuð til handa fötluðu fólki. 0 Samstarf við ríkisstjórnarfull- trúa: Framkvæmdastjórnin hyggst setja á stofn sérfræðingahóp (“High Level Group”) fulltrúa frá aðildar- löndunum í málefnunt fatlaðra. Til- gangur þessa hóps er að yfirfara nýj- ustu stefnu og forgangsröðun ríkis- stjórnanna varðandi fatlað fólk. Auk þess er mikilvægt að miðla upplýs- ingum og reynslu og ráðleggja um aðferðir sem nota rná í framtíðinni. Þá er nauðsynlegt að ríkisstjórnirnar standi við ýmsar samþykktir sem gerðar hafa verið í málefnum fatlaðra. ° Hvatning til starfsemi frjálsra félagasamtaka í málefnum fatlaðra: Framkvæmdastjórnin hefur fengið aðhald og hvatningu fyrir mikinn áhuga og þátttöku margskonar sam- taka sem vinna að málefnum fatlaðra. “Slagkraftur” samtakanna hefur krist- allast að miklu leyti í þátttöku þeirra í HELIOS verkefninu sem hefur haft bein áhrif á framkvæmdastjórnina til góðra verka í málaflokknum. Fram- kvæmdastjómin hyggst veita stuðning til samtaka fatlaðra til að hvetja til Evrópusamstarfs í málaflokknum. í þessu sambandi fagnar framkvæmda- stjórnin nýlegri ákvörðun um stofnun nýrrar sjálfstæðrar samstarfsnefndar “The New Independent Disability Forum”. I þessari nefnd verða full- trúar heildarsamtaka fatlaðra í aðildar- löndum Evrópusambandsins. ° Rannsóknarstöð: Framkvæmda- stjórnin hyggst setja á stofn rann- sóknarstofnun (“observatory”) þar sem fjallað verður um reynslu ein- stakra aðildarríkja af málaflokknum. Hlutverk þessarar stofnunar verður að skýra meginþætti málaflokksins, vinna að jöfnum skilningi sérstaklega varðandi tölulegar upplýsingar og gefa nákvæmar upplýsingar um nýj- ustu stefnu í málaflokknum. Þá verð- ur leitast við að leggja fram sjálfstætt mat á árangri og vinna að nothæfum og stefnumarkandi rannsóknum . °Atvinnumál: Framkvæmdastjómin mun hafa frumkvæði að því að styrkja baráttuna gegn langtíma atvinnuleysi og berjast fyrir blöndun fatlaðs fólks á vinnumarkaðinum. Aðilum vinnu- markaðarins verður boðið að þróa sérstakt samstarf sem miðar að úrbótum í atvinnumálum fatlaðs fólks. Mörg fyrirtæki hafa þegar sett upp tilraunaverkefni í tengslum við fatlað fólk. T.d. var sett fram af fyrirtækjum innan Evrópusambandslandanna áætlun sem nefnist “European Decler- ation of Businesses against Exclu- sion” sem miðar að aukinni atvinnu- þátttöku fatlaðs fólks. ° Skólamál: Undanfarið hefur verið sýnileg þróun í aðildarlöndum Evrópusambandsins í áttina frá sérlausnum til að þjóna þörfum fatlaðs fólks, sérstaklega þegar um er að ræða menntun og atvinnumál (sérskólar, verndaðir vinnustaðir og fl.). Þetta hefur breyst á þann veg að rneiri áhersla er lögð á blöndun í almenna skóla og blöndun á vinnumarkaði. Meira er horft á þarfir og getu einstaklingsins heldur en verið hefur. ° “Pilot Projects” Ákveðið hefur verið að setja af stað ýmiskonar átaksverkefni “Pilot projects” bæði innanlands og á Evrópugrunni til að ná fram jöfnum möguleikum fatlaðs fólks á við aðra þjóðfélagsþegna. Nú er beðið eftir endanlegum lista yfir verkefni sem áætlað er að sett verði af stað. Þó er gert ráð fyrir að veittir verði styrkir til rannsóknarstarfsemi, námskeiða, funda, vinnuhópa og leiðbeiningar og fagleg aðstoð látin í té við samtök fatlaðra. ÖNNUR VERKEFNI í ÞÁGU FATLAÐS FÓLKS Leitast verður við að nýta enn betur en verið hefur þau verkefni sem fyrir hendi eru á vegum Evrópusam- bandsins og tengjast málefnum fatl- aðra. Þar má nefna HORISON sem sett var á laggirnar til að fjalla sér- staklega um blöndun fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði og til að aðstoða við að setja upp áætlanir sem nýtast aðildarlöndunum. Lögð verður aukin áhersla á upplýsinga- og samskiptatækni (“Information and Communication Technology ICT”). Leitast verður við að styrkja alla þætti upplýsingaþjóðfélagsins til þess að jafna möguleika fatlaðs fólks á við aðra þjóðfélagsþegna. Hópar á Evrópugrunni verða settir af stað til að nálgast þetta markmið. í þessu sambandi var lögð fram skýrsla sem nefnist “græna skjalið” (“Green Pa- per on Living and Working in In- formation Society: “People First”). Þarna er fjallað um nauðsyn þess að hagsmunir og þarfir fatlaðs fólks séu teknar með í reikninginn í hinni hröðu þróun nútíma upplýsingaþjóðfélags, ekki síst varðandi atvinnumál. Framkvæmdastjórnin hyggst setja á laggirnar vinnuhóp til að koma þessum þáttum til skila. Unniðverður í tengslum við fleiri verkefni á vegum Evrópusambandsins í þessum geira, s.s. í verkefni sem kallast “TIDE”. Þar er lögð áhersla á að tæknin verði notuð til þjónustu við fatlað og aldrað fólk. Þá eru fyrir hendi miklar upp- lýsingar á Handinet töluvkerfinu um hjálpartæki af ýmsu tagi fyrir fatlað 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.